Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Qupperneq 12
12 Helgarblað 22. desember 2017fréttir
F
rancisca Essien, 27 ára kona
frá Gana, fæddi son sinn,
Magnús Angel Essien, á
Landspítalanum fyrir fjórum
árum. Þar sem hún var ekki sjúkra
tryggð fékk hún háan reikning sem
hún gat ekki borgað þó að sonur
hennar sé íslenskur ríkisborgari.
Sá reikningur hefur nú vaxið með
hverju árinu og Landspítalinn hef
ur sýnt lítinn samningsvilja.
346 þúsund krónur fyrir fæðingu
Francisca kom hingað til lands árið
2012 en fyrir þann tíma hafði hún
búið á Spáni í þrjú eða fjögur ár.
Af hverju komstu hingað?
„Ég veit það ekki. Einn daginn
pakkaði ég í tösku og sagðist vera
farin. Svo var ég allt í einu hér. Ég
þekkti engan þegar ég kom hingað
en var fljót að kynnast mörgu fólki.“
Hún kynntist íslenskum manni
sem hún var í sambandi með en
það varði stutt. Ávöxtur sambands
ins var Magnús sem fæddist í mars
árið 2013. Francisca er ganverskur
ríkisborgari og ekki sjúkratryggð
og því fékk hún reikning upp á
346 þúsund krónur fyrir fæðingar
þjónustu – upphæð sem hún réð
engan veginn við að borga. „Þeir
vildu að ég borgaði reikninginn en
ég sagði þeim að ég gæti það ekki.“
Um tíma gat hún ekki unnið
því hún fékk ekki gæslu fyrir
Magnús en síðar vann hún nokk
ur hlutastörf yfir skemmri tíma.
Hún reyndi að borga eitthvað inn
á skuldina en það dugði ekki fyrir
vöxtunum. „Stundum gat ég borg
að fimm þúsund og stundum tíu
þúsund.“ Francisca, sem býr í fé
lagslegri íbúð á vegum Kópavogs
bæjar, hafði yfirleitt ekki nema 120
þúsund krónur á mánuði.
Sett á svartan lista lánastofnana
Á Íslandi er lítið samfélag Gan
verja og leitaði hún til þessara vina
sinna um ráð. Henni var bent á að
fara með málið til umboðsmanns
barna. „Hjá umboðsmanni fékk
ég þau svör að ég yrði að borga
það sem ég gæti í að minnsta kosti
tvö ár og svo kæmi eitthvað í ljós.“
Nú þegar hefur Francisca náð að
greiða niður 85 þúsund krónur en
reikningurinn hefur verið sendur
til TCM innheimtuþjónustu. Fyrir
jólin fékk hún innheimtubréf og er
skuldin komin upp í 581 þúsund.
Ert þú áhyggjufull um jólin?
„Já, sérstaklega þegar ég fæ
innheimtubréf eins og þetta. Þau
koma á hálfs árs fresti. Þegar ég fæ
þau hugsa ég með mér hvernig í
ósköpunum ég eigi að geta borg
að.“ Francisca er komin á svart
an lista hjá lánastofnunum og það
veldur henni miklum vandræð
um. „Ég get ekkert gert. Ég get ekki
einu sinni fengið fyrirfram greitt
greiðslukort.“
Árið 2015 eignaðist hún ann
an son, Thor Kofi, en hún er enn
einstæð. Francisca er nú í vinnu
hjá Hótel Sögu og fær aðstoð vina
sinna með synina tvo.
Vildi nota jólapening til
að greiða upp skuldina
Faðir Franciscu býr í Bretlandi og
hann sendi henni nýverið 300 þús
und krónur til að nota í jólagjafir,
mat og fleira. Hún vill hins vegar
nota þennan pening til þess að
greiða upp skuldina. Vinir henn
ar voru reiðubúnir að bæta við
það sem upp á vantaði í uppruna
legu skuldina en vaxtagreiðslurnar
eru vandamálið. „Mér var sagt að
ef ég borgaði þessar 350 þúsund
krónur þyrfti ég samt að borga
helminginn af vöxtunum. Loks
ins hef ég peninga til að borga
reikninginn en vextirnir eru orðn
ir of háir þannig að ég yrði áfram
í skuld sem ég get ekki greitt upp.
Ég sagði að ég gæti aldrei borgað
þetta upp. Þótt ég fengi tíu ár.“
Hún segir það mjög skrítið að
Landspítalinn vilji ekki taka við
þessari greiðslu frekar en engu. „Ef
ég fæ ekki að nota þennan pening
til að hreinsa upp skuldina nota
ég hann að sjálfsögðu frekar til að
halda upp á jólin fyrir syni mína.“
Móðir ber ein fjárhagslega
ábyrgð á fæðingu
Málið vekur upp þá spurningu
hvort Magnús, sem íslenskur ríkis
borgari, eigi ekki rétt á að fæðast án
þess að þurfa að greiða fyrir það.
Anna Baldursdóttir hjá Landspít
alanum segir að það sé ekki sjálf
gefið að íslensk börn séu sjúkra
tryggð en að Sjúkratryggingar
Íslands setji þær reglur en ekki
Landspítalinn. „Öll börn eiga rétt á
að fæðast en reglurnar snúa að því
hverjir séu sjúkratryggðir og hverj
ir ekki. Það skiptir engu máli hvers
lenskir þeir eru. Börn verða ekki
sjálfkrafa sjúkratryggð við fæðingu
ef foreldrarnir eru það ekki.“
Anna segir jafnframt að faðir
inn beri enga fjárhagslega ábyrgð
á fæðingunni sjálfri. „Konan kem
ur til fæðingar og hún fær þjón
ustuna. Margir átta sig ekki á þessu
og erfitt fyrir fólk að lenda í þessu,
alveg glatað.“
Gangið þið hart gegn fólki í slík-
um tilvikum eða sýnið þið samn-
ingsvilja?
„Það verður enginn rúinn inn
að skinni hér. Yfirleitt er farið í ein
hvers konar mildar aðgerðir þar
sem reynt er að semja um þessi
mál. Þetta fer í innheimtuferli, en
ef einstaklingurinn sýnir greiðslu
og samningsvilja þá er samið um
þetta. Síðan er hægt að sækja um
niðurfellingu við sérstakar að
stæður. Það er nefnd hjá okkur
sem skoðar slík mál. Við afskrifum
milljónir á hverju ári.“ Anna segist
ekki vita hvort einstaklingar lendi á
svörtum lista lánastofnana í slíkum
tilvikum. n
n Háir vextir n Á svörtum lista og getur ekkert gert n Mæður borga fæðingar
Rukkuð um hálfa milljón
fyRiR að fæða son á íslandi
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
„Stundum fimm þúsund
og stundum tíu þúsund
Francisca
með sonum
sínum
Áhyggjufull
um jólin.
Mynd SiGtryGGur Ari
Fiskur er okkar fag
- Staður með alvöru útsýni
Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum
Duusgata 10, Keflavík - Sími 421 7080 - duus@duus.is - Opið frá kl. 10:30-23:00 alla daga
Kvöldverðir frá 17-22
Skötuhlaðborð
23. desember