Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Síða 22
22 sport Helgarblað 22. desember 2017 A tli Eðvaldsson er goðsögn í íslensku íþróttalífi, hann átti frábæran feril sem leikmaður hér heima og úti í hinum stóra heimi. Atli hef- ur frá því að ferli hans í fótbolta lauk verið í þjálfun og í dag starfar hann sem slíkur hjá Kristianstad FC í Svíþjóð. Liðið leikur í þriðju efstu deild en Atli tók við því á tímabilinu sem var að ljúka, ár- angurinn var góður og allt stefnir í að Atli verði þar áfram. Atli kem- ur af mikilli knattspyrnuætt, faðir hans, Evald Mikson var landsliðs- markvörður hjá Eistlandi. Bróðir hans, Jóhannes Eðvaldsson, var landsliðsmaður og lék lengi vel erlendis. Börnin hans hafa síðan gert það gott í fótbolta; Sif hefur átt farsælan feril með landsliðinu og í atvinnumennsku og synir hans Emil og Egill hafa gert það gott hér heima. „Ég tók við Kristianstad, karla- liðinu þar í bæ. Ég var í heimsókn hjá dóttur minni, Sif, þegar vin- ur minn sem var með mér á þjálf- aranámskeiði hringdi. Hann er frá Tyrklandi en ólst upp í Þýskalandi að stórum hluta. Hann hringdi í mig og spurði hvar í Danmörku ég væri, ég sagði honum að ég væri mættur til Svíþjóðar í heimsókn til dóttur minnar. Hann spurði hvar í Svíþjóð ég væri, ég sagði honum að ég væri í Kristianstad og hann sagðist vera þar líka. Þá var ver- ið að gera hann að yfirmanni knattspyrnumála þar. Þá var hann með handboltastelpu sem var í liðinu hjá Kristianstad og kynntist í gegnum það forseta félagsins. Við hittumst og hann stýrði þessu öllu saman, síðan gerðist það að þeir létu þjálfarann fara. Ég var á staðn- um og fékk starfið og það gekk svona líka vel. Við vorum í fallsæti þegar ég tók við, við fengum 16 stig í sjö leikjum. Fengum flest stig í deildinni á þeim tíma og enduðum í fjórða sæti. Nú er verið að ræða um framhaldið. Það eru miklar lík- ur á því að það verði klárað, hann vill halda mér í starfi,“ sagði Atli þegar blaðamaður DV settist nið- ur með honum í Kringlunni í vik- unni. Atli verður hér á landi næstu vikur áður en hann heldur aftur til Svíþjóðar. Í samstarf með liði sem elur upp stjörnur Atli var að koma úr stuttri ferð til Argentínu. Þar voru hann og yfir- maður knattspyrnumála hjá Krist- ianstad að hitta forráðamenn San Jorge, félags sem hefur getið sér gott orð í „framleiðslu“ frábærra knattspyrnumanna. ,,Við fórum til Argentínu en þar í landi er lið í fjórðu deild sem heitir, San Jorge. Það er einn af fjárhagslega Verður betri þjálfari með árunum n Atli gerir það gott í Svíþjóð n Í samstarf með liði í Argentínu Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Ég stóð í mat- salnum og enginn mætti, þá var hringt og þeir sögðu að það hefði ekki neina þýðingu að mæta. Liðin mín myndu alltaf spila eins. Magnaður karakter Atli er einstakur karakter, hefur mikinn metnað og mikla trú á sinni hug- myndarfræði. Myndir Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.