Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Síða 31
fólk - viðtal 31Helgarblað 22. desember 2017
Hvað fannst þér um viðtalið
fræga?
„Hún er keppnismanneskja.
Þetta atvik á Íslandsmótinu gerð
ist í hita leiksins. Hún var rifin í
viðtal strax og var ekki búin að ná
að kæla sig niður. Þetta var svolítið
ósanngjarnt. En þetta kemur fyrir
á bestu bæjum og það gera allir
mistök. Ég held ekki alltaf kúlinu
heldur.“
Erfitt að bera saman íþróttir
Altalað er að val á íþróttamanni
ársins standi milli Ólafíu og Gylfa
Sigurðssonar knattspyrnumanns.
Ólafía er varkár að spá fyrir um
hver hreppi styttuna. „Ég veit ekki
hvernig þeir velja þetta og það er
mjög erfitt að velja og bera saman
ólíkar íþróttir.“
Þegar viðtalið er tekið er Ólafía
nýbúin að vinna titilinn kylfingur
ársins í sjötta sinn. En hún hefur
aldrei verið kjörin íþróttamaður
ársins.
Er þetta eitthvað sem skiptir þig
máli?
„Ég hef farið á verðlauna
afhendinguna síðustu sex ár,
meðal annars til að taka við verð
launum sem golfari ársins. En mér
hefur aldrei dottið í hug að ég gæti
orðið íþróttamaður ársins af því
að það er oftast sama týpan sem
verður fyrir valinu.“
Er ekki ótækt að boltastrákar
vinni þetta yfirleitt?
„Jú, en ég skil alveg að fótbolta
strákar vinni þetta oft. Fótbolti er
svo ótrúlega vinsæl íþrótt. Alltaf
kemur upp umræðan um hvort
verðlaunin eigi að vera kynjaskipt
eða skipt í hópíþróttir og einstak
lingsíþróttir. Þetta er flókið mál.“
Jafnvel brúðkaup á næsta ári
Eftir grunnskóla gekk Ólafía í
Verzlunarskólann í tvö ár og hélt
síðan út til Bandaríkjanna í há
skóla. Hún nam við Wake For
estskólann í NorðurKarólínu og
bjó ein. Þar kynntist hún unnusta
sínum, Thomas Bojanowski frá
Þýskalandi.
Neistaði strax á milli ykkar?
„Já. Hann kom í skólann seint í
janúar árið 2012 og í mars vorum
við byrjuð saman. Hann var þá í
hlaupaliði skólans.“
Ertu ekkert að kenna honum
golf?
„Hann er byrjaður í golfi en
hefur ekkert náð að æfa sig eða
spila mjög mikið af því að hann er
alltaf með mér.“
Thomas rekur fyrirtæki sem
hjálpar ungum íþróttamönnum,
meðal annars nokkrum Íslending
um, að fá skólastyrki
í Bandaríkjunum.
Hann hefur einnig
verið kylfuberi hjá
Ólafíu á mótum.
Er ekki erfitt að
vinna svo náið með
unnusta sínum?
„Jú, í byrjun. En
síðan lærðum við
bæði á það. Hann
vissi til dæmis ekki
hvernig ætti að bregð
ast við ef mér gekk illa
og var pirruð. Hann
skammaði mig stund
um og það gerði mig
enn þá pirraðri. En
núna veit hann að
stundum þarf ég að fá
að pústa og svo er það
búið.“
Ólafía og Thomas
hafa verið trúlofuð í tvö
ár og hún segir brúð
kaup hugsanlega í kort
unum á næsta ári. „Ef
ég næ að skipuleggja
það, en það er erfitt að
finna tíma. Ég er bók
uð á þriðja tug móta en
það eru nokkrar frívikur
og ég gæti gert það. Ég
er að skoða þetta.“
En barneignir?
„Einhvern tímann í framtíð
inni. Fyrst langar mig að ná aðeins
lengra í golfinu.“
Fannst hún ábyrg fyrir slysi
Þegar Ólafía var á síðasta ári í há
skólanámi lenti Thomas í slysi
sem hafði mikil áhrif á þau bæði.
„Við vorum að grilla og ég var
að reyna að kveikja á grillinu en
kunni ekkert á það. Þegar Thomas
minn ýtti á takkann til að kveikja á
grillinu fékk hann eldsprengingu
í andlitið. Hann brenndist illa og
við fórum strax upp á bráðamót
töku. Eftir þetta var hann alltaf hjá
læknum, með umbúðir úti um allt
og andlitið á honum skelfilega illa
farið.“
Var þetta mikið áfall?
„Þetta var alveg skelfilegt og ég
kenndi sjálfri mér mikið um þetta,
af því að ég var að fikta í grillinu
og ef hann hefði gert þetta sjálfur
þá hefði þetta aldrei gerst. Ég átti
mjög erfitt. Það gerist eitthvað í
líkamanum þegar þú færð svona
mikið sjokk. Ég þurfti að leita til
sálfræðings út af þessu og mér leið
eins og ég væri orðin þunglynd. Ég
vildi ekki tala um þetta við neinn
og vildi ekki hitta fólk. Þetta var
ákveðinn tímapunktur í lífi mínu
en ég komst yfir þetta og varð
sterkari fyrir vikið.“
En hann kenndi þér ekkert um
þetta?
„Nei nei, það var bara ég. Það
var sama hvað fólk sagði við mig,
ég gat ekki breytt hvernig mér
leið. Núna er allt í lagi með and
litið, það greri mjög vel. En hann
er með stórt ör á fætinum.“
Bloggaði um stóra kjálkaaðgerð
Jólin í ár verða Ólafíu mun þægi
legri en jólin í fyrra þegar hún var
að jafna sig eftir stóra kjálkaaðgerð.
„Þegar ég var um sextán ára tók
ég vaxtarkipp og neðri kjálkinn
fór fram úr þeim efri. Ég var með
smá undirbit af því að efri kjálk
inn er svo lítill. Af því að þetta
gerðist svo seint var ekki hægt
að laga þetta með teinum.“ Hún
segir afar sjaldgæft að þetta gerist
og vegna núnings hefðu tennur
hennar eyðst með tímanum. „Að
vera með undirbit gerði mig að
eins grófari í andlitinu. En ég fór
ekki í þessa aðgerð út af því. Mér
hefði sjálfri aldrei dottið í hug að
fara í þessa aðgerð fyrr en tann
læknirinn minn benti mér á að
gera þetta. Annars hefðu tennurn
ar orðið að stubbum þegar ég væri
orðin fimmtug.“
Aðgerðin var mjög umfangs
mikil. Beinið í efri kjálka var skorið
í gegnum nefið og kjálkinn dreg
inn fram. „Þeir flettu húðinni af
og þurftu að sauma nefið aftur á.“
Ólafía var lengi að jafna sig eftir
aðgerðina, léttist og missti mikinn
mátt. „Ég var ekki með neina
vöðva í munninum og varð mjög
smeyk. Það tók nokkrar vikur að
vinna upp kraftinn aftur. Í byrjun
gat ég bara opnað munninn og
þurfti að kyngja matnum beint.
Það var nógu erfitt bara að opna
munninn. Ég var á 100 prósent
vökvafæði í fjórar vikur en síðan
gat ég borðað aðeins þykkari mat.“
Hún gat lengi vel ekki farið fram
úr rúminu og sá fram á að leiðast
mikið. Þess vegna tók hún upp á
því að blogga um aðgerðina og
batann á heimasíðu sinni und
ir heitinu Olafia Bites Back. „Mig
langaði að leyfa fólki að fylgjast
með og ef einhver annar væri að
fara í svona þá gæti viðkomandi
séð mitt ferli og verið undirbúinn.“
En hafði þetta áhrif á atvinnu-
mennskuna?
„Ég gat ekki hreyft mig mikið
og snerti ekki golfkylfu í einn og
hálfan mánuð. Fyrsta mótið eftir
aðgerð var á Bahamaeyjum og ég
fékk aðeins viku til að undirbúa
mig. En ég stóð mig vel þar og náði
niðurskurðinum. Það var vonum
framar. Stundum er gott að fara
inn í mót með engar væntingar því
þá er engin pressa. Það vita allir
að ég var nýbúin í kjálkaaðgerð og
það gerist sem gerist.“
Playboy-fyrirsætur með milljón
á Instagram
#MeeToo-byltingin hefur ekki far-
ið fram hjá neinum þar sem konur
segja reynslusögur af kynferðislegu
ofbeldi, áreitni og mismunun. Hef-
ur þú tekið eftir slíku í golfheimin-
um?
„Ég veit ekki um marga sem
hafa orðið fyrir kynferðislegri
áreitni. En það er alveg klassískt
í íþróttaheiminum að fá vissar
spurningar af því að þú ert kona –
spurningar sem karlmenn myndu
aldrei fá.“
Ólafía segist taka eftir karl
rembu og staðalímyndum við val
á boðskeppendum á mótum. „Við
Valdís höfum báðar náð miklum
árangri í golfi en svo er öðrum boð
ið á mót. Ég tók sérstaklega eftir
þessu þegar ég var á Evrópumóta
röðinni. Þegar þú ert á fyrsta ári
þá kemstu í fá mót og þú þarft að
sækjast eftir boðum líka. Stundum
voru einhverjar gellur sem líta út
eins og Playboyfyrirsætur, með
milljón fylgjendur á Instagram en
ekkert sérstaklega góðar í golfi, að
fá boð í mótið en ekki við. Þá sáum
við að þetta getur verið svolítill
karlrembuheimur sem við búum
í.“ Hún segir þetta þó mun sann
gjarnara á LPGA. „Þar er valið eft
ir getustigi en ekki hversu fallegur
þú ert eða hversu marga fylgjend
ur á samfélagsmiðlum þú hefur.“ n
„
Þeir
flettu
húðinni
af og
þurftu að
sauma
nefið
aftur á
m
y
n
d
Ir
s
Ig
tr
y
g
g
u
r
a
r
I
Valdi golfið Ólafía æfði badminton og handbolta en valdi þó golfið.