Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Qupperneq 34
Með allt á hreinu Helgarblað 22. desember 2017KYNNINGARBLAÐ
Albertsson ehf. er hreingern-ingarþjónusta sem sinnir al-mennum þrifum fyrir húsfélög,
heimili og fyrirtæki auk flutningsþrifa.
Að sögn starfsmanns fyrirtækisins,
Ölmu Haraldsdóttur, dreifast verkefni
nokkuð jafnt á milli þessara sviða en
í heildina er mjög mikið að gera og
verkefnum fer sífellt fjölgandi.
Albertsson ehf. hefur viðamikla
reynslu af ræstingum og almennum
þrifum og er með mörg fyrirtæki í
föstum viðskiptum. Athygli vekur að
á heimasíðunni albertsson.is er hægt
að panta tilboð í öll verkefni sér að
kostnaðarlausu. Meðal annars er
hægt að panta heimilisþrif í áskrift
og að sögn Ölmu færist slíkt í vöxt hjá
önnum köfnu fólki. Flutningsþrif fara
líka sífellt vaxandi og margir sem eru
að skipta um heimili kjósa að losna við
þá vinnu enda er hún mikil: „Þetta eru
líklega mest krefjandi verkefnin, það
þarf að taka alla veggi, dyrakarma,
glugga að innan og alla innbyggða
skápa og skúffur,“ segir Alma.
Starfsmenn hjá Albertsson eru
mismargir eftir árstíma. „Þetta er í
grunninn fjölskyldufyrirtæki og margir
úr fjölskyldunni eru starfsmenn. Við
leggjum áherslu á persónulega þjón-
ustu og leggjum þunga áherslu á að
allir viðskiptavinir séu ánægðir. Það
er hins vegar ekkert launungarmál
að við þurfum að fjölga starfsfólki á
næstunni og erum að leita að góðu
starfsfólki.“
Albertsson kappkostar að fylgja
öllum verkefnum eftir til að viðhalda
persónulegri þjónustu við sína við-
skiptavini svo gæðin séu í hámarki.
Fyrirtækið hefur yfir að ráða góð-
um tækjakosti og er allur vélbúnaður
nýr, til dæmis skúringarvélar og svo-
kallaðar gufuvélar sem ná vel óhrein-
indum af gólfflísum.
Albertsson er til húsa á Sel-
tjarnarnesi og af því leiðir að mörg
verkefni eru á Nesinu og í Vestur-
bænum. Hins vegar nær starfssvæð-
ið alveg yfir höfuðborgarsvæðið og
raunar víðar því Alma fer stundum
upp í sveit og þrífur sumarbústaði
fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Nánari upplýsingar eru á vefsíð-
unni albertsson.is. Símanúmer er
867-0754.
Persónuleg þjónusta við
ánægða viðskiptavini
AlbertSSoN eHF.
Árið 2005 keyptu hjónin Sig-fríður eggertsdóttir og Guðjón Valgeir Guðjónsson sér hús
á Hvammstanga. Í núverandi bílskúr
heimilisins var á þessum tíma rekin
þvottaþjónusta með þremur þvotta-
vélum, tveimur þurrkurum og strau-
vél. Hjónin tóku yfir þessa starfsemi,
sem var aðallega þvottur fyrir sjúkra-
húsið á staðnum, og sinntu henni í
aukavinnu fyrstu árin, en síðan hefur
starfsemin vaxið gífurlega. Starfs-
menn fyrirtækisins síðasta sumar
voru 22 talsins en átta starfsmenn,
að þeim hjónum meðtöldum, vinna
allt árið hjá fyrirtækinu.
„Maðurinn minn sagði upp starf-
inu sínu fyrir tveimur árum og ég
töluvert fyrr,“ segir Sigfríður en þau
hjónin helga fyrirtækinu alla starfs-
krafta sína. „Ferðaþjónustan sprakk
út hérna í héraðinu eftir 2011 og síðan
hefur verið geysilega mikið að gera.
Við höfum lítið sem ekkert auglýst
heldur einfaldlega reynt að svara
þeirri eftirspurn sem hefur streymt
til okkar,“ segir Sigfríður. Að sögn
hennar teygir starfsemin sig út fyrir
Hvammstanga, til hótela í sveitum,
t.d. í Víðidal, auk þess sem eitt verk-
efni er í gangi á Sauðárkróki.
Í dag notar Perlan fjórar þvottavél-
ar, fjóra þurrkara og tvær strauvélar.
Meginstarfsemi Perlunnar er
þvottur fyrir hótel og minni gisti-
staði auk þrifa á hótelum og gisti-
íbúðum. Perlan þvær einnig þvott
fyrir einstaklinga sem þess óska en
meginþungi starfseminnar er fyrir-
tækjaþjónusta.
„Við höfum auk þess bætt við okkur
þrifum fyrir grunnskólann hérna og
hluta af sjúkrahúsinu. Auk þess höfum
við til kvöldmat á sjúkrahúsinu,“ segir
Sigfríður. Sem fyrr segir er mun meira
að gera á sumrin en ferðamanna-
vertíðin er þó farin að teygja sig inn
í haustið og var töluvert að gera í
október og nóvember.
„Það er líka gott að halda hótel-
unum inni allt árið þó að minna sé
að gera yfir veturinn, því þá heldur
maður yfirsýninni betur.“
Í hópi sumarfólksins er nokkuð um
framhaldsskólanema sem koma til
starfa hjá Perlunni ár eftir ár. einnig
er eitthvað um erlent starfsfólk hjá
fyrirtækinu og segist Sigfríður fá
margar fyrirspurnir að utan hjá fólki
sem langar til að starfa hjá Perlunni.
Perlan er staðsett að Höfðabraut
34, Hvammstanga. Allar frekari upp-
lýsingar eru veittar í síma 896-3530.
Aukavinnan varð
að öflugu fyrirtæki
ÞVottAHúSið PerlAN, HVAMMStANGA
Hluti af vöskum hópi Perlunnar Frá vinstri: Ólína, Stefanía, lena, Margrét og Þóranna.
Sigfríður með
dótturinni Önnu
Sveinborgu.