Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Page 39
Með allt á hreinuHelgarblað 22. desember 2017 KYNNINGARBLAÐ Bónstöðvar koma og fara en bónstöðin Hjá Jobba hefur verið starfandi síðan árið 1986 og átti því þrítugsafmæli í fyrra. Hvernig er slíkt hægt þegar meðalaldur í bransanum er 2–3 ár? Svarið er: Gæði, lágt verð og ánægð- ir viðskiptavinir. Þeir sem fara með bílinn sinn til Jobba vita að þeir munu fá toppþjónustu. Bónstöðin vex enn og dafnar og er núna elsta starfandi bónstöð landsins. Reynsla Jobba í bransanum nær reyndar enn lengra aftur í tímann en hann starfaði hjá Sveini Egilssyni frá árinu 1982 og stýrði deild sem sá um standsetningu, skráningu og þrif á nýjum bílum. Hann hefur síðan verið sjálfstætt starfandi frá árinu 1986. Helstu þjónustuþættir sem í boði eru hjá Jobba eru eftirtaldir: Alþrif, þrif að innan, þrif að utan og bónun, teflonbónun, djúp- hreinsun teppa og sæta, tjöruþvottur, vélarþvottur, ryksugun, lakkmössun, blettun og lakkviðgerðir, og ýmislegt fleira. Ítarlegar upplýsingar um þjón- ustuliðina er að finna á vefsíðunni hjajobba.is. Þar eru einnig greinargóðar upplýsingar um verð. Fólksbílar almennings eru vitan- lega algengustu verkefni Jobba en stöðin tekur líka meðal annars að sér hreinsun og bónun á rútum, flutningabílum og öðrum vinnutækjum. Enn fremur þrífur Jobbi og bónar bíla fyrir Suzuki bíla ehf. og fleiri þekkt fyrirtæki. Hjá Jobba er staðsett í Skeifunni 17. Stöðin er opin virka daga frá kl. 9 til 17.30 nema föstudaga er opið til kl. 17. Tímapantanir eru í síma 568- 0230. Þá er einnig tilvalið að senda töluvpóst á netfangið hjajobba@ simnet.is ef þú vilt bætast í hóp ört vaxandi og ánægðra viðskiptavina stöðvarinnar. Því eins og Jobbi segir: „Við gerum gott betra.“ Heimasíða er, sem fyrr segir: hjajobba.is. Engin tilviljun að Hjá Jobba er elsta starfandi bónstöð landsins Fólki þykir eðlilega vænt um æðardúnssængurnar sínar enda afskaplega notalegt að sofa með slíkar ábreiður ofan á sér. En æðardúnssængur slitna eins og aðrir veraldlegir hlutir og stundum fara þær að leka að auki og æðar- dúnninn getur verið orðið óhreinn. Margir vita ekki að hér á landi er hægt að fá þá þjónustu að fá gömlu slitnu æðardúnssængurnar sínar góðar á ný. Dóróthea Guðrún Sig- valdadóttir rekur fyrirtækið Morgun- roða, sem staðsett er við Borgarnes, og þar er meðal annars boðið upp á þá þjónustu að koma með slitnar æðardúns- sængur. Æðardúnninn er þá þveginn og settur í nýtt ver og fólk fær til baka mjúka, slétta og fallega æðardúns- sæng. „Við þvoum æðardún- inn, skiptum um dúnver á gömlum æðardúnssængum og setjum nýjan æðardún í dúnver. Einnig seljum við nýjar æðardúnssængur og merkj- um æðardúnssængur,“ segir Dóróthea. Fyrir utan þessa þjónustu við sængureigendur sinnir Morgunroði öllum æðardúnþvotti fyrir fyrirtæk- ið RR Dúnhreinsun í Borgarnesi. Dóróthea fær þá æðardúninn til sín grófhreinsaðan og skilar honum hreinum til baka svo hann er tilbúinn í framleiðsluvörur, sængur eða annað. Dúnþvotturinn er þar í vissum skiln- ingi hluti af framleiðsluferlinu. Enn fremur sinnir Morgunroði dúnþvotti fyrir einstaklinga sem hafa dúntekju og þurfa að láta þvo dúninn sinn. Margt dúntekjufólk veit ekki af þessari þjónustu en hún getur komið sér afar vel. Til að kynna sér og nýta sér þjón- ustu Morgunroða ehf. er best að hafa samband í síma 893-2928. Er gamla æðardúns- sængin þín orðin slitin? MoRGunRoði EHF. – SÍMi 893-2928

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.