Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Page 50
50 Helgarblað 22. desember 2017 Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu þann 13. ágúst árið 1923. Fyrstu tíu ár ævinnar bjó hann í burstabæ ásamt foreldrum sínum og sex systkinum en þrjú eru enn á lífi. Aðeins eitt systkini Páls lést fyrir áttrætt en öll hafa orðið áttatíu og fimm ára eða eldri. Sem ungur maður var Páll afbragðs nemandi. Hann lauk gagnfræðaskólaprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti þar sem hann kenndi svo ári síðar en stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík lauk hann árið 1944. Á þeim árum var mjög óalgengt að óbreyttir bændasynir yrðu stúdentar, hvað þá að þeir færu svo í framhaldsnám erlendis. Bóndasonur með „börnum betri borgara“ í Reykjavík „Þetta þekktist varla í minni tíð. Ég útskrifaðist árið 1944 en sá næsti á undan mér úr sveitinni útskrifaðist árið 1911. Það var prestssonur af Gilsbakka. Pétur hét hann Magnús- son og var þingmaður og ráðherra á tímabili. Þó var mikið af duglegu námsfólki í sveitinni en það þótti bara ekki eiga við að fara í skóla. Var hálf illa séð á þessum árum. Hér í Reykjavík var maður dálítið einangraður innan um borgar- börnin í Menntaskólanum því þetta voru hér um bil allt börn betri borgara en nú eru komin sjötíu og fjögur ár síðan ég varð stúdent og margt sem hefur breyst.“ Hvað kom til að þú fórst sjálfur í Menntaskólann? „Það var nú hálf einkenni- legt. Foreldrar mínir höfðu farið í Alþýðuskólann á Hvítárbakka í byrjun aldarinnar. Þau sendu mig í Reykholt en þar var ég svo heppinn að verða hæstur í bekkn- um fyrsta veturinn. Presturinn tók þá upp á því að bjóða mér að hjálpa til við kennslu og í staðinn myndu kennararnir búa mig undir gagnfræðapróf svo ég kæmist í Menntaskólann. Ég þáði boðið en mér lá svo á að ég las þrjá mennta- skólabekki utan skóla; þriðja, fjórða og fimmta bekk. Skrapp svo í borgina til að taka prófin en var ekki á skólabekk heilan vetur fyrr en síðasta veturinn í sjötta bekk. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég reyndist sá fjórði hæsti í bekknum.“ Uppgötvaði að veðurfræði hafði alltaf verið draumurinn Í framhaldinu hélt Páll í Háskóla Ís- lands og byrjaði að læra verkfræði sem átti illa við hann. Það var svo dag einn sem Teresía Guðmunds- Að leikfimisæfingum loknum byrjar hinn 94 ára gamli Páll Bergþórsson hvern einasta morgun á því að setjast við tölvuna sína og skrifa hnitmiðaða veðurspá sem hann birtir á Facebook, en veðrið er og hefur alltaf verið aðal ástríða þessa ljúfa manns sem flutti veðurfréttir í sjónvarpinu í ein tuttugu og þrjú ár. Margrét H. Gústavsdóttir settist við eldhúsborðið hjá Páli og saman ræddu þau meðal annars veðurfarsbreytingar, umdeildar skoðanir hans á fóstureyðingum og hvernig hann fer að því að líta út fyrir að vera sjötugur, kominn á tíræðisaldur. Kólnar á Íslandi næstu 30–40 árin Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.