Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Qupperneq 58
58 Helgarblað 22. desember 2017
8 flottar
jólagjafa-
hugmyndir
fyrir alla!
FramFarir eFtir Johan norberg
Daglega dynja á okkur fréttir um eymd,
sjúkdóma, glæpi, stríð, mengun og hamfarir
og sumir taka tíðindin óskaplega nærri sér
enda vont að glasið
sé alltaf hálf tómt.
Johan Norberg,
sagnfræðingur og
rithöfundur, segir
aðra sögu og styður
hana margvíslegum
staðreyndum: Fátækt
hefur minnkað,
heilsufar snarbatnað,
dregið hefur úr
ofbeldi og stríðum
fækkað.
Fæst: Hjá
Bókafélaginu og í
helstu verslunum sem
selja bækur
Verð: 2.550 kr.
FYRIR
TÆKNI-
TÝPUNA
FYRIR SKVÍSUNA
eðA SKVÍSANN FYRIR
NeIKVÆðU
TÝPUNA
FYRIR
MeNNINGAR-
VITANN
Þessi flotta Canon-vél er af
tegundinni G9 X (Mark II).
Hana er hægt að tengja beint
við wi-fi net og bluetooth.
Verð: 69.000 kr.
Fæst: Hjá Beco
St. tropez brúnkumeðFerð
Í svartasta skammdeginu getur verið
gott að lífga upp á útlitið með svolítilli
sólarbrúnku.
St. Tropez merkið frá Kaliforníu ku
vera fremst meðal jafningja í fram-
leiðslu á þessum „self tan“ vörum sem
njóta mikilla vinsælda um allan heim.
Vinsælustu vörurnar í dag eru
Express brúnkufroðan sem notast
bæði á andlit og líkama, Instant Tan
Gloss sem gefur mjög fallega áferð,
og Express taumaski fyrir andlit ásamt
sérlegum hanska til að bera kremin á.
Fæst: Til dæmis hjá Lyfjum og Heilsu
Verð: Express froðan – 6.598 kr.,
Instant Tan Gloss – 2.744 kr., Express
taumaski fyrir andlit, - 1.472 kr.
„andlitSlyFting í krukku“ Frá
glamglow „Andlitslyfting í krukku“ kalla fram-
leiðendur Gravity Mud Firming maskann frá
Hollywood. Maskinn er hugsaður fyrir 30 ára
og eldri. Hann þéttir og stinnir húðina á um
það bil hálftíma, tilvalinn undirbúningur fyr-
ir hátíðleg tilefni eða aðrar góðar stundir
þar sem fólk vill skarta sínu fegursta.
Fæst: Til dæmis hjá vefversluninni
Fotia.is, í Lyfjum og Heilsu, Hagkaup-
um, Lyfju og fleiri snyrtivöruverslunum.
Verð: Um 9.390 kr.
niSti Frá hlín reykdal Inn í þessi fallegu nisti frá
íslenska hönnuðinum Hlín Reykdal er hægt að setja myndir,
ljóð, teikningar eða leyndarmál.
Fæst: Hjá Hlín Reykdal Concept Store, Fiskislóð 75 úti á Granda
Verð: 8.900 kr.
Njóttu vel
GJAFAKORT
gJaFakort í leikhúSin
Gjafkort í Þjóðleikhúsið eru á sérstöku
tilboðsverði fyrir jól, kosta 4.950 kr. og gilda
á sýningu að eigin vali. Í undantekningartil-
fellum er greitt aukagjald þegar um hækkað
miðaverð er að ræða. Gjafakort eru afhent í
fallegri öskju.
Gjafakortin í Borgarleikhúsið gilda fyrir tvo
og kosta frá 9.900 kr. en verð er misjafnt eftir
sýningum. Í Borgarleikhúsinu er einnig hægt
að panta ljúffengar snittur eða tapasrétti til að
njóta fyrir sýningu eða í hléi.
Fæst: Hjá Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu.
Verð: Frá 4.950 kr. (fyrir eitt sæti)
tónleikar með nick caVe
Íslendingar hafa löngum haft
mikið dálæti á hinum ástralska
Nick Cave. Hann verður á tón-
leikaferðalagi um Evrópu næsta
sumar og kannski tilvalið að
splæsa í tvo miða?
Fæst:Best að kaupa á netinu.
Frekari upplýsingar um staði og
tímasetningar á www.nickcave.
com/live
Verð: Mismunandi eftir löndum
– til dæmis kostar miðinn 56 evrur
á tónlistarhátíðina inMusic sem
haldin verður í Zagreb í Króatíu
26. júní 2018
teiknikol Er listamaður eða listakona
sem þig langar að gleðja? Mögulega
einhver sem á eftir að koma út úr skápn-
um í þessum skilningi? Hér er allt í einum
pakka til að byrja að teikna með kolum.
Fínt að para með fallegri teikniblokk.
Fæst:Í Pennanum Eymundsson
Verð: 3.649 kr.