Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.2017, Síða 60
60 Helgarblað 22. desember 2017
Orðabanki Birtu: Snobb
„ Láttu smátt, en hyggðu hátt
Heilsa kátt ef áttu bágt
Leik ei grátt við minni mátt
Mæltu fátt og hlæðu lágt
- Einar Benediktsson – „Staka“
48
ára
66
ára
49
ára
Guðmundur Guðmundsson
Starf: 23. desember 1960
Fædd: Handboltaþjálfari
Linda Pétursdóttir
Starf: Lífsstílsráðgjafi
Fædd: 27. desember 1969
Lárus PáLL óLafsson
Starf: Lífskúnstner og framkvæmdastjóri
Fædd: 28. desember 1968
Edda andrésdóttir
Starf: Fréttamaður
Fædd: 28. desember 1951
57
ára
Afmælisbörn vikunnar VEL mæLt
Snobb er ekkert annað en fánýtleg eftirsókn eftir upp-hefð og fólk sem er snobbað
lítur óþarflega mikið upp til þeirra
sem hafa einhvern titil eða stöðu í
samfélaginu.
Orðið er upprunalega enskt og
virðist í öndverðu hafa verið notað
um fólk af lægri stéttum og stigum
sem vildu tileinka sér siði og hætti
yfirstéttarinnar og komast þannig
ofar í virðingarstigann. Orðið varð
fyrst vinsælt í Cambridge háskólan-
um en þar lýstu nemendum öllum
þeim sem ekki voru í skólanum sem
„snobs“.
Stofnun Árna Magnússonar í
íslenskum fræðum lýsir snobbi sem
höfðingjasmjaðri, fánýtri eða hé-
gómlegri eftirsókn eftir upphefð þar
sem lágstéttarmanneskja smjaðr-
ar fyrir höfðingjum og er haldin
hégómlegri sýndarmennsku. Íslensk
samheiti yfir þetta frábæra orð eru
til dæmis hið frábæra orð tildur-
gosi og einnig dyndilmenni, dusill,
dyndill, höfðingjasleikja, snobb-
hæna, ríkismannakrassi, smámenni
og taglhnýtingur.
Önnur orð sem lýsa fyrirbærinu
sjálfu í skyldri mynd eru til dæmis:
smjaður, smjaðurmæli, blíðmæli,
dyndilmennska, fagurgali, flaður,
flaðurgirni, flaðurmæli, flaðuryrði,
fleðulæti, fleðuskapur, flírulæti,
hræsni, kjassmæli, miga, mjúkmæli,
skjall, skjallmælgi, sleikjuháttur,
sléttmælgi, uppmiga, uppmigu-
háttur og uppskafningsháttur svo
fátt eitt sé nefnt.
Hann Er
óttaLEGur
tiLdurGosi oG
Hún Er bara
snobbHæna