Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 74

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2017, Qupperneq 74
74 Áramótablað 29. desember 2017 það sáu enda fátt um fína drætti þegar kom að skemmtanamálum borgarbúa. Á gamlárskvöld þetta ár framlengdu drengirnir í fjörinu ásamt stúdentum þaðan og frá Kaupmannahöfn. Þeir klæddu sig upp sem ljósálfa eða svartálfa og gengu niður að Tjörninni í Reykjavík með blys í hönd þar sem þeir dönsuðu og sungu álfasöngva. Upp úr þessu skapaðist svo hefðin fyrir því að heilsa formlega upp á álfa við áramótabrennurnar þó að blessaðir álfarnir hafi reyndar fylgt okkur mikið lengur. Á hvaða vikudegi hefst nýja árið? Þó við höldum upp á áramót um mánaðamótin 31. desember og 1. janúar hafa tímasetningar þeirra verið breytilegar í gegnum tíðina. Hér á Íslandi verður 1. janúar að nýársdegi á 16. öld en fram að því höfðu áramót verið á jólum. Jólanótt var þá líka nýársnótt og var hún talin ansi mögnuð enda hlaðin hjátrú hvers konar. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar eru frásagnir af ýmsum kreddum sem tengjast til dæmis áramótun- um og veðurfari. Fólk trúði því að ef fyrsti dagurinn í janúar félli á sunnudegi yrði veturinn spak- ur og staðvindasamur, sumarið þurrt, heyskapur mikill, vöxtur góður í nautum, kerlingadauði, nægð og friður eins og segir í þjóðsögunum. Verra væri það ef 1. janúar félli á laugardag. „Þá ferst sauðfé og þá deyja gamlir menn.“ Komi þeir sem koma vilja Þá var það lengi siður, og líklega til gamans, að bjóða álfum heim á gamlárskvöld því þegar þeir fluttu sig búferlum, gat verið að þeir litu inn á bæjunum. Sópaði þá húsmóðirin bæinn horna á milli og setti ljós í hvern krók og kima, svo að hvergi bæri skugga á. Gekk hún síðan út og í kringum bæinn þrem sinnum svo segjandi: “Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu.“ Ljós var oft látið loga í öllum hornum alla nóttina. Og mjög lengi þótti sjálfgert að láta a.m.k. eitt ljós lifa í húsi á jóla- og nýársnótt. Þá eru til sagnir um húsmæður, sem báru mat á borð handa álfum á afviknum stað á þessum nóttum. Átti það ævinlega að vera horfið að morgni, þótt ekki sé grunlaust um, að mennsk- ir búálfar hafi þar tekið ómakið af hinum. Krossgötur og andlegar álfaþolraunir Krossgötur hafa mikla merkingu í bæði trú og hjátrú hjá flestum þjóðum og þá sérstaklega þegar kemur að því að standast einhvers konar freistingar eða breyta til hins betra. Nýársnótt þótti mjög þýðingarmikil tímasetning en þá fara alls konar verur á stjá og því um að gera fyrir hugrakka að mæta þessum fyrirbærum með vilja- styrkinn að vopni. Þetta minnir til dæmis á bandarískar sögur af því þegar skrattinn sjálfur mætir með freistingarnar að krossgötum, helst í skiptum fyrir sálina í þeim sem þar húkir. Hér voru það hins vegar álfar sem óskuðu eftir geðheilsu manna í skiptum fyrir góss. Mættu með hvers konar gersemar á nýársnótt, klæði, mat, drykk, gull og silfur. Ef ekkert gekk brugðu þeir sér jafnvel í dulargervi náinna ættingja og báðu mann að koma heim. Þá skipti máli að haggast ekki og halda þetta út þar til dagur rynni upp. Þá átti krossgötuhetjan að standa upp og segja: „Guði sé lof, nú er dagur um allt loft.“ Við þetta áttu álfarnir að hverfa hviss-bang-búmm en eftir varð góssið úr álfheimum sem viðkom- andi mátti þá hirða. Hafi sú eða sá sem sat á krossgötunum yfir nóttina hins vegar svarað álfunum varð viðkomandi vitstola og ekki mönnum sinnandi. Þetta kom til dæmis fyrir hann Fúsa (Þjóðsögur Jóns Árnasonar) sem sat úti á jóla- nótt og stóðst lengi þangað til ein álfkonan kom með stóra flotskildi og bauð honum að bíta í. Þá leit Fúsi við og sagði það sem síðar er að orðtæki haft: „Sjaldan hef ég flotinu neitað“. Beit hann þá bita úr flotskildinum, trylltist og varð vitlaus. Best að sleppa því. „Fólk trúði því að ef fyrsti dagurinn í janúar félli á sunnudegi yrði veturinn spakur og staðvindasamur, sumarið þurrt, hey- skapur mikill, vöxtur góður í nautum, kerlingadauði, nægð og friður eins og segir í þjóðsögunum. Verra væri það ef 1. janúar félli á laugar- dag. „Þá ferst sauðfé og þá deyja gamlir menn. Á krossgötum Krossgötur hafa mikla merkingu í bæði trú og hjátrú hjá flestum þjóðum og þá sérstaklega þegar kemur að því að standast einhvers konar freistingar eða breyta til hins betra. Nýársnótt þótti mjög þýðingarmik- il tímasetning en þá fara alls konar verur á stjá og því um að gera fyrir hug- rakka að mæta þessum fyrirbærum með viljastyrkinn að vopni. Mynd Jonatan Pie Flugeldar Á miðnætti Að skaupinu loknu förum við út að skjóta upp flugeldum enda þarf að brenna gamla árinu í burtu. Mynd Carlos doMínguez
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.