Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 7
Helgarblað 12. janúar 2018 fréttir 7
sem hafa komist í kynni við sam-
tökin síðustu misserin, einkum
fyrrverandi starfsmenn. Þeir hafa
allir staðfest að samskipti ýmissa
starfsmanna og yfirmanna við
skjólstæðinga hafi verið óeðlileg
og ósiðleg. Að minnsta kosti tve-
ir starfsmanna hafi átt í lengra
sambandi, ástarsambandi, við að
minnsta kosti þrjá skjólstæðinga,
á meðan þeir hafi verið í meðferð
á heimilinu. Rétt er að hafa í huga
að skjólstæðingar Krýsuvíkur-
heimilisins eru alla jafna afar illa
settir andlega, og jafnvel líkam-
lega, og oftar en ekki flytja þeir
þangað inn af götunni. Þá greiða
skjólstæðingar fyrir vistina.
„Í raun og veru er þetta lands-
liðið í neyslu, fólkið sem er við
það að fara að deyja. Það voru
ógnvekjandi aðstæður og ég fékk
á engan hátt nægilegan stuðning
né þjálfun til þess að sinna því
starfi. Enginn sem þarna starfar er
með menntun við hæfi. Það kem-
ur læknir einu sinni í viku sem og
ráðgjafi varðandi kynferðisbrot.
Að öðru leyti eru starfsmenn að
mestu ómenntaðir,“ segir fyrrver-
andi starfsmaður. Þá segist hún
strax hafa tekið eftir skrýtnum
vinnubrögðum og áherslum for-
stöðumannsins, Þorgeirs Ólason-
ar. „Hann sat á fundum, alltaf að-
eins hærra uppi en við og horfði
valdsmannslega yfir okkur. Ef við
vorum að ræða um einhvern
skjólstæðing þá gerði hann oft
athugasemdir eins og „eigum
við ekki að reka hann?“ eða „er
hann ekki bara að klæða sig í
jakkann í þessum töluðu?“. Ég
hugsaði oft hvernig hann gæti
eiginlega hagað sér svona,“ segir
annar starfsmaður.
Björn kærður fyrir
kynferðisbrot
Samkvæmt heimildum DV eru
skýrar reglur gegn samneyti
starfsmanna við skjólstæðinga,
rétt eins og á öðrum meðferðar-
stofnunum. Heimildarmenn DV
upplýstu hins vegar um að þegar
í eitt skiptið komst upp um slíkt
brot starfsmanns þá hafi hann
verið leystur frá störfum sem ráð-
gjafi en að hann hafi skömmu
síðar verið ráðinn aftur sem bíl-
stjóri fyrir heimilið. Jafnvel þó að
þá hafi þegar verið starfandi bíl-
stjóri en hann var látinn fara til
að koma hinum brotlega starfs-
manni aftur til starfa. Sögðu
heimildarmenn DV að þetta væri
aðeins eitt af mörgum dæmum
um frændhygli stjórnenda. Um-
ræddur starfsmaður var ekki
löngu síðar aftur bendlaður við
ósæmilegt athæfi gagnvart skjól-
stæðingi og hefur hann nú vegna
þess verið kærður til lögreglu fyrir
kynferðisbrot. Konan staðfesti við
DV að hafa kært manninn.
Maðurinn, sem heitir Björn
Ragnarsson, er um sextugt en
skjólstæðingurinn um tvítugt. Í
samtali við DV við Björn gengst
hann við því að hafa farið út fyr-
ir siðferðisleg mörk í samskiptum
sínum við skjólstæðinga en neitar
alfarið að hafa brotið gegn þeim
kynferðislega eða að hafa átt við
þá kynferðislegt samneyti. Svör
hans í heild má lesa á öðrum stað
í umfjölluninni.
„Ég lagði fram kæru,“ segir
konan sem kveðst þrátt fyrir það
sem á undan hafi gengið elska
Krýsuvík og segir meðferðina
hafa bjargað lífi hennar. „Ég veit
ekki hvar kæran er stödd í kerf-
inu. Hann var látinn fara og ég hef
engan áhuga á að vita hvar hann
er niðurkominn.“
Auðvelt sé að misnota sér
traust skjólstæðinga.
„Það er svo auðvelt að verða
hrifinn af ráðgjafanum sínum.
Það verður svo mikil nánd á milli
ráðgjafa og skjólstæðinga og fólk
treystir þér fyrir lífi sínu og öll-
um áföllum sem það hefur orðið
fyrir og hefur jafnvel aldrei treyst
öðrum fyrir. Maður ert skyndi-
lega bjargvættur þeirra og skjól-
stæðingarnir dýrka mann, þeir
elska mann út af lífinu. Maður
ert fyrsta manneskjan sem viður-
kennir þá. Þess vegna eru mjög
strangar siðareglur,“ segir fyrr-
verandi starfsmaður og bætir við:
„Þessar reglur eru bara ekki virt-
ar.“
Nokkrir starfsmenn og skjól-
stæðingar sem DV hefur rætt
við telja að yfirmaður með-
ferðarheimilisins, Þorgeir, hafi
átt í óeðlilegum samskiptum við
skjólstæðing. Þorgeir, sem er um
fimmtugt, er sagður eiga í sam-
bandi við konu á þrítugsaldri
sem hefur verið án vímuefna í
skamman tíma. Rík áhersla er
lögð á það í meðferðum bæði á
Krýsuvík og hjá SÁÁ að fólk ein-
beiti sér að eigin bata eftir með-
ferð og forðist sambönd fyrst í
stað. Þykir fyrrverandi starfsfólki
Þorgeir ekki vera góð fyrirmynd í
þeim efnum, bæði fyrir ráðgjafa
og skjólstæðinga hans.
„Ég dey í kvöld“
Heimildarmenn DV upplýstu
blaðamenn um annað sláandi
og sorglegt dæmi um að reglum
heimilisins hafi verið beitt í þágu
vildarvina stjórnenda. Meðal
skjólstæðinga heimilisins á síð-
asta ári var áðurnefndur Jón
Einar Randversson, rúmlega þrí-
tugur maður sem stóð sig vel í
meðferðinni og var á réttri leið.
Skömmu síðar kom kona í með-
ferð á heimilið en hún var frænka
eins lykilstarfsmanns. Hún og Jón
Einar áttu sér forsögu sem par en
reglur eru hins vegar stífar um
samneyti skjólstæðinga. Tekið
skal fram að þau höfðu verið par
þegar þau voru á unglingsaldri.
Þegar slíkar eða aðrar svipað-
ar aðstæður eru uppi setur heim-
ilið jafnan upp samskiptabann
„Hann var
látinn
fara og ég hef
engan áhuga
á að vita hvar
hann er niður-
kominn
Jón Einar Randversson
Fyrrverandi starfsmenn
gagnrýna brottvísun Jóns
Einars. Degi síðar fannst
hann látinn.