Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 8
8 Helgarblað 12. janúar 2018fréttir
milli skjólstæðinga og brot gegn
þeim varðar brottrekstur. Sam-
kvæmt heimildum DV leitaði
konan engu að síður eftir því að
ná samskiptum við Jón Einar og
var að lokum tilkynnt um að þau
hefðu átt í samskiptum á heimil-
inu. Fyrrverandi starfsmenn sem
DV hefur rætt við segja heimilið
lítið og á sex mánaða tímabili sé
ekki hjá því komist að eiga í ein-
hverjum samskiptum.
Vegna tengsla konunnar við
áður nefndan lykilstarfsmann
heimilisins var hins vegar ákveðið
að líta framhjá brotinu. Í kjölfar-
ið kom betur í ljós að konan var
hinn mesti vandræðagripur á
heimilinu og fór að lokum svo að
stór hluti annarra skjólstæðinga
óskaði eftir að vera settur í sam-
skiptabann við hana. Þá var
ákveðið að taka gamla brotið
aftur upp og vísa henni af heim-
ilinu. Hins vegar var jafnframt
ákveðið að vísa Jóni Einari á brott
en sem fyrr greinir hafði hann að
öðru leyti staðið sig með prýði í
meðferðinni og var á réttri leið.
Samkvæmt heimildum DV mun
hann hafa brotnað niður við tíð-
indin og grátið sín örlög að við-
stöddum öðrum skjólstæðingum
og starfsmönnum. Mun hann
þá meðal annars hafa sagt: „Ég
dey í kvöld.“ Sama dag var ekið
með Jón Einar frá heimilinu og
hann skilinn eftir við bensínstöð
í Hafnarfirði. Daginn eftir lést Jón
Einar vegna of stórs skammts af
eiturlyfjum.
„Jón Einar var búinn að standa
sig rosalega vel. Það var aldrei
vesen. Hann var búinn að vera í
meðferð í níu vikur þegar honum
var fórnað til þess að réttlæta aðra
brottvikningu,“ segir fyrrverandi
skjólstæðingur. Jón Einar brotn-
aði algjörlega saman. Hann há-
grét og sagði „ég dey“.“
Jón Einar ræddi við félaga sína
á staðnum. „Að mínu viti var ekk-
ert vesen á honum. Hann brotn-
aði niður fyrir framan okkur alla
og sagði: „Ég á ekki eftir að meika
þetta. Ég mun deyja.“ Hann var
síðan keyrður á bensínstöð í
Hafnarfirði og skilinn þar eft-
ir með dótið sitt. Hann fór og dó.
Þetta hefði ekki átt að gerast.“
Þá var aðstandendum Jóns
Einars ekki kunnugt um af hverju
hann var látinn farinn. „Fólk hef-
ur haldið að þarna væri vand-
ræðagemlingur og hann hefði
gert upp á bak. Það var langur
vegur frá. Þessi strákur átti ekki
að deyja,“ segir annar heimildar-
maður sem þekkir vel til í Krýsu-
vík.
Óttastjórnun og einstaklings-
bundnar reglur
Stjórnunarháttum og hegðun
lykilstarfsmanna í garð skjól-
stæðinga hafa heimildarmenn
DV einnig lýst sem harðneskju-
legum og á köflum mjög grófum. Í
viðtali í 30 ára afmælisriti samtak-
anna árið 2016 lýsti Þorgeir Óla-
son meðferðinni meðal annars
þannig að í henni fælist mikill
innri sveigjanleiki. Meðferðar-
úrræðið væri byggt á tilteknum
grunni sem síðan væri sérsniðinn
hverjum og einum skjólstæðingi.
Samkvæmt heimildum DV
virðist þessi sveigjanleiki einnig
gilda um hvernig skjólstæðingum
ber að umgangast húsreglurn-
ar eða aðrar meðferðarreglur.
Hafa fyrrverandi starfsmenn lýst
því að stjórnendur og ráðgjafar
beiti óspart óttastjórnun gagn-
vart skjólstæðingum og hóti þeim
sífellt brottrekstri ef þeir haga
sér ekki eins og kröfur eru gerð-
ar um. Þeir hiki jafnframt ekki við
að standa við þær hótanir og oft
fyrir litlar sakir. Hins vegar sé allur
gangur á því hvaða eða hvers kyns
brot á reglum teljist leiða til brott-
reksturs. Sumum skjólstæðing-
um leyfist meira en öðrum og fá
að halda meðferð áfram þrátt fyrir
eitt eða fleiri brot á reglum.
Í öðrum tilfellum nægi hins
vegar ef skjólstæðingur misstíg-
ur sig einu sinni, til dæmis miss-
ir af eða skrópar á einn hópfund.
Oftast sé þá um að ræða skjól-
stæðinga sem stjórnendum þyk-
ir af einhverjum ástæðum óæski-
legir og er þá gengið á lagið til
að losna við þá af heimilinu við
fyrsta brot. Samkvæmt tölum
sem samtökin hafa sjálf birt hefur
fjöldi skjólstæðinga sem útskrifa
sig sjálfir innan þriggja mánaða
eða eru reknir ávallt verið mikill,
það átti sem dæmi við um 60 pró-
sent allra skjólstæðinga heimilis-
ins árið 2013.
Að sögn fyrrverandi ráðgjafa
má líkja framkomu ráðgjafa og
stjórnenda við andlegt ofbeldi.
„Það var götustelpa sem hafði
komið áður inn. Í þetta skipti var
hún mjög veik, bæði af neyslu og
undirliggjandi sjúkdóm. Hún var
sem sagt mjög brotin og sat í set-
ustofunni fyrir framan eldhúsið
og fékk sér kaffi. Það var verið að
ræða daginn og veginn en allt í
einu var byrjað að ræða almennt
hreinlæti og þá sagði stelpan að
hún hefði alltaf verið duglega að
halda sér hreinni á meðan hún
var á götunni. Þá kom einn ráð-
gjafi þarna og hreytti í hana að
það væri djöfulsins kjaftæði.
Hann hefði séð hana í því ástandi,
hún hefði verið ógeðsleg með
klepra í hárinu og meikklessur á
andlitinu. Þarna var síðasta arðan
af sjálfsáliti og reisn rifin af stelp-
unni. Ég var agndofa,“ segir kon-
an.
„Það er mikil starfsmannavelta
á Krýsuvík. Það er eitt og ann-
að vel gert en ég tel nauðsynlegt
að rétta skútuna af,“ segir Berg-
lind Ólafsdóttir sem starfaði í eitt
og hálft ár á Krýsuvík. Hún tel-
ur að hægt sé að gera mun bet-
ur í meðferðarstarfinu. Hún vildi
að öðru leyti ekki tjá sig um hin-
ar alvarlegu ásakanir annarra,
fyrrverandi starfsmanna og skjól-
stæðinga.
„Mín hlið skiptir engu máli“
S
á sem var kærður fyrir meint kynferðisbrot heit-
ir Björn Ragnarsson og var náinn vinur Þorgeirs
Ólasonar forstöðumanns. Hann starfaði fyrst sem
ráðgjafi um tíma en var vikið frá störfum fyrir
meint ástarsamband við skjólstæðing.
Hann var síðan ráðinn aftur nokkrum mánuðum síð-
ar og þá sem bílstjóri fyrir skjólstæðinga. Á meðan hann
gegndi þeirri stöðu var hann sakaður um nauðgun og
var honum því sagt upp störfum. Í samtali við DV gengst
Björn við óeðlilegum samskiptum við skjólstæðinga
Krýsuvíkursamtakanna en vísar ásökunum um kynmök
og kynferðisbrot alfarið á bug.
„Ég fór út fyrir öll mörk varðandi samskipti mín við
skjólstæðinga. Það voru óeðlileg samskipti, daður, faðm-
lög og léttir kossar á kinn og eitt sinn á háls. Það er hins
vegar af og frá að ég hafi stundað þeim kynlíf,“ seg-
ir Björn. Hann segist fyrir löngu hafa áttað sig á því að
hann sé berskjaldaður gagnvart ásökunum. „Mín hlið
skiptir engu máli, ég er búinn að átta mig á því. Ég er
miðaldra karlmaður og því á ég engan séns,“ segir Björn,
sem segist upplifa fullkomna útskúfun frá sínum gamla
vinnustað og vinnufélögum.
Hann segist hafa hrunið gjörsamlega eftir uppsögn-
ina. „Ég er búinn að eiga mjög erfitt og meðal annars
reynt að svipta mig lífi tvisvar. Ég er bara á núlli, á byrj-
unarreit og er að reyna að púsla lífi mínu saman,“ segir
Björn.
Þá segist hann vera afar feginn að vera laus úr þess-
um aðstæðum hjá Krýsuvíkursamtökunum. „Ég kaus að
fara í aðstæður sem ég réð ekki við án þess að hafa nægi-
legan stuðning. Ég er sjálfur alkóhólisti og þarf að glíma
við mína bresti og siðleysi tengt því, það gerði eflaust að
verkum að ég sá ekki hvað ég var að gera rangt á sínum
tíma. Þessar aðstæður sem skapast, þegar þú ert sjálfur
veikur og ert að reyna að meðhöndla þá allra veikustu,
eru mjög erfiðar og að mínu mati verða að endingu all-
ir jafn veikir, starfsfólk og skjólstæðingar, ef ekkert er að
gert. Þú þarft að hafa góðan stuðning, einhvern til þess
að fylgjast með og pikka í þig og spyrja hvað sé í gangi,“
segir Björn.
Hann segir að upphaflega hafi verið boðið upp á
handleiðslu fyrir ráðgjafa en því hafi verið hætt fyr-
ir rúmum tveimur árum. Þá hafi fljótt molnað undan
honum. „Ástandið var alveg brjálað þarna og eins og
í öllum alkóhólistafjölskyldum þá eru allir meðvirkir,
starfsmenn og stjórnarmenn. Þetta er mjög lasið and-
rúmsloft,“ segir Björn.
Eins og áður segir viðurkennir Björn fúslega að
hafa farið yfir strikið með tveimur skjólstæðingum
en vísar því alfarið á bug að kynmök eða kynferðis-
brot hafi átt sér stað. „Það myndast mjög náið sam-
band milli skjólstæðinga og ráðgjafa og auðvelt að
fara út fyrir mörk í þeim efnum. Sumar stúlkur döðr-
uðu við mann og gáfu til kynna að þær hefðu mikinn
áhuga á manni. Það kitlaði að sjálfsögðu en að sama
skapi þarf maður að hafa í huga það brenglaða valda-
jafnvægi sem þarna er í gangi milli ráðgjafa og skjól-
stæðings. Ég fór út fyrir mörk í samskiptum en ég er
ekki kynferðisafbrotamaður. Allar ásakanir um slíkt
eru lygi,“ segir Björn. „ Þessi
strákur
átti ekki að
deyja
Þorgeir Ólason Forstöðumaður meðferðarheimilisins.