Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 22
22 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 12. janúar 2018 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri: Kristjón Kormákur Guðjónsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 Spurning vikunnar Vissi að hann myndi deyja J ón Einar Randversson vissi að komið væri að endalokunum þegar honum var vísað úr meðferð á heimili Krýsuvíkursamtakanna. Jón Einar hafði gengið í gegnum erfiðleika en var allur af vilja gerður til að koma lífi sínu á réttan kjöl – og honum gekk vel og framtíðin virtist nokkuð björt. En þá kom höggið. Jóni Einari var vísað úr meðferð fyrir litlar sem engar sakir eins og lesa má í sláandi fréttaskýringu DV í dag um Krýsuvíkursamtökin. „Ég dey í kvöld,“ mun Jón Einar hafa sagt þegar ljóst var að hann þyrfti að yfirgefa meðferðarheimilið þennan örlagaríka dag í október síðastliðnum. Og daginn eftir lést hann vegna of stórs skammts af eiturlyfjum. Við þessi hörmulegu örlög þessa unga manns bætast við frá- sagnir af frændhygli, óviðeigandi samskiptum, óttastjórnun, hót- unum og meintu kynferðisbroti starfsmanns hjá Krýsuvíkursam- tökunum. Það er ljóst að víða er pottur brotinn í starfsemi samtak- anna sem fá milljónir úr vösum skattgreiðenda á hverju ári. Enginn efast um að mörg með- ferðar- og áfangaheimili á Ís- landi vinna göfugt og nauðsynlegt starf og hafa hjálpað ótalmörg- um að fóta sig í lífinu eftir erfiða tíma. Í því samhengi þarf ekki að leita lengra en til Lalla Johns sem fagnar því að fjögur ár eru síðan hann bragðaði síðast áfengi eins og fram kemur í viðtali við hann í DV í dag. Til að gæta allrar sann- girni hafa Krýsuvíkursamtökin að mörgu leyti unnið gott starf, hjálpað fólki og bjargað manns- lífum, en einhvers staðar hafa þau villst af leið eins og umfjöllun DV í dag leiðir í ljós. Þau virðast því miður leynast víða skemmdu eplin sem nýta sér neyð okkar minnstu bræðra eins og ítrekað hefur verið fjallað um á undanförnum árum. Tíu ár eru síðan Byrgismálið kom upp og í kjölfarið kom holskefla af hryll- ingssögum frá fyrri tíð; má þar nefna Breiðavíkurmálið, Silunga- poll og Kumbaravog svo dæmi séu tekin. Þótt þessi mál séu í eðli sínu ólík eiga þau það sammerkt að fólk sem gat illa borið hönd fyrir höfuð sér var beitt einhvers konar ofbeldi. Ofbeldismenn þrífast best í þögninni sem umlykur óhæfu- verkin, slæmu meðferðina og það óeðlilega. Fólk sem leitar sér að- stoðar vegna fíknivanda verð- ur að geta treyst því að tekið sé á móti því með opnum örmum, því sýnd virðing en á sama tíma verð- ur að tryggja að starfsfólk hafi ekki uppi óeðlileg samskipti við skjól- stæðinga sem oft standa afar höll- um fæti andlega. Samfélag okkar verður að leggjast á eitt og standa saman gegn ofbeldi og slæmri meðferð. Það er ekkert sem réttlætir það að fólk sem vill leita sér hjálpar – og stendur sig vel – sé beitt ein- hvers konar órétti, stundum með hörmulegum afleiðingum eins og margt bendir til að hafi átt sér stað í máli Jóns Einars. DV strengdi það áramótaheit á dögunum að vera til staðar fyrir þá sem hafa verið beittir ofbeldi eða öðru óréttlæti og þurfa á rödd að halda. Umfjöll- un okkar um Krýsuvíkursamtökin er fyrsta skrefið á þeirri leið. n Björt undir feld Björt Ólafsdóttir mun vera að íhuga hvort hún gefi kost á sér til að leiða lista Bjartrar fram- tíðar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. Björt féll af þingi síðasta haust og tók við formennsku í flokkn- um af Óttari Proppé. S. Björn Blön- dal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, gefur ekki kost á sér og ef vinsældir ríkisstjórnar- innar haldast á næstu miss- erum verða rúmlega fjögur ár þangað til Björt fær annað tækifæri til að ná kjöri. Fjögur ár eru óralangur tími í stjórn- málum og ef Björt vill halda flokknum á lífi með sig í forystu þá er fátt annað í stöðunni en að komast í borgina. Ekki óskoraður leiðtogi Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ekki jafn óskoraður leiðtogi Eyjamanna og virðist á yfirborðinu. Milli jóla og nýárs bárust óljósar fréttir af því að Sjálfstæðis- menn í Eyjum, sem ráða þar lögum og lofum, myndu halda sitt fyrsta prófkjör í 28 ár. Á fundi í vikunni var prófkjör hins vegar slegið af borðinu og mun fulltrúaráð en ekki al- mennir Sjálfstæðismenn kjósa hverjir verða á listanum. Elliði sagði opinberlega að hann væri ánægður að fara í próf- kjör en mun hafa beitt sér bak við tjöldin til að koma í veg fyrir það. Það skyldi aldrei vera að Eyjamenn séu ekki allir á bandi bæjarstjórans? Ertu spennt/ur fyrir EM í handbolta? „Já, ég held að okkur muni ganga vel“ Hörður Ragnarsson „Svona temmilega. Okkur mun ganga vel ef Aron Pálmarsson spilar“ Ingvar Þór Gylfason „Ég er ekkert sérstaklega að fylgjast með þessu“ Diljá Sævarsdóttir „Já, það er ég. Þeir hafa alla burði til að ná góðum árangri“ Eiríkur Sæland Leiðari Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is É g tel að það séu ekki rekstrar- forsendur til þess að setja 70 milljarða í Borgarlínu því hún tekur ekki mið af byltingunni sem er að fara af stað í samgöngumálum sem snýr að sjálfkeyrandi bílum og fleiru. Því tel ég það úr takti að ætla að fara að eyða öllum þessum fjármun- um þegar það er svo margt að ger- ast í samgöngumálum í heimin- um. Það þarf að breikka og byggja önnur samgöngumannvirki en þar þarf líka að horfa til framtíðar- innar. Ég hef ekki trú á því að þessi Borgarlína sé framtíðin, við þurf- um að staldra við og sjá hvað ger- ist. Með sjálfkeyrandi bílum verða samgöngur skilvirkari og öruggari, krafan mun verða að styðja við sjálf- keyrandi bíla og þá er Borgarlína engin lausn.“ F ólk áttar sig ekki alltaf á því að það er grundvallarmun- ur á samgöngum í borg og í dreifbýli. Höfuðborgar- svæðið er orðið borg og í borgum er samkeppni um fermetrana. Í dag myndi enginn byggja risa- stórt einbýlishús með garði í miðborginni. Það sama á við um samgöngur, það er ekki enda- laust pláss í borgarumhverfi fyrir einkabíla. Strætó í dag situr fastur í umferðinni en Borgarlína veitir honum forgang fram yfir bílana og þá verða almenningssam- göngur þægilegur valkostur fyr- ir fleiri. Hinn valkosturinn leið- ir bara til meiri tafa og þrengsla. Rafbílar munu líka sitja fastir því það er ekki pláss. Bílum mun áfram fjölga og það er áfram gert ráð fyrir tugum milljarða í vegabætur, Borgarlínan á hins vegar að verða til þess að fjölgunin verði meiri í almenningssamgöngum en í bílum.“ MEð oG á MótI – Borgarlína Lilja G. Karlsdóttir samgönguverkfræðingur Sævar Þór Jónsson lögmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina MEð á MótI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.