Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 24
24 sport Helgarblað 12. janúar 2018 að gera í dag? Hvað eru fyrrverandi atvinnumenn Heiðar Helguson Málari Ár í atvinnumennsku: 15 Landsleikir: 55 Eftir magnaðan feril í atvinnumennsku flutti Heiðar heim til Íslands. Þessi fyrr- verandi sóknarmaður er ekki týpan sem getur lengi setið kyrr. Skömmu eftir að Heiðar lauk farsælum ferli keypti hann sér bát og kvóta, hann var trillu karl og gerði bát sinn út frá Hafnarfirði. Hann seldi síðan bátinn og starfar í dag sem málari. Heiðar var harður í horn að taka sem leikmaður og kallar ekki allt ömmu sína, sama hvort það varði boltann eða pensilinn. Auðunn Helgason Lögmaður Ár í atvinnumennsku: 7 Landsleikir: 35 Auðunn á og rekur sína eigin lögmannsstofu. Lögmannsstofa Auðuns Helgasonar tók til starfa 1. september 2015 á Höfn í Horna- firði. Auðunn lauk meistaraprófi í lögfræði og fullnaðarprófi í lögfræði frá lagadeild Háskólans í Reykjavík í júní 2013 og fékk réttindi til að vera héraðsdóms- lögmaður í október 2014. Auðunn hefur sérhæft sig á sviði stjórn- sýsluréttar, skaðabótaréttar, vátryggingaréttar, félagaréttar og samninga- og kröfuréttar. Lárus Orri Sigurðsson Forstöðumaður Þelamarkar Ár í atvinnumennsku: 10 Landsleikir: 42 Harðjaxlinn frá Akureyri átti flottan feril á Englandi. Hann var öflugur varnarmaður en hann lék með Stoke og West Brom. Hann kom síðan heim og lauk ferlinum með Þór á Akureyri og ÍA. Skömmu eftir að Lárus kom heim gerðist hann forstöðumaður Þelamarkar sem er rétt fyrir utan Akureyri þar sem hann sér um rekstur á sundlaug og öllu því sem er í gangi á svæðinu. Auk þess er Lárus Orri þjálfari Þórs en hann stýrir liðinu í annað sinn. Ríkharður Daðason Fjárfestir Ár í atvinnumennsku: 6 Landsleikir: 44 Ríkharður Daðason er líklega frægastur fyrir mark sitt gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Heimsmeistarar Frakk- lands komu í heimsókn og Ríkharður skallaði knöttinn af mikilli snilld yfir Fabian Barthez. Eftir að Ríkharður lauk ferli sínum í knattspyrnu sneri hann sér að viðskiptum og starfaði lengi vel í banka. Hann hefur síðan getið sér gott orð sem fjárfestir. Ívar Ingimarsson Ferðamannageirinn Ár í atvinnumennsku: 13 Landsleikir: 30 Varnarmaðurinn af Austurlandi átti góðan feril í atvinnumennsku og hans bestu ár voru með Reading frá 2003 til 2011 en þar var hann stærstan hluta ferilsins. Ívar sneri heim á æskuslóðirnar eftir að ferlinum lauk og byggði upp ferðaþjónustu á Austfjörðum. Ívar byggði upp gistihús í botni Stöðvarfjarðar og þá fór hann í skógrækt og setti niður milljón plöntur á jörð sinni sem vaxa og dafna. Lítill meðbyr fyrir EM í Króatíu Handboltalandsliðið í karlaflokki er að hefja leik á Evrópumótinu í handbolta en leikið er í Króatíu. Leikir Íslands í riðlinum fara fram í Split og hefur liðið leik í dag, föstudag. Riðill Íslands er sterkur og ljóst er að á brattann verður að sækja. Möguleikar Íslands liggja gegn Svíþjóð og Serbíu en ljóst er að brekkan er brött þegar liðið mætir heima­ mönnum. Oft hefur verið bjartara yfir íslensku handbolta­ áhugafólki á leið inn í stór­ mót, liðið er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og ljóst er að þau munu taka tíma. Síðustu tveir æfinga­ leikir liðsins fyrir mótið fóru fram um síðustu helgi þegar liðið mætti Þýska­ landi í tvígang. Liðið fékk rækilega á baukinn í þeim leikjum og er dökkt ský yfir liðinu. Aron Pálmarsson, ann­ ar af tveimur leikmönn­ um liðsins sem eru í heimsklassa, glímir við meiðsli í baki. Hann hefur æft með liðinu síðustu daga en bakmeiðsli geta verið erfið að eiga við. Leiðtogi liðsins er svo Guðjón Valur Sigurðsson, sem er einn ótrúlegasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt. Guðjón varð um síðustu helgi markahæsti leikmaður sögunnar með landsliði. Guðjón lék fyrst með landsliðinu árið 1999 og hefur síðan verið lykil­ maður í liðinu. Það var Ívar Bene dikts­ son, blaðamaður Morg un­ blaðsins, sem tók saman upplýsingar um þetta magnaða afrek Guðjóns en upplýsingar um þetta höfðu ekki legið fyrir. Leikir Ís­ lands fara fram næstu daga en ef úrslitin verða hagstæð fer liðið áfram í milliriðla þar sem allt getur gerst. hoddi@433.is Þórður Guðjónsson Framkvæmdastjóri Ár í atvinnumennsku: 13 Landsleikir: 58 Þórður var leikinn kantmaður sem átti meðal annars farsælan feril í Þýskalandi, Spáni og á Englandi. Kantmaðurinn kom heim og lauk ferli sínum með uppeldisfélagi sínu, ÍA, árið 2008. Hann hefur síðan þá starfað mikið í kringum félagið, bæði í þjálfun og síðan í stjórnunarstörfum. Þórður var seint á síðasta ári ráðinn framkvæmda stjóri fyr ir tækja sviðs Skelj ungs. Áður var hann for stöðumaður viðskipt a stýr ing ar og sölu hjá fyr ir tækjaþjón ustu Sím ans frá ár inu 2014. Marel Baldvinsson Fjárfestir Ár í atvinnumennsku: 7 Landsleikir: 17 Framherjinn stóri og stæðilegi átti nokkur góð ár í atvinnumennsku en hann lauk ferli sínum sem leikmaður árið 2010 með Val. Síðan þá hefur Marel getið sér gott orð í fjárfestingum með hlutabréf og fleira því tengdu. Hann bjó í Dan- mörku og Portúgal í nokkur ár en er nú kominn heim og býr á Álftanesi. Hann tók einmitt við sem þjálfari meistara- flokks karla hjá Álftanesi í haust. F erill atvinnumanns í knattspyrnu getur verið stuttur og þegar að honum lýkur er lífið oft rétt að byrja. Ísland hefur átt marga atvinnu­ menn í fótbolta sem náð hafa frá­ bærum árangri, þeir koma síðan flestir heim. Margir fara í fjár­ festingar og slíkt enda koma margir heim sterkefnaðir, aðrir fara í önn­ ur störf enda ekki fyrir alla að sitja og slaka á heilu og hálfu dagana. Þeir sem koma fram í þessari sam­ antekt starfa meðal annars sem iðnaðarmenn, lögmenn og fram­ kvæmdastjórar svo dæmi séu tekinn. Haft var að leiðarljósi að menn væru ekki með hluti tengda knattspyrnu sem aðalstarf. n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.