Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Page 26
26 tímavélin Helgarblað 12. janúar 2018 1974 Vildu bóka- skattinn af Tíminn greindi frá því 4. október 1974 að Bóksalafélag Íslands hefði miklar áhyggjur af fram- tíð greinarinnar og vildi afnema söluskatt af bókum. Mikill sam- dráttur í bóksölu kæmi til vegna sjónvarpsáhorfs, stækkun dag- blaða, verðbólgu og aukinnar afkastagetu bókasafna. Bent var á að dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp væri þá þegar undan- þegið söluskatti. Einnig að enginn söluskattur væri á löndum í kringum okkur, til dæmis Noregi og Bretlandi. Í bréfi frá félaginu stóð Í hástöfum: „MÁLIÐ VIRÐ- IST SENN KOMIÐ Á ÞAÐ STIG, AÐ ÍSLENDINGAR GERI ÞAÐ UPP VIÐ SIG, HVORT BÆKUR EIGI AÐ KOMA ÚT Í LANDINU.“ 1934 Eitrað fyrir fólki í Ingólfsapóteki Þann 7. apríl árið 1934 áttu sér stað skelfileg mistök í Ingólfsapó- teki þegar þrír sjúklingar fengu eitur í stað með- als. Bílstjóri einn og tvær konur komu í apótek- ið og báðu um amidophyrin, bólgueyðandi meðal, en fengu þá arsenik- blöndu í staðinn. Efnunum hafði þá verið raðað upp í stafrófsröð í geymslu apóteksins en eitur- efnin ekki geymd sérstaklega, og arsenikið blandað fyrir van- gá. Sjúklingarnir voru fluttir á Landspítala með hita og mikil uppköst. Uppköstin urðu þeim til lífs því skammturinn hefði annars verið banvænn. Málið var rannsakað af lögreglunni og Landlæknisembættinu. Þ ann 24. febrúar árið 1989 festist Akureyringurinn Ólafur Sveinn Gíslason, þá tveggja ára, við dekk bif- reiðar og dróst með henni tæpan hálfan kílómetra. Ólafur er þrítug- ur í dag og trúir ekki á kraftaverk. Hann segir það þó merkilega til- viljun að hann sé enn á lífi. Naglaför í úlpunni „Mamma var úti með mér að leika á gangstéttinni fyrir utan heimilið okkar á Vestursíðu. Síðan skaust hún rétt inn til að svara símtali. Ég náði þá að færa mig að fólks- bíl sem nágrannakonan átti og einhvern veginn festi ég mig í ein- hverju við hægra afturdekkið.“ Konan tók ekki eftir Ólafi og hafði hún keyrt inn á bílastæðið til að snúa bílnum við. Þá keyrði hún af stað inn Bugðusíðu og var komin um 400 metra leið áður en hún tók eftir að eitthvað var að. „Hún heyrði þá eitthvert hljóð sem henni lík- aði illa og stoppaði því og sá mig.“ Konan hélt þá að dekk bílsins væri sprungið en þess í stað fann hún Ólaf sem var orðinn blár í framan. Samkvæmt frétt DV frá þess- um tíma fór Ólafur undir hjól bif- reiðarinnar en hann segir það ekki rétt. „Ég hefði ábyggilega ekki lifað það af.“ En þykk, vatt- eruð úlpa sem Ólafur var í var tætt af nöglum vetrardekksins og bjargaði hún sennilega miklu. Fór illa í mömmuhjartað Ólafur jafnaði sig furðu fljótt og byrjaði þá að orga mikið. Far- ið var með hann á Fjórðungs- sjúkrahúsið og hlúð að meiðslum hans sem voru minni- háttar mar og skrám- ur. Engin bein boru brotin eða brákuð og engin innvortis meiðsl. „Ég kom ekki ólask- aður frá þessu en þetta hafði engin langvarandi áhrif. Við fórum heim samdægurs og ég hef verið hraustur síðan.“ Hann segir að atvikið hafi helst bitnað á móður sinni. „Þetta fór auðvitað mjög illa í hjartað á mömmu. Að hún hafi litið af mér í smá stund og þá hafi næstum því það versta gerst.“ Ólafur segist hafa verið mjög lánsamur að konan hafi stoppað. „Sjálfur stoppa ég ekkert alltaf þegar ég heyri smá hljóð í bílnum. Ef hún hefði ekki gert það þá hefði ég ekki lifað þetta af.“ n kristinn@dv.is Tveggja ára barn dróst með bíl 1989 Ólafur Sveinn „Hún heyrði þá eitthvert hljóð sem henni líkaði illa og stoppaði því og sá mig“ 1853 Maður var að rjúpnaveiðum á Bleiksdal á Kjalarnesi og hjelt í hendi sjer á hlaðinni byssu, en hún slóst við stein og hljóp skotið af og tók af honum nefið að mestu. - 19. aldar annáll séra Péturs Guðmundssonar frá Grímsey 1785 E itt af sorglegustu morðmál- um Íslandssögunnar er dráp Ámunda Jónssonar á dóttur sinni sumarið 1785. Hef- ur það verið kallað bæði ódæði og líknardráp þegar hann fleygði hinni átta ára Sigríði í ána Blöndu þegar þau voru örmagna og á ver- gangi. Fyrir drápið galt Ámundi með lífi sínu og staðurinn þar sem hann framkvæmdi það hefur verið nefndur Ámundahylur. Á hrakhólum í móðuharðindum Árinu áður lauk Skaftáreldum en móðuharðindin stóðu enn yfir. Fimmti hver Íslendingur dó þegar askan og eitrið kippti lífsviður- værinu undan þeim og vitaskuld voru það smælingjarnir sem urðu verst úti. Ámundi var einn af þess- um smælingjum, hálf sextugur og hafði þvælst um sveitir Húna- vatnssýslu og Skagafjarðar sem vinnumaður. Hann átti konu og tvær ungar dætur, unni þeim vel og hafði ekki komist í kast við lög- in. Þau bjuggu í vestanverðum Skagafirði en örbirgðin var slík að þau neyddust til að yfirgefa heim- ili sitt á öðrum degi jóla árið 1784. Yngri dóttirin var aðeins nokkurra ára gömul og Ámundi bar hana í poka á bakinu. Einn daginn fannst hún örend í pokanum og skömmu síðar yfirgaf eiginkona Ámunda hann og Sigríði. Flæktu- st þau tvö þá um Húnavatnssýslur og betluðu en fólk sem mætti þeim og leyfði þeim að gista hafði orð á því hversu vel Ámundi hugsaði um hana. Í grein Tímans frá árinu 1987 segir: „Hann færði hana úr votu sokkunum af mestu nærgætni og gaf henni úr askinum sem þeim var færður, eftir því sem til hrökk. Það leyndi sér ekki að þessum föð- ur þótti vænt um litlu telpuna sína.“ Kastaði Sigríði í Blöndu Einn dag, snemma í júlímánuði, voru þau feðginin við Blöndu- bakka og neyddust til að sofa ut- andyra þá nóttina. Um nóttina vaknaði Ámundi, greip Sigríði og varpaði henni í straumhart fljótið. Hvort um stundarbrjálæði, ör- væntingu eða líkn var að ræða skal ósagt látið því síðar sagðist hann ekki vita það sjálfur. Eftir þetta gekk hann af stað í vesturátt en mætti þá fólki sem hafði vitað af þeim feðginum saman á ferð. Fór hann nú að ljúga því að hann hefði komið dóttur sinni á framfærslu síns heimahér- aðs í Skagafirði. Sögusagnir um grunsamlegt athæfi fóru að heyr- ast og bárust þær til eyrna sýslu- mannsins Magnúsar Pálssonar sem fyrirskipaði leit að Ámunda. Fannst hann við Bitruháls í Hrúta- firði 22. júlí og var þá á leið vestur á Strandir. Í farteski hans fundust bæði sokkar og skór Sigríðar. Játaði strax Ámundi játaði strax brot sitt og sagði mönnunum hvar hann hefði fleygt Sigríði í ána. Var hann þráspurður út í atvikið, hvort hann hefði misst vitið og hvort hann hefði unnið henni einhvern frekari skaða. Hélt hann sig þó ávallt við upprunalega framburð sinn. Farið var með Ámunda á Blöndubakka og leitað að Sigríði með krókum en hún fannst þó aldrei. Af játningu og líkum var hann dæmdur til dauða fyrir barns- morð. Samkvæmt dómi skildi hann aflífast „í sínum hversdags fötum með beru höfði fimm sinn- um klípist með glóandi töngum fyrst fyrir utan þann stað hvar hann er fangaður, síðan þrisvar milli hans og aftökustaðarins, hvar hans hægri hönd skal fyrst afhöggvast með öxi og síðan höf- uð. Höfuðið setjist á einn stjaka, en líkaminn þar fyrir ofan á hjól.“ Ámundi var geymdur í varðhaldi í Víðidalstungu fram á vorið 1786 þegar dómnum var fullnægt. n Ámundi Jónsson kastar dóttur sinni í Blöndu Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Stundarbrjálæði eða líkn Teikning úr Tímanum, 8. nóvember 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.