Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 28
28 tímavélin Helgarblað 12. janúar 2018
1602
„Höggðu
betur, maður“
Í Skarðsárannál segir frá aftöku
Björns Þorleifssonar, þeirri
fyrstu sem framkvæmd var
samkvæmt Stóradómi. Björn
var líflátinn fyrir kvennamál
og svall en fékk góða iðran frá
Oddi Einarssyni Skálholtsbisk-
upi. Í annálnum segir að Björn
hafi gengið keikur til móts við
dauðann, kvaddi hann menn
með handabandi og lagð-
ist síðan óbundinn á högg-
stokkinn. En böðullinn var þá
orðinn „gamall og slæmur og
krassaði í höggunum.“ Björn
lá kyrr í fyrstu en eftir sex högg
sneri hann sér að böðlinum og
sagði: „Höggðu betur, mað-
ur!“ Þessi hvatningarorð virð-
ast þó ekki hafa haft teljandi
áhrif því að 30 högg þurfti til að
ná höfðinu af Birni. „Var það
hryggilegt að sjá.“
H
oldsveiki er sjúkdómur
sem fæstir Íslendingar
kannast við í dag nema
úr bíómyndum og sögu-
bókum. Sjúkdómurinn hefur fylgt
mannkyninu í árþúsund en í dag
finnst hann einungis í þróunar-
ríkjum. Holdsveiki var útbreidd á
Íslandi um aldir og vegna útlits-
lýta sjúkdómsins fylgdi honum
mikil skömm og sjúklingarnir lifðu
yfirleitt í einangrun við bágar að-
stæður. Líkt og annars staðar á
Vesturlöndum tókst að uppræta
holdsveiki á Íslandi með einangr-
un og lyfjagjöf á 20. öldinni. Síð-
ustu tveir sjúklingarnir, Margrét og
Jósefína, létust á áttunda áratugn-
um eftir langa vist á Kópavogshæli
en grunur leikur á því að önnur
þeirra hafi verið ranglega greind.
Fylgdi Íslendingum sjö aldir
Í fornri siðmenningu Egyptalands,
Grikklands, Kína og Indlands var
holdsveiki vel þekkt en sjúkdómur-
inn barst til Íslands á þrettándu
öld. Þetta er bakter-
íusýking, skyld berkl-
um, sem heitir upp
á latínu Mycobact-
erium leprae og
ræðst á taugafrum-
ur í húð, andliti, út-
limum og fleiri stöð-
um. Í raun eru þetta
tveir sjúkdómar; lík-
þrái og limafalls-
sýki en seinni gerðin
lýsir sér í dofa eða
lömun. Holdsveiki
er hægsmitandi og
helst því yfirleitt í
fjölskyldum eða milli fólks sem er í
mikilli návist við hvert annað.
Útbreiðsla holdsveikinnar var
hæg á Íslandi til að byrja með en á
sautjándu öld var veikin orðin að
slíkum faraldri að aðgerða þótti þörf.
Hræðslan og trúaróttinn við smit-
aða var gríðarlegur. Um miðja öldina
voru settir á laggirnar fjórir holds-
veikraspítalar, hver í sínum fjórðungi,
en þeir voru ekki spítalar í nútíma-
skilningi þess orðs. Fólk fékk þar ekki
lækningu heldur bjó nokkurs konar
klausturlífi og við mikinn skort.
Um miðja nítjándu öldina
voru spítalarnir aflagðir en þá
voru holdsveikir á þriðja hund-
rað í landinu. Undir lok aldarinn-
ar gaf danska Oddfellow-reglan
Íslendingum holdsveikraspítala
sem vígður var í Laugarnesi árið
1898. Var þetta stærsta timburhús
landsins með sextíu sjúkrarúmum.
Sjúkum fækkaði hratt næstu árin,
í hundrað laust eftir aldamótin
og niður í tuttugu árið 1940. Við
hernámið tók breski herinn hús-
ið yfir og brann það þremur árum
síðar. Sjúklingarnir voru færðir
yfir í Kópavogshælið þar sem fyrir
voru berklasjúklingar. Seinna voru
þroskaskertir og fatlaðir fluttir þar
inn. Holdsveikum fækkaði stöðugt
uns tvær konur voru þar eftir á átt-
unda áratugnum.
Röng greining
Kristjana Sigurðardóttir þroska-
þjálfi hóf störf á Kópavogshæli árið
1960 og vann þar um langa hríð.
Hún þekkti Margréti og Jósefínu.
„Þær töluðu ekki mikið um sitt
líf. Okkur stelpunum fannst vera
mikill leyndarhjúpur yfir þeim af
því að þær voru þarna í einangr-
un. Jafnvel að þær væru búnar
yfir náttúrulegum kröftum vegna
örlaga sinna.“ Þær höfðu verið
teknar frá fjölskyldum sínum og
voru komnar á háan aldur.
Margrét þótti fáskiptin og bitur
og hélt sér meira til hlés en Jósef-
ína. Hún var fædd árið 1897 og
kom inn á hælið árið 1952. Jósefína
var Guðmundsdóttir, fædd árið
1892 og alin upp á Snæfellsnesi.
Hún flutti ung til Reykjavíkur þar
sem hún starfaði sem þvotta- og
saumakona þar til hún kom inn á
hælið árið 1957, síðust Íslendinga.
Henni þótti góð tilbreyting að
fá heimsóknir frá stúlkunum og
spáði fyrir þær í bolla.
Grímur Magnússon taugalækn-
ir annaðist konurnar síð-
ustu árin. Í Morgunblað-
inu árið 1984 segir hann:
„Starf mitt var aðallega
fólgið í því að sinna sjúk-
lingunum manneskju-
lega. Holdsveikin var
búin að vinna sitt á þeim og mitt
hlutverk var því að sinna líkam-
legum kvillum þeirra […] Þær voru
ekki smitberar og á þeim sáust
engin veruleg örkuml svo óvanur
maður hefði ekki tekið eftir neinu
óeðlilegu.“ Á þessum tíma voru
til svokölluð súlfalyf sem gáfust
ágætlega en konurnar neituðu að
taka þau.
Óvíst er hvort þær hafi báðar
verið með sjúkdóminn. Edda Björg
Kristmundsdóttir, barnabarn Jósef-
ínu, segir: „Hún var ranglega greind
og var vissulega tekin úr umferð.
Hún reyndist ekki vera með þennan
sjúkdóm en það var mikið áfall að
vera komin með þennan stimpil.“
Hún segist þó ekki vita hvert mein
Jósefínu var og þetta hafi ekki verið
mikið rætt í sín eyru.
Allt sótthreinsað
Á áttunda áratugnum voru Jósef-
ína og Margrét orðnar heimilis-
fastar á Kópavogshæli og þrátt
fyrir að vera í nokkurs konar fang-
elsisvist er óvíst hvort þær hefðu
viljað og getað farið eitthvert ann-
að. Báðar áttu þær fjölskyldur og
fengu heimsóknir. Jósefína fór
einnig í bæjarferðir af spítalan-
um. Edda ólst upp í öðrum lands-
hluta en man eftir að hafa heim-
sótt ömmu sína á Kópavogshælið:
„Hún lifði alveg sínu lífi. Ég vissi
ekkert af þessu fyrr en hún var
látin.“ Jósefína sat ekki iðjulaus á
Kópavogshæli. Hún nýtti reynslu
sína sem saumakona og gerði við
föt fyrir vistmenn. Starfsfólkið
sótti fötin til hennar og setti í sér-
staka kistu og þar voru þau sótt-
hreinsuð.
Þó að talið væri að Jósefína væri
ekki smitandi á þessum tíma var
enn mikil hræðsla hjá stjórnend-
um. Kristjana segir: „Við vorum
náttúrulega svo ungar og hrædd-
umst ekki neitt en við virtum þess-
ar reglur um sóttvarnir.“ Umgang-
ur um holdsveikradeildina átti
ekki að vera mikill og Margrét og
Jósefína fengu ávallt matinn sinn
sendan.
Það fór ágætlega um þær á
spítalanum og þær höfðu hvor
sína stofuna. Orgel var á staðnum
og þar voru haldnar messur. Mar-
grét lést árið 1974 sem mögulega
síðasti holdsveikisjúklingur Ís-
landssögunnar. Þá var Jósefína
orðin ein á deildinni en hún flutti
skömmu síðar á öldrunardeild
Landspítalans við Hátún þar sem
hún lést árið 1979. Áður en hún
yfir gaf Kópavogshæli gaf hún Hall-
grímskirkju messuklæði, altaris-
dúka, silfurstaup og fleiri gripi
sem höfðu verið eign sjúklinganna
á holdsveikradeildinni. Hallgríms-
kirkja er einmitt nefnd eftir Hall-
grími Péturssyni, höfundi Passíu-
sálmanna, sem lést af holdsveiki
árið 1674. n
„Áfall að vera komin
með þennan stimpil“
Síðustu sjúklingarnir á holdsveikradeildinni:
n Önnur sögð ranglega greind n Gerði við föt fyrir spítalann
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Kópavogshæli Vísir, desember 1977.
Jósefína Guðmundsdóttir
Gaf Hallgrímskirkju muni af
holdsveikradeildinni.
Íslenskir holdsveikisjúklingar Morgunblaðið, desember 1984.„Ég vissi ekkert af
þessu fyrr en hún
var látin.
Gamla
auglýsingin
Morgunblaðið, 18. sept. 1963
1992
Múgur gerði
aðsúg að
Sophiu
Hansen
Forræðisdeila Sophiu Hansen
og hins tyrkneska Halim Al
yfir tveim dætrum þeirra var
eitt af stærstu fréttamálum tí-
unda áratugarins. Þegar mál-
ið var dómtekið í Istanbúl 24.
september árið 1992 gerðu um
200 manns aðsúg að Sophiu og
fylgdarfólki hennar. Ókvæðis-
orðum rigndi, hrækt var á þau
og Sophia sjálf slegin í and-
litið, og 50 lögreglumenn
þurfti til að hafa hemil á reið-
um mannfjöldanum. Gunnar
Guðmundsson lögfræðingur
Sophiu sagði við DV: „Við átt-
um fótum okkar fjör að launa
og vorum heppin að sleppa lif-
andi.“ Margir blaðamenn voru á
staðnum en málinu var frestað
um mánuð vegna þess að ný
gögn höfðu verið lögð fram.