Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Blaðsíða 33
Allt fyrir heimiliðHelgarblað 12. janúar 2018 KYNNINGARBLAÐ
Hugmyndafræðin á bak við Bast er að bjóða upp á alls konar vörur sem tilheyra lífsstíl og
heimili. Verslunin er staðsett á fyrstu
hæð Kringlunnar, skammt frá Kaffi-
tári og Hagkaupum. Heimilisvörur og
búsáhöld eru mest áberandi í versl-
uninni en einnig er þar til sölu mikið
úrval fylgihluta og skartgripa frá Tosh
og Uniform-peysur sem eru íslensk
hönnun og að fullu framleiddar á
Íslandi. Þessi samsetning er kannski
óvenjuleg en þó engin tilviljun heldur
endurspeglar hún það andrúms-
loft sem Bast vill skapa og snýst um
lífsstíl.
Bast býður upp á heimilis- og
gjafavörur undir þekktum
gæðamerkjum. Má þar
nefna A Simply Mess, sem
framleiðir gjafavörur fyrir
heimilið en nafnið segir
mikið um hvernig hönnuð-
urinn lítur til heimilisins:
Hann sér það sem vett-
vang fyrir skapandi fólk.
Enn fremur má nefna
Bitz-borðbúnað, Södahl-
rúmföt, Holms, DW Home
og Vera Home-kerti og
Peyrex-hægeldunarpotta.
Eitt af því vinsælasta í
Bast eru Moscow Mule-
bollarnir. Þá er gaman að
segja frá hinni geysivin-
sælu pönnu sem einfald-
ar eldun á pokaeggjum
til að gera réttinn gómsætan, Eggs
Benedict.
Í Bast er mikið úrval af tækifær-
isgjöfum, meðal annars súkkulaði
sem með fylgja skemmtilegar
orðsendingar. Einnig eru til sölu
pottaplöntur sem eru mjög
vinsælar núna og gaman að
lífga upp á heimilið í skamm-
deginu með grænum plönt-
um.
Góð þjónusta, breitt vöru-
úrval og sanngjarnt verð eru
á meðal þess sem einkennir
Bast. Ávallt er eitthvað nýtt
og spennandi á döfinni. Fram
til 15. janúar er 20% af-
sláttur af öllum vörum. Margt
spennandi er framundan, til
dæmis opnar Bast vefverslun
í febrúar. Allar nýjungar eru
tilkynntar á Facebook-síðu
Bast.
Hjá Bast færðu ýmiss konar tæki-
færisgjafir, brúðargjafir og afmælis-
gjafir, og margt til að prýða heimilið,
til dæmis púða, kerti og servíettur
– að ógleymdum viskustykkjunum
og hekluðu borðtuskunum, en hvort
tveggja hefur ávallt notið mikilla
vinsælda.
Bast tekur inn nýjar vörur að
minnsta kosti tvisvar í viku. Þess
vegna er ávallt eitthvað nýtt og
spennandi til að skoða. Fylgstu með á
Facebook-síðu Bast.
Lífsstílsverslunin Bast
gleður augað og andann