Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Side 38
Allt fyrir heimilið Helgarblað 12. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ Sælandsgarðar hjálpa þér við garðinn og hellurnar Fagmennska og persónuleg þjónusta Það er gott að hafa tímann fyrir sér í vorverkunum og þó að ekki sé komið vor er engu að síður tímabært að huga að garðinum, stéttunum og umhverfi sínu almennt. eiríkur sæland, garðyrkjufræðingur hjá fyrirtækinu sælandsgarðar, er sérfræðingur á þessu sviði og hann bendir á að veturinn geti nýst mjög vel til vinnu í garðinum. eiríkur er menntaður garðyrkjufræðingur frá garðyrkjuskóla ríkisins og sótti sér frekari menntun í faginu til noregs og Danmerkur. Hann hefur frá árinu 2008 rekið eigið fyrirtæki, garða- þjónustuna e. sæland, sem hefur skipt um nafn og heitir nú sælands- garðar ehf. tilefni nafnbreytingar- innar er það að sonur eiríks, kolbeinn sæland vélstjóri er kominn inn í rekstur fyrirtækisins, en hann lýkur námi sem skrúðgarðyrkjufræðingur frá landbúnaðarháskóla Íslands í vor. auk þeirra feðga starfa við fyrirtækið skrúðgarðyrkjumeistari og fleiri mjög reyndir starfsmenn. Kjörinn tími til að klippa tré og runna eiríkur segir að þessar vikurnar sé kjörinn tími til að klippa tré og runna og fella tré sem skyggja á sólu eða þarf að fella af öðrum ástæðum. undir vorið er í mörgu að snúast í görðum og þá er gott að vera búinn að klippa það sem klippa þarf, áður en kemur að beðahreinsunum og almennri hirðingu. starfsmenn sælandsgarða eru færir fagmenn á þessu sviði og hafa mikla þekkingu á plöntum og mikla reynslu af klippingum og trjáfell- ingum. þeir geta veitt ráðgjöf, gert kostnaðaráætlanir og komið með bæði glæsilegar og hag- kvæmar lausnir. eiríkur segir að nauðsynlegt sé að klippa lim- gerði reglulega til að viðhalda því og þétta það og koma í veg fyrir að það gangi úr sér. Í borgar- landinu er líka mikilvægt að snyrta tré reglu- lega svo þau nái því lagi sem fólk vill. Hellu- lögn og hleðslur Á þessum árstíma er líka kjörið að vinna í hellulögn og hleðslu þegar vel viðrar. til dæmis að rífa upp og endurnýja gamlar hellulagn- ir í heimkeyrslum, á bílastæðum og göngustígum, og leggja nýjar. oft þarf líka að endurnýja gamlar hleðsl- ur eða gera nýjar, hvort heldur er með forsteyptum einingum eða nátt- úrulegu grjóti. Hellur og náttúrugrjót geta verið skemmtileg lausn í garðin- um til að minnka garðslátt og gera ásýnd garðsins léttari, nútímalegri og flottari. þarna þarf síðan líka að koma við sögu ráðgjöf og undirbúningur á borð við jarðvegsskipti og uppsetn- ingu snjóbræðslukerfa eftir því sem við á og óskað er eftir. Gras og beð þegar vorar er síð- an orðið tímabært að hreinsa beðin, kantskera og semja um garð- slátt. sælands- garðar taka að sér öll þessi verk og hefur síðustu ár séð um garðslátt, beðahreinsun og alla umhirðu garða fyrir húsfélög, fjölbýlishús, stór og lítil fyrirtæki og stofnanir. Sælandsgarðar ehf. starfsmenn sælands- garða mæta á svæðið, skoða umfang verksins, gera áætlanir um lausn með húseigendum og leysa í kjölfar- ið verkið af fagmennsku, fljótt og örugglega, á hagkvæman hátt. sælandsgarðar ehf. er vaxandi fyrirtæki sem tekur að sér verkefni allt árið um kring. eiríkur og hans menn eru með öll nauðsynleg tæki og búnað í garðaþjónustu og hellulögn – eru fagmenn sem leggja áherslu á persónulega þjón- ustu og vandaða vinnu. Hægt er að hafa samband við Eirík hjá Sælandsgörðum í síma 680-9903, með tölvupósti á net- fangið eirikur_omar@hotmail.com og á Facebook-síðunni Garðaþjónusta E. Sæland ehf. Eiríkur Ómar Sæland

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.