Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 40
Allt fyrir heimilið Helgarblað 12. janúar 2018KYNNINGARBLAÐ
Sérsmíðuð húsgögn án aukakostnaðar
Patti ehf.
Við framleiðum okkar eigin sófasett í öllum þeim stærðum sem hver og einn viðskipta-
vinur vill. allt hráefnið í sófasettin
flytjum við inn sjálfir, þannig að það
sé sniðið að okkur sófum. Við erum
með okkar módel sem við getum
breytt og stílfært eftir óskum hvers
og eins. Þetta er því í raun sérsmíði
en ekki í þeim algenga skilningi að um
sé að ræða mjög dýra vöru, í okkar
tilfelli er sérsmíði einfaldlega það að
þú kaupir þér til dæmis hornsófa en
vilt fá hann í annarri stærð en þeirri
stöðluðu og þá kostar hann bara það
sama,“ segir Gunnar Baldursson hjá
húsgagnaversluninni Patti húsgögn
ehf., Bíldshöfða 18, Reykjavík.
Patti hefur verið til í þessari mynd
frá aldamótun en á sér rætur marga
áratugi aftur í tímann. eins og lýs-
ingin hér að framan gefur til kynna
býður Patti upp á mjög persónulega
þjónustu við sölu og framleiðslu hús-
gagna. Yfir 90 útfærslur á stofuhús-
gögnum eru í boði og yfir 3.000
tegundir af áklæði frá virtum fram-
leiðendum.
„Við flytjum einnig inn mikið af stól-
um (staflanlegum) og borðum (fellan-
legum) fyrir hótel og veitingahús, sem
geta nýst hvar sem er. Þetta eru mjög
sterk húsgögn frá Þýskalandi. Þau
eru ekki bara fyrir ferðaþjónustuna
heldur erum við að selja húsgögn inn
í leikskóla, í félagsheimili, í félagsmið-
stöðvar og víðar, þannig að við erum
að selja þetta inn á mjög marga og
ólíka staði,“ segir Gunnar.
en Patti býður upp á fleira til að
fegra umhverfið en bara húsgögn.
Undanfarið hefur verslunin boðið
upp á afskaplega fallegar handunnar
kristalvörur frá Julia Crystals, sem og
búsáhaldavörur frá danska framleið-
andanum Rice. enn fremur eru í boði
sælkeravörur frá a L'Olivier, til dæmis
sinnep og olíur í fínni kantinum, með
t.d. truffle-sveppum, vörur sem fólk
sér ekki í næstu matvöruverslun.
Sem fyrr segir er Patti til húsa að
Bíldshöfða 18. Opið er virka daga
frá 10 til 18 og laugardaga 11 til 15.
Nánari upplýsingar á patti.is.
StóRfínt
Flutningsþrif og Airbnb-þrif
Davíð hansson hjá Stórfínt heyrði fyrst orðið flutningsþrif þegar hann sjálfur skipti um
húsnæði fyrir einu og hálfu ári og var
í tímaþröng eins og svo margir í þeim
sporum. hann nýtti sér slíka þjónustu
sjálfur og losnaði þar með við mikið
og tímafrekt erfiði en eins og allir vita
krefjast fasteignaskipti og flutningar
mikils tíma og vinnu, svo ekki sé þrif-
unum bætt þar við. fyrir ári stofnaði
Davíð síðan hreingerningafyrirtækið
Stórfínt sem sérhæfir sig annars
vegar í flutningsþrifum og hins vegar
airbnb-þrifum.
Davíð viðurkennir að flutningsþrif
séu mjög erfið. „Jú, þetta er hörkupúl.
fólk sparar sér mikið erfiði við þetta
og þetta er líka tímafrekt og fólk yfir-
leitt á síðustu stundu við að flytja út
og skila af af sér,“ segir hann.
í flutningsþrifum eru allir skápar
þrifnir hátt og lágt, þar með talinn
ísskápurinn. Þrifið er ofan á skápnum
og allar hillur þrifnar vel og vandlega.
Gluggar, innréttingar, veggir og flest
annað er þrifið, svo hægt sé að skila
íbúðinni með sóma. allir gólffletir
eru ryksugaðir og að lokum skúraðir.
Stórfínt er vel búið tækjum og getur
þurrkað burt erfiða bletti.
Borgaðu
seinna
núna geturðu
greitt með
netgíró! Það er
kostnaðarsamt
að flytja og núna getur þú frestað
greiðslu í 14 daga eða jafnvel skipt
reikningnum upp í nokkrar greiðsl-
ur og þannig aukið sveigjanleika í
útgjöldum.
Airbnb-þrif
„Við lentum síðan inni í airbnb-þrif-
unum fyrir tilviljun en þau hafa vaxið
hratt og eru orðin um helmingur af
umsvifunum,“ segir Davíð.
innifalið í þjónustunni er að skipt
er um á rúmum, íbúðin þrifin, rúm,
handklæði og tuskur eru þrifnar, og
rusli er fleygt. ekki er föst verðskrá í
airbnb-þrifum heldur eru gerð tilboð
sem henta hverjum og einum.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðunni storfint.is.