Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 45
menning 33Helgarblað 12. janúar 2018 Metsölulisti Eymundsson Árið 2017 Vinsælast í bíó Helgina 5.–7. janúar Vinsælast á Spotify Mest spilun 11. janúar 1 Með lífið að veði - Yeonmi Park 2 Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason 3 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 4 Gatið - Yrsa Sigurðardóttir 5 Löggan - Jo Nesbø 6 Nornin - Camilla Läckberg 7 Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson 8 Independent People - Halldór Laxness 9 Mistur - Ragnar Jónasson 10 Iceland in a Bag - Ýmsir höfundar 1 Jumanji 2 Star Wars: The Last Jedi 3 Ferdinand 4 Greatest Showman, The 5 Pitch Perfect 3 6 Father Figures 7 All the Money in the World 8 The Disaster Artist 9 Coco 10 Svanurinn 1 Út í geim - Birnir 2 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör 3 Ungir strákar - deep mix - Floni 4 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 5 Trappa - Floni 6 River - Eminem og Ed Sheeran 7 Perfect duet - Ed Sheeran og Beyoncé 8 B.O.B.A. - JóiPé og Króli 9 Labbilabb - Herra Hnetusmjör 10 Oh shit - JóiPé og Króli Vísindaskáldskapur eða raunVeruleiki Ástin reiknuð út Sería 04. Þáttur 04 Nafn: Hang the DJ Leikstjóri: Tim Van Patten Í þessum þætti erum við stödd í framandlegum afgirt- um heimi þangað sem einstaklingar fara til að finna sér maka. Við erum stödd inni í stefnumótaforriti. Einum á eftir öðrum er einstaklingum úthlutað tímabundnum mökum til prufu, en loforðið felst í því að forritið reikni að lokum út hinn fullkomna maka og pari rétta fólkið saman. Stefnumótaforritið er sagt reikna út með 99,8 prósenta nákvæmni hvort tveir einstaklingar eigi saman. Orðið að veruleika: Ólafur Andri bendir á að stefnumótaforrit á borð við þetta séu nú þegar komin fram: „Belong er til dæmis stefnumótaapp sem notar gervigreind til að para saman einstaklinga.“ Úr öllu því upplýsingamagni sem við skiljum eftir okkur sé hægt að greina hver við erum og jafn- vel spá fyrir um hegðun okkar og langanir betur en við sjálf gætum gert. „Facebook gerði könnun um persónuleika fólks byggða á „likes.“ 86.220 sjálfboðaliðar tóku persónuleikaprófið. Facebook tók prófið líka fyrir þá og notaði þá „like“ sögu þeirra, hvaða síður þeir fóru á og hvaða myndir voru skoðaðar og áframsendar og svo framvegis. Niðurstöðurnar voru að algóryþminn þurfti aðeins 10 like til að vera nákvæmari en vinnufélagi, 70 like til að vera nákvæmari en vinur, 150 fyrir fjölskyldu og 300 fyrir maka. Sem sagt, Facebook veit meira um þig en makinn, fjölskyldan og allir sem þú þekkir. Í næstu kosningum ættum við að láta Facebook bara kjósa fyrir okkur.“ Ómögulegt: Ólafur Andri og Gunnlaugur álíta þó báðir að erfitt sé fyrir forrit að sjá algjörlega um makavalið fyrir okkur enda sé það ekki endilega rökleg og útreiknanleg ákvörðun þegar maki er valinn. „Ég held að þetta sé eins og með alla svona útreikninga, það vanti alltaf þennan tilfinningalega mannlega þátt,“ segir Gunnlaugur. „Þegar við veljum eitthvað er það ekki bara byggt á skynsemi eða rökum heldur bara þeim tilfinningum sem við upplifum á þeim tímapunkti.“ Vélhundar taka yfir Sería 04. Þáttur 05 Nafn: Metalhead Leikstjóri: David Slade Í þessum þætti erum við stödd í tómlegum, eftir-heimsenda- legum heimi. Svo virðist vera sem mannkynið hafi misst stjórn á ógnvænlega harðgerum og vopnuðum öryggisvélhundum sem eiga í samskiptum sín á milli og hundelta allar manneskjur sem þeir finna. Orðið að veruleika: Það er ekki laust við að það fari um mann hrollur þegar maður ber vélhundana í þessum þætti saman við vélhunda sem fyrirtæk- ið Boston Dynamics hefur þróað. Myndbönd af hundunum sýna þá hlaupa, halda jafnvægi þrátt fyrir þung högg og jafnvel nota sérstakan arm til að setja í uppþvottavél. „Þeirra hugmynd er að hanna vélar sem geta farið yfir erfitt landslag og þurfa ekki vegi. Slíkt gæti nýst í alls kyns aðstæðum eins og fjallgöngu, leitum, eða hernaði,“ segir Ólafur. „Tækni til að láta vélmenni tala saman er líka komin og notuð. Þannig gæti gervigreind stýrt fjöldanum öllum af vélhundum. Slík gervigreind veit á hverri sekúndu hvar hver hundur er og á hve miklum hraða. Þá veit hún hvar fórnarlambið er og getur leiðbeint þessum vélhundum í rauntíma í að ná bráð sinni.“ Í náinni framtíð: Enn sem komið er vandamálið við hin ýmsu vélmenni hins vegar hvað líftími rafhlaðanna er stuttur, en að þessu er gert nokkuð grín í þættinum. „Það fer svo rosaleg orka í þetta, og það er kannski ástæðan fyrir því að vélmennin hafa enn ekki gert neitt af viti og demóin sem Boston Dynamics sýnir eru bara örfáar mínútur,“ segir Ólafur. Minningar endursýndar Sería 04. Þáttur 03 Nafn: Crocodile Leikstjóri: John Hillcoat Í þættinum Crocodile, sem er tekinn upp á Íslandi, er sögð saga af konu á flótta undan skuggalegri fortíð sinni. Hún neyðist til að takast á við fyrri gjörðir sínar eftir að hún verður lykilvitni að óhappi þar sem sjálfakandi pítsubökunarbíll slasar ungan mann. Í kjölfarið vill starfsmaður tryggingafélags fá aðgang að minningum hennar. Hún festir sérstakan tölvuhnapp við gagnauga konunnar og fær þar með aðgang að minningunum og færir yfir á sjónrænt og hljóðrænt form á skjá. Stundum er hins vegar betra að muna ekki. Orðið að veruleika: Sjálfakandi bílar eru auðvitað handan við hornið og ýmsar spurn- ingar varðandi siðferðilega og fjárhagslega ábyrgð þegar þeir valda slysum hljóta að verða áberandi á næstu árum. „Þetta er mjög nálægt okkur í tíma, kannski bara 5 til 10 ár. Af hverju að vera með sendil frá Domino's ef það er einhver róboti sem getur séð um það. Og þá er spurningin, hvernig höndlum við það ef þessi tæki verða völd að slysum,“ segir Gunnlaugur. Í náinni framtíð: Það er eflaust umtalsvert lengra í að það komi fram tæki sem geta grafið upp minningar fólks en Ólafur Andri telur þó að það geti vel verið mögulegt í einhverri mynd í framtíðinni: „Nú þegar hefur verið þróuð tækni sem getur séð hvað fólk er að hugsa, þannig er hægt að taka upp drauma fólks og hugsanir.“ Það má ímynda sér að með þeirri tækni sem Ólafur nefnir og nú er verið að þróa við Kaliforníuháskóla í Berkeley þar sem vísindamönnum hefur tekist að varpa upp óskýrum myndum af hugsunum og draumum fólks geti verið hægt að miðla myndrænt þeim minningum sem rifjaðar eru upp. En hvort minningarnar sjálfar séu svo áreiðanlegar er svo önnur spurning: „Heilinn er óáreiðanlegur með minningar og þær breytast með tímanum, eru varla staðreyndir þegar frá líður. Það mætti hins vegar hugsa sér tæki í framtíðinni sem komið er fyrir í heilanum sem „tekur upp“ allar hugsanir og sendir í skýjalausn til varðveislu. Þá gæti maður skoðað líf sitt aftur í tímann. Ef hægt væri að geyma líka stöðu rafboða sem framleiða tilfinningar, þá mætti líka endurskapa tilfinningar, til dæmis vellíðan eða upplifun á ást eða sorg.“ Meðvitundin lifir áfram Sería 04. Þáttur 06 Nafn: Black Museum Leikstjóri: Colm McCarthy Í síðasta þætti seríunnar eru sagðar nokkrar samtengdar sögur sem snúa að huganum og meðvitundinni. Í einni er sagt frá mistækum lækni sem fær heilaígræðslu sem er tengd við skynjara sem eru settir á höfuð sjúklinga, og gera honum þannig kleift að finna sársauka sambærilegan við þann sem sjúklingar hans upplifa. Í öðrum hluta sögunnar er það ung móðir sem lendir í dái en hugurinn starfar enn. Með nýstárlegri tækni er hægt að hlaða niður huga hennar og koma fyrir í öðrum líkama. Þriðja sagan fjallar svo einnig um meðvitund- ina, en þar er það fangi á dauðadeild sem selur huga sinn að aftöku lokinni til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Huganum er hlaðið niður og hann tengdur við heilmynd (e. hologram) af manninum, og er hafður til sýnis í safni. Þar geta gestir svo gerst böðlar og sett fangann í rafmagnsstólinn aftur og aftur. Fjarlæg framtíð eða ómögulegt: Það er óhætt að segja að enn sem komið er sé þetta fjarstæðukenndasti þátturinn þó að framtíðarspámenn á borð við Ray Kurzweil og Michio Kaku telji að einn daginn verði hægt að hlaða niður huga fólks og færa milli líkama. „Það er rosalega lítið vitað í dag hvað meðvitundin er, það er hvernig hún virkar. Samkvæmt því sem menn halda þá er meðvitund sköpuð af viðbrögðum við rafefnaboðum í heilanum. Hugsanlega mætti mæla þessi boð og endurgera þau. Ég held að rannsóknir á þessu séu stutt komnar þótt „brain-computer interfaces“ sé mjög áhugavert sem vaxandi fræðigrein,“ segir Ólafur. Hann bendir líka á að menn séu farnir að þróa gervigreind sem hagar sér eins og ákveðinn einstaklingur, safna miklu magni upplýsinga um hvað hann segir, hvernig hann talar og svo framvegis. Síðan er hægt að eiga í samskiptum við gervigreind sem líkir eftir einstaklingnum – hvenær gervigreindin hættir að haga sér eins og einstaklingurinn og fer að upplifa sig sem þennan einstakling er svo önnur og heimspekilegri spurning. Hjálp með makavalið Stefnumótaforritið Belong notar algóryþma til að reikna út hver sé líklegastur til að henta þér sem maki. Sjálfkeyrandi pítsusendill Aðeins tíu dögum eftir að sjálkeyrandi pítsusendillinn birtist í Black Mirror tilkynntu Pizza Hut og Toyota að fyrir tækin væru að vinna að því að þróa slíkt tæki. Snati litli Spotmini er nýjasti vélhundurinn frá Boston Dynamics, fyrirtæki sem tekst stöðugt að koma fólki á óvart með ótrúlegum róbotum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.