Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 46
34 menning Helgarblað 12. janúar 2018
Þ
egar ég var í denn að byrja
að uppgötva heiminn í
París, man ég , hvað ég var
heilluð af hugmyndinni
um leikhús alþýðunnar – Théatre
Nationale Populaire. Hugmyndin
um slíkt leikhús hafði kviknað
á árunum eftir fyrri heimsstyrj
öldina og Evrópa í rúst. Háir sem
lágir, fátækir sem ríkir, skyldu eiga
þess kost að sækja sér menntun
og afþreyingu í leikhúsið fyrir hóf
legt verð – og var þá tekið mið af
verði gass og rafmagns, að sagt er
– sem eru líka lífsnauðsynjar. Á
sjöunda áratugnum stóð Théatre
Nationale Populaire á hátindi
frægðar sinnar, naut mikilla vin
sælda, einkum meðal alþýðunnar
og fátækra stúdenta, sem áttu þess
kost að sækja leikhús fyrir andvirði
eins kaffibolla. Þarna sá ég verk
eftir Moliére, Ibsen og Brecht í
fyrsta sinn. Ógleymanlegar stund
ir – lærdómsríkar og upplyftandi.
Théatre Nationale Populaire er að
vísu ekki til lengur í upprunalegri
mynd. Nýfrjálshyggjan ræður þar
för sem víðar. Arðurinn skilar sér
til hluthafa í lok hvers árs.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér,
þegar ég leit augum aðgangseyri
að Skúmaskoti, nýjasta verki Sölku
Guðmundsdóttur, sem er ætlað
börnum átta ára og eldri og var
frumsýnt um seinustu helgi. Mið
inn slagar upp í fimm þúsund kall
inn – og mig sundlaði. Foreldrar
og tvö börn, tuttugu þúsund krón
ur! Þetta háa verð er beinlínis ávís
un á stéttaskiptinguna umtöluðu,
misskiptingu milli ríkra og fátækra.
Milli þeirra sem hafa ekki efni á
að kaupa sér miða og hinna, sem
gera það án þess að spyrja um verð.
Leikhúsin eru að hugsa til fram
tíðar, gott og vel. Börn sem venj
ast á það að fara í leikhús frá unga
aldri, ánetjast leiklistinni og eru
fastagestir framtíðarinnar – tekju
lind leikhúsanna. En leikhúsin
þurfa að gera meira. Þau þurfa líka
að hugsa um þau, sem minna mega
sín, þarfnast leiðsagnar, menntun
ar, hjálpar. Eru varnarlaus í þessu
stríði um krónur og aura og þegar
komin út í afkima þjóðfélagsins.
Þau eiga sér líka framtíð, sem þarf
að huga að. Er ekki kominn tími til
að endurvekja hugsjónina um leik
hús alþýðunnar? Börnum er skylt
að sækja skóla, og þess er ekki kraf
ist, að þau borgi aðgöngumiðann
– að minnsta kosti ekki framan af.
Leikhúsið þjónar hliðstæðu hlut
verki. Það opnar okkur sýn á okkur
sjálf og samfélagið og víkkar sjón
deildarhringinn. Það má ekki verða
lokaður forréttindaklúbbur. Er það
ekki verðugt samfélagsverkefni að
opna dyr leikhússins fyrir barna
fjölskyldum, rétt eins og dyr skól
anna?
Æsispennandi atburðir
Alla vega – ég er mikill aðdá
andi Sölku Guðmundsdóttur og
er búin að hlakka lengi til að sjá
annað verk eftir hana. Hið fyrra
var Súldarsker, sem ég tel meðal
allra bestu verka, sem ég hef séð
í íslensku leikhúsi. Tvær aðkomu
stúlkur í litlu þorpi fyrir vestan og
gera allt vitlaust – í orðins fyllstu
merkingu. Alger snilld!
Nema hvað, sýningin í Borgar
leikhúsinu hefst með skemmti
legri innkomu Halldórs Gylfasonar,
kaupmanns í Skeifunni, sem án
fyrirhafnar slær á létta strengi og
kemur okkur öllum í gott skap – er
reyndar mjög léttur í hreyfingum
líka – svo að eftir er tekið. Sýningin
lofar góðu, og augljóst að Salka er í
essinu sínu. Við erum öll strax far
in að hlæja, jafnvel þótt við séum
sum ekki einu sinni orðin átta ára
og höfum aldrei farið í leikhús áður.
Skömmu seinna birtast tvær
systur,sem eru hvor annarri
skrýtnari og mælskari. Það eru
þær Þórunn Arna Kristjánsdóttir
og Vala Kristín Eiríksdóttir, sem
eiga eftir að koma okkur á óvart
aftur og aftur með orðgnótt, fimi,
leikbrellum og sannfærandi leik.
Þær eru svona dæmigerðir ung
lingar, sem hanga yfir appinu og
lifa í ímyndaðri veröld. Vildu helst
vera lausar við afdankaða foreldra,
sem eru alltaf að rífast og leyfa
þeim ekki einu sinni að stunda
partý um nætur. Partý, partý, þær
hugsa ekki um annað. Og þeim
verður að ósk sinni. En partýstað
urinn er í undirheimunum, og þá
flækjast málin óhjákvæmilega.
Undirheimarnir eru í afkimum
holræsa borgarinnar – líklega í
nágrenni við Skeifuna. Þar gerast
æsispennandi atburðir, sem mað
ur þarf að leggja sig allan fram
um að fylgjast með – ég tala nú
ekki um, ef maður er bara átta ára
og í fyrsta skipti í leikhúsi. Hall
dór, í gervi kaupmannsins, dettur
um tíma út úr sögunni (sem er
ósanngjarnt, því að hann er svo
skemmtilegur og fyndinn), en í
staðinn er kominn sami Halldór í
gervi húsvarðar holræsanna. Ger
samlega óþekkjanlegur, auk þess
sem hann segir ekki orð. En léttar
hreyfingar koma upp um hann.
Fyrirferðarmikil umgerð
Svo er þarna sú sem öllu ræður
í holræsunum, Maríanna Klara
Lúthersdóttir. Hún er svo skörug
leg að maður bara beygir sig í duft
ið. Mér til mikillar gleði sá ég, að
þarna er komin ein af mínum
uppáhaldsleikkonum – sú sem
sló í gegn um árið í Súldarskeri.
Og ekki hefur krafturinn dvínað –
ég sæi hana alveg fyrir mér í hlut
verki lafði Macbeth. Hún mundi
rúlla henni upp með glæsibrag.
Um tíma eru systurnar í lífsháska.
Þeim tekst þó að lokum að ryðja
sér braut út úr holræsunum og
komast aftur til manna. Og bjarga
lífi húsvarðarins, sem er reynd
ar tvíburabróðir kaupmannsins í
Skeifunni, sem þess vegna datt um
tíma út úr sögunni. Já, Halldór er
sem sagt í tveimur hlutverkum og
fer létt með það.
Það mætti næstum halda, að
sýningarstjórinn, ásamt leik
myndasmiði, ljósameistara og
tónlistarfólki, hafi fengið frjálsar
hendur og flippað út. Á einhvern
óskiljanlegan hátt tekst þeim í
þessu litla rými að tengja saman
tvo heima, ofanjarðar og neð
an, eins og ekkert sé eðlilegra. Og
holræsin eru svo óttavekjandi, að
ungir áhorfendur varpa öndinni
heyranlega, þegar systurnar tvær
með húsvörðinn og nýju vinkonu
sína í eftirdragi snúa til mann
heima – aftur komin til kaup
mannsins í búðinni, þar sem bara
fást lífrænt ræktaðar baunir.
En hvað er þá að segja um þetta
leikhúsverk, ætlað börnum eldri
en átta ára? Salka hefur frjóa hugs
un og kann vel til verka. Samtölin
eru leikandi létt, og henni lætur
vel að túlka hugsun barna og ung
linga. Það hefur hún fyrir löngu
sýnt og sannað. En einhvern veg
inn er eins og umgerðin að verk
inu sé of fyrirferðarmikil. Tækni
brellurnar draga athyglina frá
textanum – boðskapnum. Hann
týnist í öllum hamaganginum. Það
hefði verið til bóta að stytta verkið,
þétta það, gera það einfaldara og
auðskiljanlegra – og leyfa Sölku að
hafa orðið. n
Partý, Partý, Partý
Bryndís Schram
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Skúmaskot
Höfundur: Salka Guðmundsdóttir
Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir
Leikarar: Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Vala
Kristín Eiríksdóttir, Halldór Gylfason og
Maríanna Klara Lúthersdóttir.
Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger
Leikgervi: Elín S. Gísladóttir
Lýsing: Juliette Louste
Tónlist: Axel Ingi Árnason
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen
Sýningarstjórn: Þórey Selma Sverrisdóttir.
Sýnt í Borgarleikhúsinu
„Við erum öll strax
farin að hlæja,
jafnvel þótt við séum
sum ekki einu sinni orðin
átta ára og höfum aldrei
farið í leikhús áður.
Stuð á litla sviðinu Bryndís Schram
skemmti sér vel yfir Skúmaskoti, nýju
barnaleikriti eftir Sölku Guðmundsdóttur.