Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 56
Vikublað 12. janúar 2018 44 Eva Hauksdóttir hefur verið mjög áberandi í um- ræðunni síðasta áratuginn og skoðanir hennar, sem oft eru alveg á skjön við þær sem höfða til fjöldans, hafa stundum verið harðlega gagnrýndar. Eva hikar þó ekki við að bjóða þeim birginn sem eru ósammála henni enda segist hún hreinlega þrífast á átökum. En hver er þessi smávaxna, skelegga kona og hvaðan kemur þörf hennar til að vera „Advocatus Diaboli“, eða málsvari djöfulsins, ef svo mætti að orði komast? Margrét H. Gústavsdóttir kíkti í kaffi með upptökutækið og skrifblokk- ina og saman spjölluðu þær yfir Sprite og piparkökum, daginn áður en Eva stökk upp í flugvél með sínum heittelskaða og hélt aftur til Glasgow þar sem hún stund- ar nú meistaranám í alþjóðlegri mannréttindalögfræði. Konan, sem nú heitir Eva, en var skírð Jóhanna Helga, leit dagsins ljós fyrsta dag júlímánaðar árið 1967. Hún er elst fjögurra systkina, á tvær yngri systur og einn bróður. Faðir henn- ar starfaði lengst af hjá álverinu í Straumsvík en móðir hennar var aðallega heimavinnandi. Fjöl- skyldan var á miklu flandri og festi hvergi rætur en þegar Eva náði sextán ára aldri hafði hún verið í alls níu grunnskólum. Þegar stúlkan var níu ára skildu foreldrar hennar og þegar móðir hennar tók saman við annan mann flutti hún með barnahópinn frá Njarðvík til Akureyrar. Tveimur árum síðar fluttu þau í þorpið Hjalteyri í Hörgársveit. Á þeim tíma bjuggu þar aðeins fimmtíu manns, að börnum meðtöldum, og auðvelt að ímynda sér að það hafi verið flókið fyrir unglinginn að finna sína hillu þar. Hún segir ástandið á heimilinu hafa verið mjög erfitt þegar hún var að alast upp. Móðir hennar glímdi við andleg veikindi og þegar unglingurinn lét af meðvirkni og fór að standa uppi í hárinu á henni varð spennan meiri. Í dag talast þær ekki við og hafa ekki gert í langan tíma. Eva fann mikinn létti þegar hún fór í heimavistarskóla en gagnfræðaskólagöngu sína hóf hún í Þelamerkurskóla. „Mér fannst virkilega gott að komast í burtu frá heimilinu og tilheyra þessum unglingahópi í Þelamerkurskóla. Næsta vetur á eftir flutti ég til ömmu og afa og fór í Breiðholtsskóla en þar náði ég ekki sambandi við nokkurn mann svo ég var fegin að koma til baka og fara aftur í Þelamerkurskóla þaðan sem ég lauk níunda bekk – en sumrin á Hjalteyri voru hins vegar hundleiðinleg. Við vorum þarna bara einhverjir fimm ung- lingar en ég þurfti að vera heima „Mér fannst ég alltaf tilheyra annarri tegund“ Margrét h. gústaVsdóttir margret@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.