Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 58
Vikublað 12. janúar 2018 46
illa við nafnbreytinguna, fannst
eins og ég væri að móðga afa með
þessu en ég held að honum hafi
verið skítsama,“ segir hún og bætir
við að það hafi liðið nokkuð mörg
ár þar til hún hætti að bregðast við
nafninu Jóhanna.
„Ef einhver nefnir nöfn sona
minna eða mannsins míns þá tek
ég ósjálfrátt viðbragð en þegar
einhver talar um Jóhönnu þá hugsa
ég aldrei um sjálfa mig enda er
þetta nafn ekki lengur hluti af mér.
Það er frekar að ég sjái mynd af
Jóhönnu Sigurðardóttur skjóta upp
kollinum.“
„Hann virtist ekki
vera í neinni geðveiki“
Eftir skilnaðinn átti Eva í nokkrum
mislöngum ástarsamböndum.
Tvö þeirra leiddu af sér stuttar
sambúðir en það var ekki fyrr en
hún kynntist núverandi ástmanni
sínum, stærðfræðingnum Einari
Steingrímssyni, að hamingjan fór
að hossa henni almenninlega
í þessu samhengi. Einar
hafði þá fylgst með
henni á netinu,
séð kvik-
myndina
„Guð blessi
Ísland“ og
reiknaði
út að þeim
myndi
að öllum
líkindum
koma
einstaklega
vel saman.
„Ég hafði
þá verið áber-
andi í blogg-
samfélaginu um
nokkurt skeið og
menn sem lásu bloggið
höfðu alveg átt það
til að hafa samband
og bjóða mér út. Ég
hitti einhverja á þeim
forsendum en þegar einhver
játar manni nánast ást sína í
tölvupósti þá eru auðvitað fyrstu
viðbrögðin að halda að þetta sé
einhver fáviti. Bréfið frá Einari
var hins vegar langt og vel
skrifað og hann virtist ekki
vera í neinni geðveiki. Ég
svaraði honum og eftir tíu
þúsund línur, hann taldi,
þá heimsótti hann mig til
Danmerkur,“ segir hún.
„Einar er það besta sem
hefur komið fyrir mig
held ég. Þetta er frábært
samband og það gengur
ekki hnífurinn á milli
okkar. Ég held að við
verðum bara gömul
saman og allt það.
Þegar við hittumst
fyrst þá var nýbúið að reka hann úr
HR fyrir að rífa kjaft og mér fannst
það auðvitað mjög heillandi. „Rek-
inn fyrir að rífa kjaft?“ Það hlaut
bara að vera eitthvað æðislegt. Ég
varð samt ekkert skotin í honum
strax. Í millitíðinni fór ég meira
að segja í einhverja sambúð með
manni sem ég hafði verið að sofa
hjá. Þvældist á eftir honum til
Noregs og skildi Einar eftir í sár-
um. Þetta var algjör vitleysa enda
bara einhver gredda,“ segir Eva og
hristir höfuðið.
Hvorki undirlægja né karlremba
Tæpum tveimur árum síðar lágu
leiðir þeirra Einars saman aftur.
Hann var þá nýlega fluttur til
Skotlands þar sem hann starfar
enn sem prófessor við Strathclyde-
háskóla í Glasgow. Einar lagði til
að Eva prófaði að flytja til sín og
sú tilraun tókst fullkomlega því
síðan hafa þau búið þar saman,
en Eva, sem lauk nýverið B.A.-
námi í lögfræði fá HÍ vinnur nú
að meistararitgerð um alþjóða
mannréttindalögfræði og hefur
þar með fundið sína fjöl. „Einar
setti dæmið þannig upp að ef
vel tækist til þá myndum við
eðlilega halda áfram að
vera saman en ef ekki
þá hefðum við engu
að tapa. Í versta falli
myndi mér leiðast.
Ég ákvað að slá til
og fór út til hans
í janúar 2012.“
Síðan eru liðin sex ár og tíma
Evu og Einars saman er ekki lokið.
Þau eru sem eitt og hún segir að
sér finnist mjög skrítið að hugsa
sér lífið án hans. Áður en hún heill-
aðist af Einari, sem er tólf árum
eldri, segist Eva vanalega hafa fallið
fyrir töluvert yngri mönnum, eða
„litlum sakleysislegum lopapeys-
um,“ eins og hún kallar þá. „…
svo hentar mér einhvern veginn
miklu betur að vera með manni
sem rífur kjaft enda eigum við svo
margt sameiginlegt. Ég hafði alltaf
þær hugmyndir að karlar skiptust í
annaðhvort karlrembur eða mjúka,
undirgefna menn. Með Einari
komst ég hins vegar að því að það
eru til raunveruleg jafningjasam-
bönd milli karla og kvenna enda
er hann hvorki undirlægja né
karlremba.“
Varð fyrir barðinu á karlrembu
og fór ein síns liðs í druslugöngu
Í netsamfélaginu hefur Eva vakið
ómælda eftirtekt fyrir óháðar
og ögrandi skoðanir, meðal
annars á femínisma en þær
hefur hún viðrað frá því hún
byrjaði að blogga á slóðinni
norn.is árið 2003. Árið 2010 gaf
hún svo út bókina Ekki lita út
fyrir, sem hún kallar pönk-
aða sjálfsævisögu. Í bókinni
gefur meðal annars að líta
nektarmyndir af Evu undir
yfirskriftinni: „Ég er ýlandi
dræsa“ en þar má segja að
Eva hafi verið með sína eigin
druslugöngu og frjálsar
geirvörtur, fimm árum áður
en femínistar fylktu liði og
þrömmuðu niður Laugaveg
í sama tilgangi. Tjáningu
hennar var þó ekki tekið
sérlega vel enda töluvert
á undan sinni samtíð í
þessum efnum.
„Ég fékk sko að
heyra að þetta væri
nú ekki klassi, var
úthrópuð fyrir
sjálfsdýrkun og
fleira í þeim dúr.
En svo liðu nokkur
ár og þá fengum
við #freethenipple.
Fimm þús-
und
konur saman í liði meðan ég var
ein að berjast gegn drusluskömm
sem enginn hafði áhuga á á þeim
tíma,“ segir Eva svolítið pirruð og
bætir við að sér finnist mjög hall-
ærislegt að konurnar sem standa
fyrir druslugöngunni sýni á sama
tíma konum sem eru sjálfviljugar
í kynlífsiðnaði mikla forræðis-
hyggju en slíkt er eitur í beinum
Evu. Bókin hennar var líka ádeila
á karlrembu, eða forræðishyggju
karla, sem hún segist hafa fundið
fyrir í ríkum mæli þegar hún var
hvað öflugust í blogginu.
Ókunnugir karlar að gefa ráð
„Ég hef ekki farið varhluta af
karlrembu frekar en aðrar konur.
Þarna voru alls konar ókunnugir,
miðaldra karlar að senda mér
tölvupóst þar sem þeir voru í raun
að gefa mér, alveg óumbeðið,
alls konar góð ráð og segja mér
hvernig ég ætti að haga mér: „Þú
svona hugguleg kona ættir að passa
aðeins hvað þú segir og hvernig
þú skrifar. Þú myndir hafa meiri
áhrif ef þú myndir viðra skoðanir
þínar á aðeins mildari hátt,“ og svo
framvegis. Fyrst svaraði ég þessum
hrútskýringum með gríni en smátt
og smátt fór ég að upplifa karlfyr-
irlitningu. Þetta olli mér áhyggjum
svo mér fannst ég verða að gera
eitthvað í málinu,“ segir Eva sem
segist einnig hafa verið í makaleit
á þessum tíma en því hafi stundum
fylgt vonbrigði og ástarsorg.
„Ég var tortryggin gagnvart
körlum af því ég hafði verið særð.
Bókin var einhvers konar upp-
gjör við sjálfa mig sem kynveru
og á sama tíma uppgjör við
bæði karlrembur og femínisma.
Nektarmyndirnar voru engan
veginn einhverjar „fótósjoppaðar“
skvísumyndir en engu að síður
fékk ég það framan í mig að ég
væri sjálfhverf og rugluð. Svo liðu
örfá ár og allt í einu þótti það flott
að sýna brjóstin á sér – svo lengi
sem maður væri í hóp! Það er
eins og samfélagið stilli sig inn á
einhvern hópafemínisma sem allir
verða að vera sammála en þegar
ein manneskja stígur fram og segir
eða gerir eitthvað, þá horfir þetta
allt öðruvísi við,“ segir einfarinn,
nornin og lögfræðingur-
inn Eva Hauksdóttir að
lokum.
„Andar hinna framliðnu voru uppi um
alla veggi á heimilinu enda móðir
mín á kafi í spíritisma. Hún fór í andaglas,
sá drauga, var með ósjálfráða skrift og alls
konar svona eitthvert rugl.
„Nektarmyndirnar
voru engan veginn
einhverjar „fótósjoppaðar“
skvísumyndir en engu að síður
fékk ég það framan í mig að
ég væri sjálfhverf og rugluð.