Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 62
Vikublað 12. janúar 2018 Birta mælir með 50 UPPSKRIFT Í dýfur undir mexíkóskum áhrif- um eru alltaf sérlega vinsælar, ekki síst meðal unga fólksins sem hreinlega elskar allt sem mexíkóskt er í matargerðinni. Þessi girnilega uppskrift kemur úr smiðju Rósu Guðbjartsdóttur sem hefur gefið út fjölda upp- skriftabóka á síðustu árum en rétturinn er alveg tilvalinn til að bera fram á kósíkvöldi. INNKAUPALISTINN n 100 g guacamole n 1 dós nýrnabaunir, niðursoðnar n 1 lítill rauðlaukur, smátt saxaður n 150 g sýrður rjómi eða grísk n jógúrt n 180 g salsasósa n 1 dl blaðlaukur eða vorlaukur, saxaður n handfylli ferskt kóríander n tortillaflögur eða nachos Útbúið guacamole samkvæmt uppskrift hér að neðan. Setjið í botninn á fallegri glerskál. Maukið síðan nýrnabaunirnar (fást líka maukaðar) og blandið saman við saxaðan rauðlauk. Dreifið því yfir guacamole. Setjið því næst sýrðan rjóma ofan á og salsasósu. Stráið blaðlauk og kóríander þar ofan á og berið fram með tortillaflögum eða nachos eins og sumir kalla það. Guacamole n 2 avókadó, vel þroskuð n ½ rauðlaukur, smátt saxaður (má nota annan lauk) n 1 grænt chili, saxað örsmátt n 2–4 hvítlauksrif, marin (magnið fer eftir smekk) n 2 tómatar, fræ- og kjarnhreinsaðir, saxaðir smátt n ferskt kóríander, að smekk (má sleppa) n 3 msk. límónu- eða sítrónusafi n salt á hnífsoddi Maukið avókadóið og blandið öðru hráefni saman við. Berið fram strax. Njótið með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi á föstudags- eða laugar- dagskvöldi! Girnileg mexíkósk ídýfa fyrir kósíkvöldið DARK Spennandi þættir sem gerast í litlu afskekktu þorpi í Þýska- landi. Börn hverfa og þegar lögreglan fer að rannsaka hvörfin kemur í ljós að nákvæmlega sömu atburðir gerðust fyrir 33 árum. Þess- ir þættir láta þig missa svefn. HIMNARÍKI OG HELVÍTI Uppsetning Borgarleik- hússins á þríleik Jóns Kalmans var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gær en BIRTA fékk að kíkja á forsýningu og varð fyrir miklum áhrifum. Stórbrotin leikmynd og frábærir leikarar túlka þessa merkilegu sögu eftir einn af okkar fremstu rithöfundum. BLÁI BJÓRINN FRÁ BECKS Nú eru margir í árlegu jan- úarbindindi með tilheyrandi hreinsunar- kúrum. Ef þú ert þeirra á meðal, en langar samt að smakka eitthvað sem í það minnsta líkist bjór, þá er þessi afbragðs drykkur frá BECKS lík- legast sá besti sinnar tegundar. Fæst meðal annars í Fjarðarkaup- um og 10-11 en ekki í Vínbúðum. TEYGJUR Að viðhalda góðri heilsu þarf ekki að kosta krónu og sama hvað þú gerir, ekki gera ekki neitt. Byrjaðu til dæmis bara á því að teygja þig á morgnana og svo nokkrum sinnum yfir daginn. Áhrifin munu fljótlega skila sér í meiri liðleika og betri líðan. WHATS APP Flest erum við mjög háð Messenger-forritinu sem fylgir Facebook en vissir þú að Whats App er bæði öruggara og betra samskiptaforrit? Það er öryggiskóðað svo skilaboðin munu aldrei leka út og að auki getur þú eytt öllu sem þú sérð eftir að hafa skrifað, ekki bara í þínu eigin appi heldur hverfur það líka hjá þeim sem fengu skeytið! Hentugt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.