Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Síða 68
56 lífsstíll - ferðalög Helgarblað 12. janúar 2018 Flug Í hverju tilfelli fyrir sig var stuðst við leitarvél dohop.com til að finna ódýrasta flugfargjaldið þar sem farangursheimild er innifalin. Ódýrast er að fljúga til Barcelona á Spáni þar sem flugfar báðar leiðir fyrir tvo kostar rúmlega 89 þúsund krónur samtals. Sú upphæð er rúmlega einn þriðji þess kostnaðar sem fylgir því að ferðast til Phuket-eyju í Taílandi. New York, Bandaríkin Flogið frá Keflavík með WOW air á WOW Plus: Samtals: 140.483 kr. fyrir báðar leiðir Barcelona, Spánn Flogið frá Keflavík með WOW air á WOW Plus: Samtals: 88.983 kr. fyrir báðar leiðir. Denpasar, Bali Á leið út: Flogið frá Keflavík til Kaup- mannahafnar með SAS. Flogið frá Kaup- mannahöfn til Denpasar með Qatar Airlines með einni milli- lendingu í Doha. Á leið heim: Flogið frá Denpasar til Óslóar með einni millilendingu í Doha með Qu- atar Airlines. Flogið frá Ósló til Keflavíkur með Icelandair. Samtals: 256.209 kr. fyrir báðar leiðir. Phuket, Taíland Á leið út: Flogið frá Keflavík til Kaup- mannahafnar með SAS. Flogið frá Kaup- mannahöfn til Phuket með Qatar Airlines með einni millilendingu í Doha. Á leið heim: Flogið frá Phuket til Kaup- mannahafnar með Qatar Airlines með einni millilendingu í Doha. Flogið frá Kaup- mannahöfn til Íslands með Icelandair. Samtals: 258.831 kr. fyrir báðar leiðir. Gisting á fjögurra stjörnu hóteli í sjö nætur Aftur er miðað við ódýrustu fjögurra stjörnu gistinguna á hverjum stað fyrir sig og stuðst við leitarvélina á bókunarsíðunni booking.com. Ódýrasta gistingin er á Phuket-eyju en þar kostar vika á fjögurra stjörnu hóteli álíka mikið og ein nótt á fjögurra stjörnu hóteli í miðborg Barcelona. New York, Bandaríkin Gisting fyrir tvo í sjö nætur á ROW NYC við Times Square (án skatta og gjalda) Samtals: 87.395 kr. Barcelona, Spánn Gisting fyrir tvo í sjö nætur á Hotel Garbi Millenni (án skatta og gjalda) Samtals: 103.407 kr. Denpasar, Bali Gisting fyrir tvo í sjö nætur á Hotel Bali & Spa (án skatta og gjalda) Samtals: 24.414 kr. Phuket, Taíland Gisting fyrir tvo í sjö nætur á CA Res- idence (án skatta og gjalda) Samtals: 17.532 kr. Fín og hefðbundin máltíð Þriggja rétta máltíð fyrir tvo á fínum veitingastað Gert er ráð fyrir að parið geri vel við sig eitt kvöld í ferðinni og snæði kvöldverð á veitingastað í fínni kantinum. Hér má sjá verðdæmi af veitingastöðum sem valdir voru af handahófi en í öllum tilfellum var miðað við þriggja rétta máltíð á fimm stjörnu veitingastað. New York, Bandaríkin Á veitingastaðnum Le Bernandin Samtals: 27.056 kr. Barcelona, Spánn Á veitingastaðnum Passadis del Pep Samtals: 23.526 kr. Denpasar, Bali Á veitingstaðnum Kubu. Samtals: 11.698 kr. Phuket, Tæland Á veitingastaðnum La Gritta Samtals: 6.633 kr. Meðalverð á máltíð fyrir tvo á hefðbund- um veitingastað Samkvæmt leitarvél numbeo.com er langódýrast að borða úti á Denpasar í Balí en máltíð fyrir tvo á hefðbundnum veitingastað kostar minna en fjögur hundruð íslenskar krónur. New York, Bandaríkin: 3.870 kr. Barcelona, Spánn: 2.502 kr. Denpasar, Bali: 388 kr. Phuket, Taíland: 2.271 kr. Ferð á barinn Ekki er óalgengt að áfengi sé haft um hönd í fríi erlendis og hér er gert ráð fyrir nokkrum ferðum á barinn. Aftur eru hér tekin verðdæmi af stöðum sem valdir eru af handahófi. Til viðmiðunar má nefna að samkvæmt samanburðarvél á heimasíðunni numbeo.com getur bjórflaskan kostað 465 krónur í Denpasar, 834 krónur í New York, 375 krónur í Barcelona og 325 krónur í Phuket. New York, Bandaríkin 230 Fifth Rooftop Bar Mojito: 1.468 kr. Flaska af Carlsberg: 943 kr. Samtals: 2.411 kr. Barcelona, Spánn George Payne Bar Mojito: 1.126 kr. Flaska af Carlsberg: 469 kr. Samtals: 1.595 kr. Denpasar, Bali Casablanca Bar Mojito: 772 kr. Flaska af Carlsberg: 272 kr. Samtals: 1.044 Phuket, Taíland Surfhouse Bar Mojito: 878 kr. Flaska af Carlsberg: 520 kr. Samtals: 1.398 kr. Heildarkostnaður fyrir tvo Flug, gisting (án skatta og gjalda), 18 máltíðir á hefðbundum veitingastað, ein þriggja rétta máltíð á fínni veitingastað, þrjár ferðir á barinn. New York, Bandaríkin Samtals: 331.827 kr. Barcelona, Spánn Samtals: 265.735 kr. Phuket, Taíland Samtals: 328.068 kr. Denpasar, Bali Samtals: 341.632 kr. New York, Taíland, Spánn eða Balí? n DV tók saman kostnað við vikuferðalag n Gífurlegur verðmunur á gistingu og uppihaldi P ar sem hyggst fara í vikulangt frí erlendis í sum- ar þarf að gera ráð fyrir minnst 300 þúsund krón- um í ferðakostnað samkvæmt lauslegri könnun DV. Vika í New York-borg kostar hér um bil það sama og vika í ferðamannapara- dísinni Balí í Indónesíu ef mið- að er við fjögurra stjörnu gistingu. Heildarkostnaðurinn er lægstur ef ferðast er til Barcelona á Spáni þó svo að þar sé hótelgistingin dýrust. Hér er miðað við par sem hyggst fara í frí erlendis fyrstu vikuna í júlí næsta sumar eða nánar tiltek- ið 2.–9. júlí. Miðað er við gistingu á fjögurra stjörnu hóteli. Gert er ráð fyrir að að borðað sé úti mest- allan tímann og barinn jafnframt heimsóttur nokkrum sinnum. Þeir staðir sem litið er til eru Barcelona í Evrópu, New York í Bandaríkjun- um, Phuket í Taílandi og Balí í Indó- nesíu. Hér er um að ræða heildar- kostnað fyrir utan lausan kostn- að á borð við samgöngur, matvör- ur, snyrtivörur, skoðunarferðir og skemmtanir. Rétt er að taka fram að um gróflegan útreikning er að ræða og er listinn engan veginn tæmandi heldur eingöngu til viðmiðunar. n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.