Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2018, Qupperneq 70
58 fólk Helgarblað 12. janúar 2018 Lítt þekkt ættartengsl hin hLiðin „Það kæmi mér ekki á óvart að finna Geir ólafs í sturtunni minni“ Söngkonan, flugfreyjan og gleðigjafinn Helga Möller er alltaf með bros á vör. Hún tók því vel í að sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt núna? Kenna meira um fjármál, að gera skattaskýrslu og hvernig hjónaband gengur best upp. Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Spaksmannsspjarir. Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Einu sinni diskódrottning, alltaf diskódrottning. Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? Imagine. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Dans, dans, dans. Hvernig mundirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Gulur litur, eins og börn myndu sjá fyrir sér sólina. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Sound of Music, hélt tombólu til að komast í eitt skiptið af mörgum. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er ekki lengur? Herðapúðar. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Já, ég borða mat þar til hann er ónýtur. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónulega? Já. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Kreista bólur og kroppa ofan af sárum. Á hvern öskraðirðu síðast? Ég öskra mjög sjaldan, en mig minnir að það hafi verið yngri dóttir mín sem getur verið algjört „pain.“ Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Að hafa ekki séð Michael Jackson á sviði. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Marr í snjó. Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið? Ég vann einu sinni einn dag í fiski og mætti aldrei aftur. Um hvað varstu alveg viss þangað til þú komst að því að þú hafðir rangt fyrir þér? Að það væri „heilarandi“ í rólunni en komast að því 35 ára að það væri „heilagur andi“ í rólunni, en maður setti stein í róluna þegar maður tók róluna frá og sagði þessi orð. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? Ég hjálpi þér. Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, mundirðu hringja í lög- regluna? Ég þekki Geir Ólafs svo það kæmi mér ekkert á óvart að hann væri í sturtunni minni. Geir er svo óútreiknanlegur. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Að þroskast og verða betri manneskja með hverju árinu. Hvað er framundan um helgina? Ég er að syngja um helgina. ragna@dv.is ó hætt er að fullyrða að það gusti um dómsmálaráð- herra þjóðarinnar, Sig- ríði Ásthildi Andersen. Hæstiréttur Íslands úrskurðaði á dögunum að Sigríður hefði brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún vék frá niður- stöðu sér- stakrar dóm- nefndar við skipan dóm- ara við Lands- rétt. Pólitískir andstæðingar urðu æfir og kröfðust af- sagnar ráð- herrans, sem situr þó sem fastast. Það er lítt kunn staðreynd að dómsmálaráðherra er ná- frænka leikkonunnar Bryn- hildar Guðjónsdóttur, sem fer á kostum í hlutverki Dav- íðs Oddssonar í leikritinu Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu þessi dægrin. Ömmur þeirra, Sigríður Ást- hildur og Regína Guðjónsdæt- ur, voru systur. Þær ólust upp í Garðastræti 13, svokölluðu Hildibrandshúsi sem stendur við hliðina á Unuhúsi. ráðherrann og leikhús- stjarnan Sigríður Á. Andersen Það gustar um dóms- málaráðherra þjóðarinnar. Brynhildur Guðjóns- dóttir Fer á kostum í hlutverki Davíðs Oddsonar, pólitísks guð- föður frænku sinnar, í Borg- arleikhúsinu. Helga Möller Vill sjá hjóna- bandsráð- gjöf í skóla landsins Ævar Austfjörð Er frumkvöðull í kjötætulífs- stílnum og hefur aldrei verið betri. Jógvan Hansen Tekur kjötuætu-janúar fagnandi. Jógvan tekur kjötuætu- janúar með trompi Mælir hiklaust með átakinu en ætlar ekki að breyta því í lífsstíl e inn af frumkvöðlum átaks- ins er Ævar Austfjörð, kjötiðnaðarmaður og heilsutæknir, sem tók kjötu- ætu-janúar föstum tökum í fyrra. Það gaf góða raun og síðan hefur átakið þróast út í lífsstíl sem vak- ið hefur talsverða athygli. „Það er erfitt að skjóta á tölur en ég myndi telja að um 50–100 manns séu að taka þátt af krafti. Aðrir ganga kannski ekki eins langt en hafa þó stóraukið kjötneyslu í mánuðin- um,“ segir Ævar. Eins og nafnið gefur til kynna þá snýst átakið um að borða helst rautt kjöt í flest mál þó að einnig sé í góðu lagi að borða fisk og kjúkling og jafnvel kolvetnalágar dýraafurðir eins og ost og smjör. „Þetta snýst að mestu leyti að sneiða hjá kolvetni og plöntum. Ég mæli sterklega með þessu,“ segir Ævar sem segist ná betri ár- angri í ræktinni og upplifi betri líðan. Einn af þátttakendum í átak- inu er tónlistarmaðurinn góð- kunni Jógvan Hansen. „Ég byrjaði 2. janúar og hef staðið mig nokk- uð vel,“ segir Jógvan. Hann tekur sem dæmi að morgunmaturinn hans hafi verið steikt hakk og hafi heimilisfólk gert athugasemdir við að Cheerios-ið hans liti ein- kennilega út. „Þetta er samt nokk- uð strembið, sérstaklega af því að ég elska kolvetni og þá sérstak- lega allt sem hægt er að gera með kartöflur. Ef ég fengi val um kjöt eða kartöflur á eyðieyju þá er ég ekki viss um hvað ég myndi velja,“ segir Jógvan en bætir hlægjandi við að þá yrði að sjálfsögðu steik- ingarpottur að fylgja með jarðepl- unum. „Ég átti mjög auðvelt með að sleppa öðru grænmeti og ávöxt- um. Ég er alinn upp við fisk og kjöt í Færeyjum og hef ekki sterka tengingu við grænmeti eða hrís- grjón. Þetta höfðaði því frekar til mín en til dæmis veganúar,“ seg- ir Jógvan, sem segist hafa gam- an af því að taka þátt í öfgafullum áskorunum. Jóvgan segist þó hafa staðist raunina að mestu leyti en þó hafi hann aðeins svindlað varðandi neyslu áfengra drykkja. „Það er mikið um veislur í kringum mig og því hefur maður aðeins laum- ast í bjór eða léttvín en í mjög litlu magni,“ segir hann. Hann segist finna fyrir jákvæðum áhrifum af átakinu. „Ég fann fyrir smá svima og sleni fyrstu dagana en síðan komst ég yfir það og er bara mjög hress núna. Ég mæli hiklaust með þessu átaki en ég efast stórlega um að þetta verði lífsstíll hjá mér,“ segir hann. n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.