Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 3 1. Á G Ú S T 2 0 1 7
Stofnað 1913 209. tölublað 105. árgangur
NOTA KULD-
ANN TIL AÐ
HREINSA VATN
MAGNA
SAGA
SKIPSTJÓRA
DÍANA ER DROTTN-
ING Í HJÖRTUM
FÓLKS ENN Í DAG
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG 20 ÁR FRÁ ANDLÁTI 18VIÐSKIPTAMOGGINN
Óvirðing Upptökunni af heimilismann-
inum var dreift á samfélagsmiðlum.
Senda þurfti póst út til aðstand-
enda heimilismanna á Hrafnistu til
að minna þá á þagnarskyldu þeirra
gesta sem heimsækja heimilin og að
ekki sé heimilt að taka myndir af
íbúum án leyfis. Var það gert í kjöl-
farið á máli sem kom upp í sumar
þar sem gestur tók upp án heim-
ildar myndband af íbúa heimilisins,
sem var honum ótengdur, í óheppi-
legum aðstæðum og deildi á sam-
félagsmiðlum. Pétur Magnússon,
forstjóri Hrafnistu, segir að þau
hafi ekki lent í slíku áður. „Hjúkr-
unarheimili eru heimili fólks og þar
búa fleiri en sá sem tengist þér og
þá þarftu að sýna því fólki ákveðna
virðingu og tillitssemi og virða frið-
helgi einkalífsins,“ segir Pétur. Slík
mál geta varðað við persónuvernd-
arlög. »6
Dreifði myndbandi
af íbúa í óheppileg-
um aðstæðum
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Mér finnst það ekki gott upphaf á
samtalinu í aðdraganda þessara
samninga að byrja með einhvers
konar hótunartóni,“ segir Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra innt-
ur eftir viðbrögðum við ummælum
Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í
Morgunblaðinu í gær. Þar sagði
hann það nú stefnu sambandsins að
miða ekki við stöðuna í hagkerfinu í
kröfugerð í kjarasamningum. Kraf-
ist yrði sömu launahækkana og hjá
kjararáði.
Bjarni segir það lagaskyldu kjara-
ráðs að tryggja þeim sem undir það
falla sambærilega launaþróun og
annarra sem gegni viðlíka ábyrgð.
„Gylfi getur teflt fram þeirri skoð-
un að ráðið hafi brugðist þessari
lagaskyldu sinni og tekið vinnu-
markaðinn í uppnám út af því. Ég sé
ekki að það sé til framfara í þeirri
lotu sem er framundan,“ sagði
Bjarni.
Benedikt Jóhannesson fjármála-
ráðherra sagði það stærsta mál rík-
isstjórnarinnar að varðveita þann
kaupmátt sem unnist hefði á undan-
förnum árum. „Gylfi var náttúrlega
einn af þeim sem leiddu samkomulag
sem átti að stuðla að stöðugleika,
sem ég held að allir séu, að minnsta
kosti í anda, fylgjandi,“ sagði hann.
37 kjarasamningar losna í haust
og þar af 29 í dag.
Hótunartónn slæmt upphaf
Forsætisráðherra hugnast illa áform ASÍ Lykilatriði að halda kaupmættinum
MVarðveiti kaupmáttinn »4
Eigendur Kaupþings vildu afhenda
ríkinu Arion banka sem hluta af stöð-
ugleikaskilyrðunum árið 2015 en ekki
varð af því. „Þetta er pólitísk ákvörð-
un og ríkisstjórnin sem nú situr vill
selja sinn hlut í bankanum og út frá
því vinnum við. Þeir hefðu getað þjóð-
nýtt bankann á sínum tíma, þeim var
boðið það. Ég er maður sem leysi upp
þrotabú. Ef þeir vilja nú fara aðra leið
ættum við að ræða það og gera það,
en miðað við núverandi stefnu, sem er
að selja bankann, vil ég gera það á
sem átakaminnstan hátt í góðu sam-
starfi við alla,“ segir Paul Copley, for-
stjóri Kaupþings, í samtali við Við-
skiptaMoggann.
Copley segir að þegar hann hóf
störf hjá Kaupþingi í apríl á síðasta ári
hafi verið í skoðun að hafa frumútboð
á stórum hluta af hlut Kaupþings í
Arion banka. Hann segir að hætt hafi
verið við það eftir að Panama-skjölin
voru birt og stjórnarskipti urðu í kjöl-
farið. „Við vildum ekki selja á sama
tíma og það væru kosningar, út af
óvissunni sem skapast,“ segir Paul
Copley. »ViðskiptaMogginn
Vildu afhenda Arion
Panama-skjölin og
stjórnarskiptin hindr-
uðu sölu árið 2016
„Ég vona að þessi fundur marki upphafið að end-
inum á þrautagöngu þolenda Roberts Downeys,“
sagði Bergur Þór Ingólfsson, faðir fórnarlambs
kynferðisofbeldis, eftir að hann kom fyrir alls-
herjarnefnd Alþingis í gær. Á fundinum var fjallað
um uppreist æru og mál Roberts Downeys. »6
Fundurinn marki upphaf endaloka þjáninganna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stöður allra ríkisforstjóra sem
heyra undir umhverfis- og auð-
lindaráðuneytið verða auglýstar
lausar til umsóknar að loknum
skipunartíma núverandi forstjóra.
Þetta staðfestir Björt Ólafsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra, en
hún segir ákvörðunina m.a. tekna
til að bæta vinnubrögð og auka
gagnsæi stjórnsýslunnar.
Bjarni Benediktsson forsætisráð-
herra og Benedikt Jóhannesson
fjármálaráðherra sögðust í gær
ekki gera athugasemdir við
ákvörðun Bjartar, en ekki er vitað
til þess að fleiri ráðherrar muni
hafa sama háttinn á. »4
Verða allar auglýst-
ar að lokinni skipun
Andri Steinn Hilmarsson
Magnús Heimir Jónasson
Sauðfjárbændur voru þungir á brún
á fundi um stöðu og málefni sauð-
fjárbænda sem fram fór á Blönduósi
í gærkvöldi. Fyrirhuguð skerðing
sláturleyfishafa á afurðaverði er tal-
in geta valdið allt að 56% launalækk-
un hjá bændum. Bændur voru afar
ósáttir við ákvörðun sláturleyfishafa.
skylda sem var afnumin árið 2008.
Hann sagði það fyrst og fremst vera
til að koma í veg fyrir offramboð
lambakjöts á Íslandsmarkaði.
Bóndi á fundinum gagnrýndi
harðlega sláturleyfishafa fyrir að
hafa ekki gert nægilega mikið fyrir
innanlandsmarkað. Hrósaði þeim
fyrir átak og árangur á erlendum
mörkuðum en sagði að innlendir
markaðir hefðu setið eftir og hlaut
mikið lófatak fyrir. Teitur Björn
Einarsson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, var viðstaddur og sagði að
stjórnvöld hefðu ekkert annað val en
að koma að þessu máli og stuðla að
lausn. »2
Ágúst Andrésson, formaður Lands-
samtaka sláturleyfishafa, lagði til að
tekin yrði upp að nýju útflutnings-
Slæm staða blasir við bændum
Morgunblaðið/Eggert
Skerðing Það var þungt hljóð í
sauðfjárbændum á fundinum í gær.
Hvöss gagnrýni
á opnum fundi
sauðfjárbænda