Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Opið kl. 11-18 virka daga
Með einföldum aðgerðum
er hægt að breyta stærð
og lögun sköfunnar
• Tímasparnaður
• Engin kemísk efni
• Ódýrara
• Umhverfisvænt
• Vinnuvistvænt
Skínandi hreinir gluggar
Komið í
verslun okkar eða fáið
upplýsingar í síma
555 1515.
Einnig mögulegt að
fá ráðgjafa heim.
United Silicon biður um frest
Ekki heimilt að ræsa ljósbogaofninn nema með skriflegri heimild frá Umhverf-
isstofnun Niðurstöður frá norskri loftgæðastofnun væntanlegar í lok mánaðar
Sunna Ósk Logadóttir
sunna@mbl.is
Stjórnendur kísilvers United Silicon í
Helguvík fóru fram á það við Um-
hverfisstofnun að athugasemdafrest-
ur vegna áforma um stöðvun starf-
seminnar yrði framlengdur um viku
en hann átti að renna út í gær. Á það
féllst stofnunin ekki en fallist var á að
framlengja frestinn um sólarhring
eða til 31. ágúst. Stefnt er að því að
taka ákvörðun um stöðvunina fyrir
vikulok.
Umhverfisstofnun tilkynnti Unit-
ed Silicon í síðustu viku að hún
áformaði að stöðva starfsemi kísil-
versins ef afl ljósbogaofns verksmiðj-
unnar færi annaðhvort niður fyrir 10
MW eða stöðvaðist í klukkustund eða
meira, þó eigi síðar en 10. september.
Ekki yrði þá heimilt að endurræsa
ofninn nema með skriflegri heimild
að loknum endurbótum og mati á
þeim. United Silicon var gefinn kost-
ur á að gera athugasemdir við þessi
áform til 30. ágúst og hefur sá frestur
nú verið framlengdur um sólarhring.
200 kvartanir á sex dögum
Slökkt var á ljósbogaofninum, sem
nefndur var Ísabella við gangsetn-
ingu verksmiðjunnar, á laugardag
eftir að heitur kísill flæddi út á gólf.
Ítrekað hefur þurft að slökkva á ofn-
inum frá því verksmiðjan hóf starf-
semi í nóvember á síðasta ári.
Og enn er slökkt á Ísabellu. Íbúar í
nágrenni verksmiðjunnar og víðar í
Reykjanesbæ hafa frá því á laugar-
dag kvartað ítrekað til Umhverfis-
stofnunar um mengun frá henni. Alls
hafa borist um 200 kvartanir, flestar í
gær.
Íbúar kvarta undan ýmsum líkam-
legum einkennum, s.s. ertingu í önd-
unarfærum og þurrki og roða í aug-
um. „Ég var virkilega slæm í gær,“
skrifar íbúi á facebooksíðu þar sem
fólk deilir upplýsingum um líðan sína.
„En það sem braut hjarta mitt var að
þriggja ára sonur minn var sífellt að
ræskja sig.“ Fleiri segja svipaða
sögu. „Hausverkurinn alveg að gera
út af við mig núna,“ segir einn og ann-
ar tekur í sama streng. „Ég er ein-
mitt búinn að vera með þennan öm-
urlega hausverk.“ Sumir segjast
enga lykt finna, líkt og margir íbúar
lýsa, en segjast þó finna fyrir líkam-
legum einkennum. Einn lýsir því að
hann hafi í nokkra mánuði verið með
rauð augu og mikinn sviða. Annar
segir: „Ég hef einmitt aldrei fundið
lykt þar sem ég bý […] en hef vaknað
með þurran og auman háls og rauð
augu.“ Mæðgur lýsa svo svipuðum
einkennum.
Athugasemdirnar skipta tugum.
Ekki hefur verið staðfest hvaða efni
gætu leynst í loftinu sem valda þeim
einkennum sem íbúarnir kvarta yfir.
Norsk loftgæðastofnun, NILU, tók
sýni fyrir nokkrum vikum. Niður-
stöðurnar eiga að berast fyrir mán-
aðamót.
Fjármálaráðherra segir það stærsta
verkefni ríkisstjórnarinnar að varð-
veita þann kaupmátt sem náðst hafi
undanfarin ár, spurður um horfur í
kjaramálum fyrir haustið, en í dag
losna 29 kjarasamningar af 37 sem
losna í haust.
Benedikt Jóhannesson fjármála-
ráðherra segir að gagnkvæmur
skilningur þurfi að ríkja í samninga-
viðræðunum í haust. Spurður hvort
viðræður í haust gætu komið af stað
skriðu launahækkana, svonefndu
höfrungahlaupi, kveður hann nei við.
„Það eru ákvæði í samningum
nánast allra stétta um að ef farið
verði fram úr ákveðnum viðmiðum
losni samningar annarra. Ég held að
allir átti sig á því að það er mikið
ábyrgðarmál að ganga til samninga
núna. Við erum mjög vel meðvituð
um það og viðsemjendur okkar
örugglega líka,“ segir hann.
Benedikt segir mikilvægt að
standa vörð um þá kaupmáttaraukn-
ingu sem orðið hefur undanfarin ár.
„Ég lít á það sem stærsta verkefni
ríkisstjórnarinnar og okkar allra að
reyna að varðveita það,“ segir hann.
Laun hækki ekki ár eftir ár
„Það er ljóst að á undanförnum ár-
um höfum við tekið út mjög miklar
launahækkanir sem hafa skilað mikl-
um kaupmætti,“ segir Bjarni Bene-
diktsson forsætisráðherra.
„Á þessum tímapunkti er hægt að
segja að það er ekki hægt að halda
áfram á þessari braut vegna þess að
við getum ekki ár eftir ár hækkað
laun þannig að launahækkanir verði
langt umfram framleiðnivöxt. Ef
spenna á vinnumarkaði leiðir til þess
að einhvers konar höfrungahlaup fer
af stað þá er langlíklegast, sérstak-
lega þar sem við höfum nýlega tekið
upp svona miklar hækkanir, að slík-
ar launahækkanir muni á mjög
skömmum tíma brenna upp í verð-
bólgu,“ segir hann. jbe@mbl.is
Varðveiti
kaup-
máttinn
„Stærsta verkefni
ríkisstjórnarinnar“
Morgunblaðið/Eggert
Kjaramál Ráðherra segir gagn-
kvæman skilning þurfa að ríkja.
Stór borgarísjaki var á reki um 50 sjómílur (93
km) vestur af Látrabjargi í fyrrakvöld. Haraldur
Hjálmarsson sjómaður tók myndina um klukkan
20.30. Haraldur áætlaði að jakinn hefði risið allt
að 100 metra upp úr haffletinum. Hann sagði að
þarna hefði verið annar jaki miklu minni og svo
einhver lítil jakabrot.
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði við HÍ
og hafíssérfræðingur, sagði ekki óvenjulegt að
borgarísjakar sem líklega hefðu brotnað úr græn-
lenskum jöklum sæjust á þessum árstíma. Meira
ber á borgarís á reki á haustin en á öðrum tímum
ársins. Ingibjörg fann jakann á gervitunglamynd
og ætlar að fylgjast með hvert hann fer.
„Stundum getur verið erfitt að greina á gervi-
tunglamyndunum hvort um er að ræða stóran
borgarís eða stór skip. Kosturinn við stóra
borgarísjaka er að þeir eiga að sjást vel í ratsjám
skipa. Jakarnir valda meiri hættu fyrir skip þegar
þeir fara að brotna og sjást verr,“ sagði Ingibjörg.
Hún sagði að jakinn væri mjög nálægt skilum
Austur-Grænlandsstraumsins og Irminger-
straumsins og stutt í að hann kæmist í hlýrri sjó.
gudni@mbl.is
Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson
Fjallstór borgarísjaki djúpt vestur af landi
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Grunur leikur á að brotið sé á rétt-
indum starfsmanna á kínverska
veitingastaðnum Sjanghæ á Akur-
eyri. Að sögn Björns Snæbjörns-
sonar, formanns stéttarfélagsins
Einingar Iðju á Akureyri, eru flestir
starfsmenn staðarins meðlimir Ein-
ingar.
Björn segist lítið geta tjáð sig um
máið en staðfestir að vettvangs-
könnun á vegum stéttarfélagsins
hafi farið fram í gær og félagið sé að
skoða málið og óska eftir upplýs-
ingum og gögnum. Meðal þeirra
gagna sem óskað er eftir eru launa-
upplýsingar en fram kom í fréttum
RÚV í gærkvöldi að grunur léki á
að starfsfólk veitingastaðarins fengi
greiddar um þrjátíu þúsund krónur
á mánuði í laun og borðaði matar-
afganga á veitingahúsinu. Starfs-
mönnunum, sem eru fimm Kínverj-
ar, hefði verið lofað góðri atvinnu og
framtíðarbúsetu hér á landi gegn
því að greiða háa fjárhæð fyrir.
Spurður hvort það sé rétt að
starfsmenn fái um þrjátíu þúsund í
mánaðarlaun segir Björn að hann
geti ekki tjáð sig um það að svo
stöddu. „Við getum ekkert sagt um
það, við óskum eftir þeim upplýs-
ingum sem við höfum heimild til að
óska eftir og sjáum hvað kemur út
úr því. Lögreglan á Norðurlandi
eystra er komin með málið inn á
borð til sín ásamt mansalsteymi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“
Grunur um brot á réttindum
starfsfólks á veitingastað
Eining á Akureyri óskar eftir upplýsingum og gögnum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sjanghæ Fulltrúar stéttarfélagsins
fóru í vettvangskönnun í gær.