Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
✝ Ásbjörn Guð-mundsson
fæddist á Hellis-
sandi 12. ágúst
1925. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 21. ágúst
2017.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðbjörnsson skip-
stjóri, f. á Kol-
beinsstöðum í sam-
nefndum hreppi 15. október
1894, d. 18. september 1934, og
Guðrún Ásbjörnsdóttir, f. að
Öndverðarnesi 2. október 1895,
d. 20. mars 1996.
Ásbjörn var fimmti í röðinni
af sjö systkinum, en þau eru í
aldursröð: Hólmfríður Ása, f.
24. nóvember 1917, d. 20. febr-
úar 1921. Guðbjörn Herbert, f.
25. júní 1919, d. 10. júlí 1997,
kvæntur Rósu Guðnadóttur.
Fríða Ása, f. 29. júlí 1924, gift
Bjarna Ólafssyni. Ásbjörn, f. 12.
ágúst 1925, kvæntur Guðrúnu
Sigurðardóttur. Guðríður
Helga, f. 3. júlí 1927, d. 6. jan-
úar 1992, gift Gunnlaugi Inga
Ingasyni. Guðmundur Rúnar, f.
4. september 1933, kvæntur
Bryndísi Ingvarsdóttur. Fríða
Ása og Guðmundur Rúnar eru á
lífi og búsett í Hafnarfirði.
og tók sveinspróf í Hafnarfirði
1947. Hann stundaði nám í
stjórnun fyrirtækja í Bandaríkj-
unum og sat stjórnunarnám-
skeið á vegum Stjórnunarfélags
Íslands. Hann vann almenn
störf til lands og sjávar fyrir
iðnnám. Vann eftir iðnnám
sjálfstætt í pípulögnum og var
einn af stofnendum Félags
vatnsvirkja og Sameinaðra
verktaka. Hann var yfirverk-
stjóri hjá Félagi vatnsvirkja og
Vatnsvirkjadeildinni hf. og var í
stjórn þess félags um árabil.
Hann vann sem eftirlitsmaður
hjá ÍAV sf. með öllum hita- og
vatnsvirkjaframkvæmdum á
Keflavíkurflugvelli og víðar frá
1965 og þar til að hann lét af
störfum 67 ára að aldri. Hann
var formaður prófnefndar í
pípulögnum og sat í stjórnum
ýmissa fyrirtækja. Hann sat í
hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps
og mörgum sérnefndum
hreppsins. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, t.d. var hann
formaður Sjálfstæðisfélagsins
Njarðvíkingur, í stjórn full-
trúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í
Gullbringusýslu, í stjórn kjör-
dæmisráðs Reykjaneskjör-
dæmis. Hann var einn af stofn-
endum Lionsklúbbs Njarðvíkur.
Einnig tók hann virkan þátt í
undirbúningi og stofnun Hita-
veitu Suðurnesja.
Útför Ásbjörns Guðmunds-
sonar fer fram frá Hafnarfjarð-
arkirkju í dag, 31. ágúst 2017,
og hefst athöfnin klukkan 13.
Ásbjörn kvæntist
Guðrúnu Sigurðar-
dóttur, eftirlifandi
konu sinni, 14. júlí
1945. Hún fæddist
27. apríl 1925 í
Hafnarfirði. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Kristjáns-
son vélstjóri og
Valgerður Jóna Ív-
arsdóttir.
Börn Ásbjarnar
og Guðrúnar eru: 1) Guðrún
tónmenntakennari, f. 25. janúar
1945, d. 13. maí 2007, eigin-
maður Páll Hannesson vélstjóri.
2) Guðbjörn byggingafræð-
ingur, f. 31. mars 1946, d. 23.12.
2015, eiginkona Guðrún Guð-
mundsdóttir. 3) Sigurður Valur
tæknifræðingur, f. 13. mars
1950, eiginkona Hulda Stefáns-
dóttir. 4) Guðmundur Ásbjörn
húsasmiður, f. 11. júlí 1958, eig-
inkona Svanhildur Benedikts-
dóttir. Barnabörnin eru 13,
langafabörnin 28 og langa-
langaafabörn tvö. Afkomendur
eru 48 talsins.
Ásbjörn Guðmundsson pípu-
lagningameistari bjó lengst af á
Borgarvegi 40, Ytri-Njarðvík.
Hann lærði pípulagnir hjá Jóni
Ásmundssyni í Hafnarfirði,
gekk í Iðnskóla Hafnarfjarðar
Pabbi var ættaður af Snæ-
fellsnesi. Föðurætt frá Sveins-
stöðum í Neshreppi utan Ennis
en móðurætt úr Ásbjarnarhúsi
á Hellissandi. Foreldrar hans
voru Guðrún Ásbjörnsdóttir og
Guðmundur Guðbjörnsson skip-
stjóri sem hófu búskap í húsi
sínu, Bjarmalandi, árið 1916.
Árið 1928 fluttu foreldrar hans
til Hafnarfjarðar, þar sem faðir
hans hafði verið ráðinn skip-
stjóri.
Í Hafnarfirði var fjölskyldan
búsett er faðir pabba fórst í
sjóslysi við Siglufjörð haustið
1934. Hann missti föður sinn 9
ára og þá urðu fimm systkini
föðurlaus. Systkinin tókust á
við þann veruleika ásamt ungri
móður en áfallið mótaði hópinn.
Pabbi mátti aldrei neitt aumt
sjá án þess að veita aðstoð og
koma hlutunum til betri vegar.
Pabbi var afar stoltur af sínu
frændfólki og hugðist endur-
gera Ásbjarnarhús á Hellis-
sandi til að minna á uppruna
sinn.
Pabbi kvæntist mömmu,
Guðrúnu Sigurðardóttur, 14.
júlí 1945 en þau ólust upp í
Hafnarfirði, fóru í sveit á sama
bæ að Hvammi í Hvítársíðu,
þegar þau voru á barnsaldri.
Þau kynni hafa án efa átt þátt í
þeirra samvistum síðar. Pabbi
og mamma hófu búskap í Hafn-
arfirði og byggðu þau Hring-
braut 15. Pabbi vann mikið en
árið 1954 ákváðu þau að flytjast
til Njarðvíkur þar sem mikla
vinnu var að hafa í umhverfi
Keflavíkurflugvallar. Þar
byggðu þau Tunguveg 12 og
svo síðar Borgarveg 40. Í minn-
ingunni var hann alltaf að
byggja enda var mikið byggt á
Suðurnesjum.
Uppvaxtarár okkar mótuðust
af umræðu um öryggis- og
landhelgismál, velmegun og
framfarir eftir síðari heims-
styrjöldina. Við synirnir lærð-
um pípulagnir undir leiðsögn
pabba m.a. á Keflavíkurflug-
velli. Við fórum ungir með for-
eldrum okkar í vinnuferðir á
Straumnesfjall við Ísafjarðar-
djúp og að Gufuskálum á Snæ-
fellsnesi. Þrátt fyrir að við fær-
um ungir í sveit á sumrin, sem
þá var siður og á heimavist-
arskóla á okkar unglingsárum
þá voru foreldrar okkar til
staðar og var stuðningur þeirra
ómetanlegur. Pabbi var sann-
kallað ljúfmenni, traustur og
ávallt reiðubúinn til aðstoðar.
Hann lagði áherslu á ástundun,
heiðarleika og faglega nálgun
allra mála.
Pabbi var maður sem vildi
öllum gott gjöra. Fjögur börn
komust á legg, þrjú í Hafn-
arfirði og eitt á Suðurnesjum.
Nú eru Guðrún systir og Guð-
björn Helgi bróðir fallin frá en
við bræðurnir erum þess full-
vissir að þau hafi tekið vel á
móti þessum öðlingi, það veitir
okkur huggun í dag.
Börnin og barnabörnin höfðu
ávallt gaman af afa sínum,
hann kom þeim oft á óvart í
leik eða starfi. Öll eigum við
ljúfar minningar um frábærar
samverustundir. Nú er komið
að kveðjustund. Viljum við
þakka fyrir góða samferð sem
seint mun gleymast. Guð veri
með þér, við sem kveðjum get-
um litið fram á veginn með
fagrar minningar í farteskinu
um góðan og vandaðan dreng.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar
dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og mér ertu gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Sigurður Valur og
Guðmundur Ásbjörn.
„Góðum manni verður ekkert illt
gjört, hvorki lífs né liðnum, og guð-
unum er ekki sama um afdrif hans.“
(Sókrates)
Nú er elskulegur tengdafaðir
minn, Ásbjörn Guðmundsson,
látinn 92. ára að aldri. Horfinn
er af sjónarsviðinu mætur mað-
ur sem skilur eftir margar góð-
ar minningar.
Allt frá því ég kynntist
tengdaföður mínum fyrst fyrir
rétt rúmum 45 árum hefur
hann reynst góður tengdafaðir
sem tók mér vel og hlýlega.
Maður naut sín í návist hans og
þú skiptir máli, hann leit á mig
sem jafninga.
Þegar ég minnist Ásbjörns
kemur fyrst í huga mér orðið
traustur bakhjarl. Ásbjörn var
pípulagningamaður að mennt,
góður fagmaður og ósérhlífinn.
Þrátt fyrir hinar hrjúfu hliðar
starfsins var hann mikill fjöl-
skyldumaður og var vakinn og
sofinn yfir velferð fjölskyldunn-
ar. Að eigin frumkvæði kom
hann börnum og tengdabörnum
til aðstoðar, með hæglæti, yf-
irvegun og framtakssemi.
Markmið hans var að ná ár-
angri í því sem framkvæma átti
en lofsyrðum og þakklæti
þeirra sem aðstoðar hans nutu
var tekið með hógværð og
þeirri óskiptu ánægju að hafa
orðið öðrum að liði. Glaðværð
hans og glettni var aldrei langt
undan.
Við hlið hans á langri ævi
hefur tengdamóðir mín staðið.
Þau voru samheldin og bjart-
sýn, gengu þau saman í 73 ár
og var samband þeirra ávallt
náið og kærleiksríkt.
Hafðu þökk.
Hulda Stefánsdóttir.
Gjöruleiki, gleði, ást og hlýja
faðmur sem harmur ei fargað gat,
glæsilegur, stæltur sem dáðir drýgði,
maðurinn góði sem alla mat;
arfleifð eðalsteina mun lýsa okkur
leið
í gleði og sorg um lífsins skeið.
Gæfuspor, þú markar okkur braut,
við minningar hlýjar við þökkum,
í hinsta sinn með þér ég höfði mínu
laut
í bljúgri bæn, með hvörmum mínum
klökkum,
en áður en varir vorsól allt vefur
við fótspor þitt þá nýju lífi gefur.
Gæfusprota á þig laust vor móðir
jörð
og hjartagull sem okkur dáði,
á bak þér horfum en stöndum vörð
um gildin öll er um þig stráði,
með englasöng nú hljóma þín
ástarbönd
sameinuð að nýju, við sumarströnd.
Elsku afi. Með þessum orð-
um þakka ég þér þína styrku
hönd og hlýja hjarta. Megi góð-
ur guð blessa ömmu og veita
henni styrk.
Björn Rúnar Lúðvíksson
Í dag kveðjum við í hinsta
sinn okkar elskulega afa sem
hefur nú fengið sína kærkomnu
hvíld. Afi var einstakur, hjarta-
hlýr og ljúfur maður. Hann var
mikið glæsimenni, flottur til
fara, hávaxinn og virðulegur í
framkomu.
Afi skilur eftir sig ótalmarg-
ar skemmtilegar og fallegar
minningar.
Við systkinin vorum svo lán-
söm að fá að njóta þess að vera
með ömmu og afa í Birki-
hvammi, sumarbústaðnum
þeirra. Í Birkihvammi var mik-
ið brallað og fengum við ýmis
skemmtileg verkefni, svo sem
að smíða kassabíla, barnakofa,
hjálpa til við gróðursetningar,
uppgröft í kjallara eða malla
rabarbaragraut með ömmu. Afi
naut sín vel í sveitinni og var
það alltaf hans fyrsta verk að
ganga upp að fánastönginni
með barnabörnunum og flagga.
Ef foreldrar okkar voru ekki á
leið í bústaðinn þá áttu Ásbjörn
og Lilja það til að hringja í afa
og spyrja hvort þau mættu
koma með í sveitina. Afi neitaði
aldrei og minnast þau þess þeg-
ar þau fóru með rútunni inn í
Hafnarfjörð til ömmu og afa,
svo var haldið af stað í Birki-
hvamm.
Í sveitinni var ætíð mikill
gestagangur, líf og fjör. Ef
börn voru með í för, þá var allt-
af hægt að fá afa með í leik.
Hann leyfði okkur að stýra
bílnum upp að bústaðnum,
kenndi okkur að tefla og sátum
við mörg kvöldin saman í
kvöldkaffi og spiluðum vist eða
kana. Hápunkturinn var þegar
öll stórfjölskyldan var saman
komin og Guðrún frænka dró
fram gítarinn og allir sungu
með.
Árið 2000 flutti Fjóla og bjó
hjá þeim í kjallaranum á Vest-
urvanginum í Hafnarfirði.
Amma og afi voru þá orðin 75
ára og fannst þeim virkilega
notalegt að hafa „einhvern á
vaktinni“ í kjallaranum. Sá tími
er ómetanlegur. Gaman þótti
Fjólu þegar stappað var í gólfið
sem var merki þeirra um að nú
þyrfti hún að kíkja upp á gömlu
hjónin.
Afi var nýjungagjarn og
fróðleiksfús og vildi ávallt vera
með nýjustu tækni. Á gamals
aldri vildi hann endilega fá sér
tölvu, tengdist Skype og Ís-
lendingabók og hafði gaman af.
Ekki leið svo á löngu þar til
hann vildi ólmur fá sér fartölvu
þar sem það var nú það nýjasta
og á eftir komu flatskjár og
snjallsími. Nafni hans Ásbjörn
var honum innan handar við að
velja réttu tækin og passa upp
á að afi gerði nú enga vitleysu.
Afi lét ekkert stöðva sig, var
framkvæmdaglaður og ef hann
var ekki að byggja við heimilið
eða sumarbústaðinn þá lét
hann sig dreyma um að kaupa
spíttbát eða mótorhjól, sérstak-
lega ef það var á tilboði.
Síðustu árin þegar hann
dvaldi á Hrafnistu gladdi hann
ekkert meira en að sjá litlu
langafabörnin sem honum
fannst svo gaman að lauma sæ-
tindum til. Þau fengu hann allt-
af til að brosa og leið honum
best umvafinn börnunum sín-
um.
Afi var óendanlega stoltur af
afkomendum sínum og hvatti
hann okkur áfram í námi og
starfi og fylgdist vel með allt
fram að síðustu stundu. Fyrir
það erum við afar þakklát.
Við kveðjum okkar elskulega
afa með miklum söknuði en er-
um um leið svo þakklát fyrir öll
árin sem við áttum saman. Við
biðjum góðan Guð að styrkja
elsku ömmu á þessum erfiða
tíma.
Guð geymi þig, elsku afi okk-
ar.
Fjóla, Ásbjörn og Lilja.
Elsku afi.
Þá er öllum áhyggjum hvers-
dagsins lokið og þú getur loks-
ins hvílst eftir viðburðarík 92
ár.
Afi þurfti að vinna fyrir sér
alla ævi, allt frá 9 ára aldri
þegar hann missti pabba sinn.
Afi var dugnaðarforkur og
hann afi var stór maður, stór
karakter. Fyrir okkur sem
börn þá var svo ótrúlegt að
hann svona stór, með svona
stórar hendur skyldi geta verið
svona ljúfur, svona góður og
hvað hann gat kitlað mann. Við
minnumst þess ekki að hann
hafi nokkurn tíma skipt skapi
gagnvart okkur. Hann gat jú
verið ákveðinn og alvörugefinn
ef því var að skipta en það var
yfirleitt í starfi þegar vanda
þurfti til verka. Annars var
alltaf létt yfir afa, alltaf bros-
andi, alltaf hlæjandi.
Minningarnar um afa eru
hvað sterkastar þegar hugurinn
reikar austur fyrir fjall í Birki-
hvamm þar sem mörgum sumr-
um var varið. Þar fengum við
að þvælast um skóginn, niður
að vatni og koma svo inn í kaffi
þegar okkur hentaði, enda
amma alltaf að bera í okkur
mat, sem honum þótti síður
verra. Oftar en ekki var eitt-
hvert verkefni fyrir stafni.
Grafa út kjallara, breyta stíg-
um, girða, dytta að og bæta.
Þar lærðum við bræðurnir
mörg handtökin, lærðum að
vinna. Það eru líka góðar minn-
ingar þegar þú tókst í spilin
með börnum þínum eða barna-
börnum eða þegar sungið var
með undirleik pabba, Guðrúnar
frænku eða Guðbjörns frænda.
Þar naustu þín einstaklega vel.
Góðar minningar eru um
fjölmörg jólin sem voru haldin
á Borgarveginum, að fá kalkún,
sykurbrúnar kartöflur og slatta
af sósu. Svo var biðin löng eftir
því að pakkarnir yrðu teknir
upp. Þar sast þú, höfðinginn, og
fékkst okkur barnabörnin til
þín með stjörnur í augunum og
þar lastu á alla pakkana og út-
býttir þeim til jafns. Mackin-
tosh’s og ís var víst torgað í
tonnavís, svona rétt til að vera
viss um að fólkið færi ekki
svangt heim. Svo var ansi lík-
legt að gripið væri í harmon-
ikkuna og jólalög spiluð á með-
an börnin þrömmuðu í kringum
jólatréð.
Síðustu árin voru þér erfið
og samverustundirnar fáar, en
eftir að hafa misst dóttur þína
og son náðir þú aldrei aftur
þínum fyrri styrk. Verst þótti
okkur að sjá stóra og sterka
afa okkar verða bundinn við
hjólastól síðustu æviárin. Full-
skýr í höfðinu en áttir þó undir
það síðasta erfitt með að koma
hugsunum þínum á framfæri og
ræða við okkur. Handtakið var
þó til staðar, þétt og hlýtt. Þú
vildir helst ekki sleppa því. Það
var þungbært fyrir alla fjöl-
skylduna að missa úr frænd-
garðinum, Guðrúnu og Guð-
björn Helga, og nú þegar þú
kveður þá er missirinn sár.
Elsku afi, við þökkum þér
fyrir leiðbeiningar við leik, nám
og störf. Við þökkum þér fyrir
lífið sjálft. Þú getur horft stolt-
ur um öxl. Hlutverkinu er lokið
og viðskilnaðurinn er góður.
Þannig snýst lífsins hjól.
Ásbjörn, Höskuldur,
Stefán Valur og Lárus
Kristinn.
Mikill höfðingi er fallinn frá,
frændi minn Ásbjörn Guð-
mundsson, er genginn á vit for-
feðra sinna eftir langa og far-
sæla ævi. Í æskuminningu er
móðurfólk okkar systkina á
Suðurnesjum sveipað ævintýra-
ljóma, næstum eins og það
byggi í útlöndum. Móðurbróðir
okkar Ásbjörn svo hár og
glæsilegur eins og amerísk
kvikmyndastjarna, ætíð kallað-
ur Ási frændi. Var svo bros-
mildur og glettinn við okkur
börn systur sinnar Helgu og
með þeim systkinum öllum
miklir kærleikar. Ætíð var tal-
að um þau hjónin í einu orði,
svo samhent voru þau, talað um
Ása og Lillu; Guðrún kona hans
svo brosmild og falleg. Við viss-
um að þau voru búin að vera
gift frá því þau voru kornung,
höfðu forðum fengið forseta-
leyfi til að giftast. Og nú þegar
frændi minn og kær vinur
kveður eftir langa ævi, rúmlega
níræður, sér elsku Guðrún á
eftir eiginmanni til rúmlega 70
ára. Mikil og aðdáunarverð er
hennar tryggð og umhyggja,
hvernig hún ætíð stóð þétt með
sínum manni. Einnig eftir að
hann varð að flytja vegna sjúk-
leika af fallega heimilinu þeirra
við Herjólfsgötu yfir á Hrafn-
istu í næsta nágrenni, þar sem
vel var um hann hugsað. Þökk
sé henni og öllu góða starfs-
fólkinu þar.
Það var einmitt við hönnun
húsanna við Herjólfsgötu 36-40
sem með okkur frænda tókst
dýrmætt samstarf og ný kynni,
árið 2003 kom hann til mín á
vinnustofuna með þrjá vini
sína. Þeir höfðu nú sótt um lóð
og höfðu hug á að byggja fjöl-
býlishús með nær 50 íbúðum
fyrir eldri borgara í Hafnarfirði
og báðu mig að vinna verkið.
Þarna kynntist ég frænda mín-
um sem óþreytandi eldhuga,
fullum af hugmyndum og fram-
kvæmdakrafti. Og mikil var
gleði okkar þegar þau hjón
fluttu inn einna fyrst íbúa og
húsið fékk umverfisverðlaun
Hafnarfjarðar fyrir smekkvísi
og fallega umgjörð. Þangað
flutti líka á neðri hæðina Fríða
Ása systir hans, sem nú sér á
eftir kærum bróður. Eftir lifir
líka Guðmundur Rúnar og eru
þau Fríða nú tvö eftir af sex
börnum ömmu Guðrúnar af
Holtsgötu 6. Móðir þeirra og
kær amma okkar var akkerið í
fjölskyldunni, einstök kona sem
hafði verið ekkja í 61 ár þegar
hún lést 101 árs gömul.
Þegar árin færðust yfir
fannst mér Ási fá svo sterkan
svip af móður sinni, tígulegt ró-
legt yfirbragð en amma var
kvenna glæsilegust og fríðust.
Hún sagði mér eitt sinn hve
fæðing Ása hefði verið erfið og
löng, hann hefði verið rúmar 20
merkur og sitjandi fæðing en
mikil gæfa sín að fá hann, ætíð
reynst sér svo undurgóður son-
ur. Nú hafa þau mægðin sem
og margir aðrir gengnir ástvin-
ir hist aftur í himnaranni og við
vitum að þar hafa orðið fagn-
aðarfundir. Um leið og ég kveð
kæran frænda með þakklæti og
óska honum góðrar ferðar inn í
ljósið sendi ég Guðrúnu konu
hans og öðrum ástvinum hug-
heilar samúðarkveðjur. Minn-
ingin lifir um mætan mann.
Guðmundur Gunnlaugsson.
Nú er fallinn frá síðasti
stofnfélagi í Lionsklúbbi Njarð-
víkur, Ásbjörn Guðmundsson.
Það voru 15 dugmiklir og dríf-
andi menn sem stofnuðu klúbb-
inn fyrir tæpum 60 árum, eða
hinn 2. mars 1958. Ásbjörn var
mjög virkur í öllu starfi klúbbs-
ins.
Var hann gjaldkeri í fyrstu
stjórn hans, sem og formaður
1963-64. Ásbjörn var gerður að
Melvin Jones-félaga 1992 og
síðar að ævifélaga í Lions-
klúbbi Njarðvíkur.
Ásbjörn, eða Ási eins og
hann var gjarnan kallaður af
félögum sínum í lionsklúbbnum,
var ætíð hrókur alls fagnaðar,
hvort heldur var á fundum, í
ferðum klúbbsins eða skemmt-
unum lionsmanna. Það eru
margar góðar minningar sem
þeir eiga félagar í Lionsklúbbi
Njarðvíkur, sem kynntust Ása í
starfi hans þar.
Um leið og við þökkum Ás-
birni fyrir hans mikla og góða
starf í og fyrir Lionsklúbb
Njarðvíkur, sendum við sam-
úðarkveðjur til Guðrúnar eig-
inkonu hans og fjölskyldunnar
allrar.
Minningin lifir um góðan fé-
laga.
F.h. Lionsklúbbs Njarðvíkur,
Ólafur Thordersen
formaður.
Ásbjörn
Guðmundsson