Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur þátt í Hjólböru- tónleikum á Ljósanótt í kvöld. Hjól- börutónleikarnir sem haldnir verða í Keflavíkurkirkju þykja ómissandi þátt- ur í Ljósanótt. Tónleikarnir eru haldnir í þriðja sinn og marka upphaf Ljósa- nætur. Þrír tónlistarmenn koma fram á tónleikunum. Kjartan Már á fiðlu, Arnór Vilbergsson á orgel og Elmar Þór Hauksson syngur. Kjartan segir að tónleikarnir hafi fest sig í sessi. „Það hefur verið húsfyllir í þau skipti sem við höfum spilað. Ég á ekki von á öðru í ár. Við erum búnir að setja listann inn á fésbókina og menn geta farið að undirbúa sig fyrir kvöldið,“ segir Kjartan Már sem bendir á óvenjulegt fyrirkomulag tónleikanna. „Við höfum tekið saman 184 lög sem fara á lista og svo sjá gestir sjálfir um að velja með því að t.d. gala yfir hóp- inn. Í fyrra tókum við með okkur bað- vog og fengum tónleikagesti til að stíga á og sú tala sem upp kom réð þá næsta lagi.“ Kjartan segir að fyrir- komulagið hafi verið vinsælt, aðallega hjá körlunum. Auk þess sem fæðingar- ár og annað slíkt var notað til þess að velja næsta lag. „Tónleikarnir snúast vissulega um góða tónlist en alls ekki síður um sprell og að hafa dálítið gaman af,“ segir Kjartan. Hann segir öll lög jafn spennandi og ekkert eitt lag sem hann vilji losna við að spila. „Það fer vel saman að vera bæjar- stjóri og fiðluleikari. Ég var skólastjóri tónlistarskólans og fiðlukennari í tutt- ugu ár. Ég hef ekki mikið komið fram á tónleikum. Geri það aðallega þegar ég er beðinn um það,“ segir Kjartan og skellir upp úr. Fiðluleikarinn og bæjar- stjóri Reykjanesbæjar gefur tónleika- gestum það loforð að tónleikarnir standi ekki lengur en klukkustund í Keflavíkurkirkju í kvöld. Bæjarstjórinn tekur upp fiðluna á Ljósanótt Ljósmynd/pket Tónlist Kjartan Már Kjartansson, Elmar Þór Hauksson og Arnór Vilbergsson Fiðluspil á hjólbörutónleikum Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Björk Hólm Þorsteinsdóttirstarfar sem forstöðumað-ur bókasafns Dalvíkur-byggðar og Héraðs- skjalasafns Svarfdæla en hún futti ásamt maka sínum, Rúnari Jóhann- essyni, til Dalvíkur um jólin 2015. Björk átti þá von á sínu fyrsta barni og ákváðu þau Rúnar að skoða möguleikann á að flytja norður í „sveitina“ í fæðingarorlofinu en hús- næðisverð á höfuðborgarsvæðinu ýtti undir þessa ákvörðun þeirra. „Húsnæðisverð í Reykjavík var farið að fara illa með okkur og við ákváðum að prófa að taka níu mánuði úti í sveit og svo bara höfum við ekk- ert farið,“ segir Björk. „Ég fékk síðan þessa frábæru vinnu sem hefur kannski gert það að verkum að ég hef ekki hugsað um að fara, hvorki lönd né strönd.“ Hún segir talsvert öðruvísi að búa á lands- byggðinni en í Reykjavík og flutning- urinn norður hafi ekki komið neinum jafnmikið á óvart og henni sjálfri. „Þetta er talsvert annað, ég er nátt- Einfaldleiki lands- byggðarinnar heillar Björk Hólm Þorsteinsdóttir er uppalin í Svarfaðardal en eftir nokkurra ára dvöl í höfuðborginni ákvað hún að flytja norður á ný til Dalvíkur. Hún gegnir nú stöðu forstöðumanns bókasafns Dalvíkurbyggðar og hefur verið dugleg að bæta við nýjungum á bókasafninu. Hún hefur nýtt sér mátt samfélagsmiðla til að hvetja til lestrar og kynna íbúum ýmsar nýjungar á bókasafninu. Hugmyndarík Ein af myndunum sem Björk hefur deilt á fésbók bókasafns- ins á Dalvík til að minna á bóksasafnið og hvetja til aukins lestrar íbúa. ÞAR SEMÚRVALIÐ ER AF UMGJÖRÐUM Ávallt fríar sjónmælingar Með öllum margskiptum glerjum* fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. KAUPAUKI * Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler Umgjörð: BOTTEGA VENETA Módel: Hrönn Johannsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.