Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 6
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er að vona það að þingið taki sig saman og fari ekki í flokkspólitískar grafir. Ég vil að þingið haldi á þessu máli fyrir okkur. Við erum búin að halda á nógu miklu,“ sagði Bergur Þór Ingólfsson leikari við Morg- unblaðið að lokn- um fundi alls- herjar- og mennta- málanefndar Al- þingis í gær þar sem uppreist æru var til umræðu. Bergur ávarpaði fundinn og svar- aði í kjölfarið spurningum nefndarmanna. Bergur er faðir stúlku sem lögmað- urinn Robert Downey braut á. Ro- bert Downey fékk uppreist æru í september á síðasta ári. Bergur hef- ur farið fyrir brotaþolum Roberts Downey og fjölskyldum þeirra sem hafa síðustu mánuði reynt að vekja athygli á málinu undir yfirskriftinni Höfum hátt. Telurðu að þessi barátta ykkar hafi skilað því, eftir þennan fund, að málið sé nú komið í formlegt ferli? „Ég vona það. Ég vona að þessi fundur marki upphafið að endinum á þrautagöngu þolenda Roberts Dow- ney.“ Sigríður Andersen dóms- málaráðherra kom fyrst fyrir fund- inn. Kvaðst hún hafa látið taka sam- an í ráðuneytinu lista yfir allar umsóknir um uppreist æru frá 1995 með skýringum um afdrif þeirra. Þannig vilji hún fá yfirsýn yfir þróun þessara mála. Stefnt sé að því að láta vinna þennan lista lengra aftur í tím- ann. Ekki léttvæg ákvörðun Sigríður lýsti því að í mörgum til- vikum hefði verið legið þungt á ráð- herrum vegna afgreiðslu slíkra mála. Það hefði ekki reynst léttvægt að taka ákvörðun þegar um alvarleg- ustu brotin var að ræða. En eftir margendurteknar skoðanir innan dómsmála- og innanríkisráðuneytis, hefði niðurstaða sérfræðinga verið á þá leið að ráðherra væri ekki heimilt að undanskilja einhverja brotaflokka eða afgreiða mál eftir persónulegu mati sínu. Niðurstaðan hefði alltaf verið sú að bregða ekki út frá þeirri stjórnsýsluhefð að veita uppreist æru að uppfylltum skilyrðum. Sigríður lýsti því að hún teldi ekki rétt að ráðherra bæri ábyrgð á vél- rænni afgreiðslu svona mála. Hún hyggst leggja fram frumvarp í haust sem felur það í sér að ekki verði lengur hægt að sækja um upp- reist æru. Ákvæði þess efnis í al- mennum hegningarlögum verði felld brott og í staðinn sett önnur skilyrði í lögum þar sem í dag er talað um óflekkað mannorð. Úr sér gengin lög Bergur Þór ávarpaði fundinn og sagði að upplifun sín og fólksins sem tekið hefur þátt í baráttunni með honum væri að hugtakið uppreist æru hefði verið misnotað í þessu máli. Það hljómi fáránlega í eyrum venjulegs fólks að forseti Íslands beri enga ábyrgð á málinu en samt þurfi undirskrift hans til. „Lögin eru úr sér gengin enda eru þau aldargömul og hugmyndin um þau er líka aldargömul,“ sagði Berg- ur. Hann lýsti því að fjölskyldu sinni og fjölskyldum fleiri brotaþola óaði við því að maður eins og Robert Downey skyldi geta starfað sem lög- maður. Með því að hljóta uppreist æru hafi hann sannað sakleysi sitt. „Þannig lítur það út fyrir okkur. Og hann komi til með að starfa sem lög- maður með sama viðhorfi.“ Bergur sagði að breyta ætti lögum um uppreist æru hið fyrsta en jafn- framt að taka til endurskoðunar lög um barnaníð og kynferðisofbeldi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Allsherjarnefnd Dómsmálaráðherra boðar frumvarp um að ekki verði lengur hægt að sækja um uppreist æru. Vonar að málið fari ekki í flokkspólitískar grafir  Fjallað um uppreist æru í allsherjarnefnd í gær Bergur Þór Ingólfsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í sumar kom upp mál á einu heimili Hrafnistu þar sem gestur tók upp án heimildar myndband af íbúa heimils- ins, sem var honum ótengdur, í óheppilegum aðstæðum og deildi á samfélagsmiðlum. Það komst upp um athæfið og viðkomandi var beð- inn um að fjarlægja myndbandið, sem hann gerði. Í kjölfarið var sér- stök tilkynning send til aðstandenda heimilismanna á Hrafnistu um myndatökur og þagnarskyldu þeirra gesta sem heimsækja heimilin, sem eru hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Í tilkynningunni eru gestir Hrafnistu- heimilanna minntir á að halda því sem þeir sjá eða heyra um aðra íbúa fyrir sjálfa sig. Ekki sé leyfilegt að ræða slík mál utan Hrafnistu, taka ljósmyndir af íbúum né upptökur án leyfis, slíkt varði við lög um persónu- vernd og meðferð persónuupplýs- inga. „Við höfum ekki lent í slíku atviki áður enda gera langflestir sér grein fyrir að aðgát skal höfð í nærveru sál- ar,“ segir Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu. „Hjúkrunarheimili eru heimili fólks og þar búa fleiri en sá sem tengist þér og þá þarftu að sýna því fólki ákveðna virðingu og tillits- semi og virða friðhelgi einkalífsins. Heilsufar og andlegt ástand heimilis- fólks getur verið mismunandi, t.d. get- ur það verið með heilabilun á einhverju stigi og þarf oft mikla aðstoð og þjón- ustu.“ Pétur segir að með tilkomu snjall- síma sé fólk duglegt að taka myndir og myndbönd og deila á samfélagsmiðl- um. „Að taka upp myndband af öðrum íbúa en verið var að heimsækja var mjög óviðeigandi, þetta var einstak- lingur í yngri kantinum og þegar hon- um var bent á það kippti hann því strax út. Við höfum verið að minna gesti hjúkrunarheimilanna á að sýna nær- gætni og hafa þagnarskyldu og einkalíf fólks í huga. Fólk sýnir þessum ábend- ingum fullan skilning og er mjög þakk- látt,“ segir Pétur. Ef myndbandið hefði ekki verið fjarlægt af vefnum hefði málið verið kært til lögreglu á grund- velli persónuverndarlaga. Fólk ekki meðvitað um lögin Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, segir slík mál koma reglulega inn á borð til þeirra og að þeim sé mögulega að fjölga. „Það má samt segja að það kemur á óvart hvað það kemur í raun og veru lítið inn af slíkum málum miðað við hvað það er mikil dreifing á myndböndum og myndum,“ segir Helga, málin varði ýmislegt. „Til dæmis er verið að taka myndir úr upptökumyndavélum og senda á óviðkomandi aðila. Það eru síð- ur á Facebook þar sem birtast myndir af ólöglega lögðum bílum, en bílnúmer er persónuupplýsingar, og ýmislegt misgott sagt um fólk.“ Helga segir að það þurfi að fara með varúð þegar kemur að myndbirtingum af öðrum, allt frá saklausum tækifær- ismyndum. „Strangt til tekið þarf sam- þykki fyrir að vinna persónuupplýsing- ar. Myndir og myndbönd inn á samfélagsmiðlum falla undir rafræna vinnslu sem er undir gildissviði per- sónuverndarlaganna, þá þarf heimild fyrir birtingu.“ Kvörtunarmálum sem snúa að slík- um málum lýkur oftast með því að myndin eða myndbandið er fjarlægt af samfélagsmiðlinum. „Fólk er oft ekki meðvitað um að það hafi verið að brjóta lög, það gleymir sér og heldur að það sé að tala við vini sína sem skipta kannski hundruðum eða þúsundum í einhverjum hópum,“ segir Helga.  Gestur á Hrafnistu tók upp myndband af öldruðum heimilismanni, sér ótengdum, í óheppilegum að- stæðum og dreifði á samfélagsmiðlum  Óviðeigandi og varðar við lög um persónuvernd Birti myndband af heimilismanni Morgunblaðið/Golli Einkalíf Hrafnista í Reykjavík. Pétur Magnússon Helga Þórisdóttir Leitar þú að traustu BÍLAVERKSTÆÐI Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi Sími 587 1400 |www. motorstilling.is SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR 587 1400 Við erum sérhæfðir í viðgerðum á amerískum bílum. Mótorstilling býður almennar bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla. Hugmyndir Sig- ríðar Andersen dómsmálaráð- herra, um breyt- ingar á lögum sem miði að því að ekki verði lengur hægt að veita uppreist æru, lofa góðu. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í gær að loknum fundi allsherjar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hún á sæti í. Þórhildur sagði það vera viss von- brigði að ráðherra ætlaði ekki að leggja fram öll gögn sem mögulega væri hægt í þessu máli. „Ef ráðherra ætlar að halda trúnað um gögn verð- ur hún að vísa í það hvaða laga- ákvæðis hún er að vísa til. Þetta var tilefni umræðna í nefndinni. Það voru líka viss vonbrigði að ráð- herrann skyldi ekki vera reiðubúinn að ræða efnislega um þetta mál,“ sagði Þórhildur. Hún sagði að ekki hefði verið ósk- að eftir því að ræða um persónuleg málefni Roberts Downeys, heldur um málsmeðferðina þegar umsókn hans um uppreist æru var afgreidd. Enn fremur vildi hún að sett væri í forgang að tryggja að barnaníðingar og aðrir níðingar gætu ekki starfað sem lögmenn. „Það er hins vegar mikið fagnaðarefni að sjá áhuga nefndarinnar á að taka þetta mál fyr- ir og laga það sem fyrst. Ég held að málið sé hægt og rólega á réttri leið, en vissulega mætti taka harðar á slíkum málum og vera líka hrein- skiptnari og heiðarlegri við almenn- ing varðandi öll þau gögn sem tengj- ast slíkum málum og eru ekki háð sérstökum trúnaði.“ Boðar frumvarp Þórhildur telur að leggja þurfi meiri áherslu á það atriði sem snýr að starfsréttindum lögmanna, en að hennar mati væri rökrétt að byrja þar. Fyrir vikið boðar hún eigið frumvarp í þeim efnum, komi það ekki fram fyrir þingsetningu 12. september. „Ég tel að við þurfum að byrja á því að laga lagaákvæði um lögmenn og síðan mega tillögur ráð- herra verða að veruleika,“ sagði Þór- hildur. „Mér líst ágætlega á þær eins langt og þær eru komnar, en þær virðast allar vera enn á einhverju hugleiðingastigi.“ hjortur@mbl.is Held að málið sé á réttri leið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  Níðingar starfi ekki sem lögmenn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.