Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 7
Í dag verða á Laugarvatni undirrit-
aðir samningar um yfirtöku sveitar-
félagsins Bláskógabyggðar á
íþróttahúsi og sundlaug á staðnum
sem hafa verið í eigu ríkisins vegna
starfsemi Háskóla Íslands eystra.
Menntaskólinn að Laugarvatni,
grunnskólinn að Laugarvatni og
Ungmennafélag Laugdæla munu því
í framtíðinni leigja íþróttaaðstöðuna
af Bláskógabyggð í stað Háskóla Ís-
lands. Benedikt Jóhannesson fjár-
málaráðherra undirritar samninginn
fyrir hönd ríkissjóðs.
Bæði íþróttahúsið og sundlaugin
voru hluti af aðstöðu sem fyrir hendi
var vegna starfsemi Íþróttakennara-
skóla Íslands. Hún fluttist síðar til
Kennaraháskóla Íslands og loks HÍ,
sem aftur hætti starfsemi að
Laugarvatni síðasta vor. Óvissa hef-
ur verið um afnot af þessum mann-
virkjum, en nú er henni eytt.
„Meginmálið er að fólk í sveitinni
geti nýtt sér frábæra aðstöðu, sem
við ætlum jafnvel að kynna enda get-
ur hún orðið aðdráttarafl fyrir Laug-
arvatn,“ segir Helgi Kjartansson,
oddviti Bláskógabyggðar.
Íþróttaað-
staða yfirtekin
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Laugarvatn Íþrótta- og skólaþorp.
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Drög að breytingum á reglugerð
um ökuskírteini hafa verið lögð
fram og ef þau verða að veruleika
verður heimilt að taka bílpróf á
sjálfskipta bifreið og verða ökurétt-
indin þá takmörkuð við slíkan bíl.
Samkvæmt núgildandi reglugerð
er aðeins heimilt af heilbrigðis-
ástæðum að taka próf á sjálfskipta
bifreið og þá að mati læknis. Í nú-
gildandi reglugerð er gerð krafa
um að unnt sé að taka úr notkun
hjálparbúnað, t.d. bakkmyndavélar
og veglínuskynjara, þegar kennsla
og próf fer fram. Í ljósi þess að
hjálparbúnaður í ökutækjum verð-
ur stöðugt algengari og fjölbreytt-
ari er talið óraunhæft og óeðlilegt
að gera kröfu um slíkt. Er af þeim
sökum lagt til að þegar ökutæki
sem notað er við kennslu eða próf
er búið sérstökum hjálparbúnaði
skuli ökunemi geta útskýrt virkni
slíks búnaðar.
Þá eru lagðar til breytingar um
að skýra ákvæði er varða námskeið
vegna endurmenntunar atvinnubíl-
stjóra.
Drög að breytingum á reglugerð
um ökuskírteini eru nú til umsagn-
ar hjá samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytinu. Frestur til að senda
umsagnir um drögin er til 11. sept-
ember næstkomandi.
Bílpróf á
sjálfskiptan?
Nýtt meindýr hefur gert vart við
sig á birki, blaðvespa sem hlotið
hefur heitið birkiþéla og leggst á
birkitegundir. Þetta kemur fram á
facebook-síðunni Heimur smádýr-
anna sem Erling Ólafsson, skor-
dýrafræðingur á Náttúrufræði-
stofnun Íslands heldur úti. „Þetta
er meinsemd úti um alla Evrópu,
fuglar ná ekki að éta lirfurnar þar
sem þær hafast við inni í blöðum
birkisins,“ segir Erling og er
áhyggjufullur þar sem birkið á sér
orðið heldur marga óvini.
Birkiþéla er smávaxin blaðvespa
og sérfræðikunnáttu þarf til að
greina tegundina. Þær eru gljá-
andi svartar nema fætur sem eru
gulir og þær eru með flókið væng-
æðakerfi. Lirfur í laufblöðum birk-
is í ágúst geta verið vísbending um
tegundina.
Flestir kannast við birkikembu,
sem er lítið fiðrildi en lirfur henn-
ar hola birkilaufin að innan
snemmsumars svo að laufskrúðið
sölnar. Birkiþélan hagar sér svipað
nema síðsumars eftir að birki-
kemban hefur lokið sér af. Plág-
urnar draga úr getu birkisins til
að ljóstillífa, sem er forsenda fræ-
þroska og þess að trén geti búið
sig vel undir vetrardvala.
Fullorðin dýr fundust fyrri hluta
júlí á Akureyri og fyrri hluta ágúst
í Hafnarfirði. Tegundin er nýtil-
komin á Íslandi og er lífsferill
hennar því enn lítt þekktur hér-
lendis. Lirfur hafa fundist á ilm-
björk og hengibjörk enn sem kom-
ið er aðeins í görðum.
ernayr@mbl.is
Ný plága til höfuðs birkinu
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Meinsemd Lirfa blaðvespunnar birkiþélu er inni í laufblöðum birkisins.
Blaðvespan birkiþéla fannst á Akureyri og í Hafnarfirði