Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Eikjuvogur 29 Opnunartími:
104 Reykjavík - S:781-5100 Mán-fim: 12-18 - fös: 12-16
Flytjum af Laugaveginum
RISA RÝMINGARSALA
60% - 70% - 80%
GerryWeber - Gardeur - Betty Barclay og fl.
Laugavegi 63, Skipholti 29b • S. 551 4422
Buxur - Pils 3.980 • Kjólar 4.980
ALLT Á AÐ SELJAST
Gínur, standar, borð og innréttingar
Fjölskyldusjálfa Björk ásamt Rúnari maka sínum með dóttur þeirra Ronju á bakinu á fiskideginum mikla á Dalvík.
úrlega fædd og uppalin í Svarfaðar-
dal þannig ég þekki umhverfið og
fólkið en ég bjóst aldrei við að flytja
hingað aftur. Það kom sjálfri mér
mest á óvart að ég skyldi kjósa það. Í
raun og veru upplifi ég bæinn allt
öðruvísi en ég gerði þegar ég var
yngri því núna kann ég að meta hluti
sem ég kunni ekki að meta áður eins
og þennan einfaldleika og rólegheit
sem fylgja landsbyggðinni. Maður-
inn minn orðaði þetta skemmtilega,
hann elskar að það sé bara ein búð,
ein bensínstöð og eitt apótek í bæn-
um.“
Björk segir að auðvitað henti
það sumum mögulega betur að hafa
mikið úrval en einfaldleikinn henti
þeim einstaklega vel. „Það er ekkert
val, sem fyrir mörgum gæti verið erf-
itt en þegar maður er að búa sér til
einfaldari umgjörð í lífinu er það
bara rosalega þægilegt. Þú þarft ekki
að fara í 15 stórverslanir til að leita
að einu kryddi; ef það er ekki til þá er
það bara ekki til og þá gerir maður
eitthvað annað.“
Nýjar hugmyndir heilla íbúa
Björk hefur verið dugleg að
bjóða upp á alls konar viðburði í
bókasafninu á Dalvík en hún hefur
nýtt sér mátt samfélagsmiðlanna til
að kynna viðburðina fyrir bæjar-
búum og efla sýnileika bókasafnins.
„Ég hef reynt að víkka út hugmynd-
ina um bókasafn og gera þetta meira
að menningarmiðstöð eins og flest
bókasöfn eru að vinna með um þess-
ar mundir og það hefur verið rosa-
lega vel tekið í allt,“ segir Björk en
meðal viðburða sem hún hefur komið
á fót er hugleiðsluhádegi sem hefur
verið í bókasafninu alla fimmtudaga
síðan í febrúar. „Ég hef verið sjálf að
stunda jóga og ákvað bara að prófa
að halda hugleiðsluhádegi. Ég var al-
gjörlega að hoppa út í djúpu laugina;
annaðhvort héldi fólk að ég væri
ótrúlega skrýtin eða það yrði stemn-
ing fyrir þessu.“
Íbúar á Dalvík hafa tekið vel í
hugleiðsluhádegið og segir Björk að
mætingin hafi komið henni á óvart.
„Mætingin var betri en ég átti von á
og ég sé miklu fjölbreyttari flóru
fólks koma en ég átti von á. Fólk á
öllum aldri mætir.“
Föstudags-fésbókarmyndir
Björk tók einnig upp á því að
setja inn eina ljósmynd á fésbók
bókasafnins á hverjum föstudegi, þar
sem bókakápur eru notaðar sem
hluti af andlitsmyndum. Myndirnar
kallar hún „fössarafésbókarmyndir“
og er hugmyndin að erlendri fyrir-
mynd. „Það er verið að gera þetta á
bókasöfnum úti um allan heim undir
myllumerkinu #bookfacefriday. Ég
sá þetta fyrst í Árósum en ég hef
markvisst reynt að vinna aðeins með
mátt samfélagsmiðla og búa til
stemningu á fésbókinni.“ Björk hefur
tekist að fjölga þeim sem fylgja fés-
bókarsíðu bókasafnins en grunn-
urinn í allri þessari vinnu er fyrst og
fremst að minna fólk á að lesa, unga
sem aldna. „Þetta býr til svona opn-
ara og virkara samfélag okkar á milli.
Auðvitað er alltaf grunnurinn að
reyna að stuðla að auknu læsi og læsi
fyrir alla; það eru ekki bara börn sem
eiga að lesa. Fullorðið fólk þarf alveg
jafn mikið að lesa því lestur er
grunnþáttur í allri þekkingaröflun.“
Björk er þjóðfræðingur að
mennt og skrifar nú meistara-
ritgerðina sína samhliða vinnu. Hún
segir að ritgerðin hafi endað í kapp-
hlaupi við óléttuna og því þurfti að
fresta ritgerðarskilum en hún stefnir
nú að því að ljúka við ritgerðina á
Dalvík. „Það var sársaukaminna að
fresta ritgerðinni en fæðingunni. Ég
stefni að því að skila núna við næstu
skil,“ segir Björk en meistaraverk-
efnið fjallar um upplifun kvenna á ör-
yggi í almenningsrýmum miðborgar
Reykjavíkur og því má segja að
Björk hafi ekki alveg sagt skilið við
höfuðborgina.
Fössarafésbók Björk fékk hug-
myndina að fössarafésbókar-
myndunum eftir að hafa séð slík-
ar myndir erlendis undir
myllumerkinu #bookfacefriday.
Fyrsta leikhúskaffi vetrarins verður
haldið í Borgarbókasafninu Menn-
ingarhúsi í Kringlunni í Reykjavík kl.
17.30 í dag.
Í leikhúskaffinu verður fjallað um
leikritið 1984 sem byggist á sam-
nefndri skáldsögu Gerorg Orwells.
Leikhúskaffi er samstarfsverkefni
Borgarbókasafnsins og Borgarleik-
hússins þar sem fjallað er um
valdar sýningar á leikárinu. Bóka-
safnið býður fram húsnæði og kaffi.
Aðstandendur sýninganna kynna
verkin og kynna hugsunina á bak
við þau.
Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri
sýningarinnar, og Sigríður Sunna
Reynisdóttir leikmyndahönnuður
segja frá uppsetningu Borgarleik-
hússins á 1984.
Að því loknu er farið yfir í Borg-
arleikhúsið þar sem fram fer stutt
kynning á leikmynd og annarri um-
gjörð sýningarinnar. Öllum opið.
Skyggnst bak við tjöldin
1984 í fyrsta leikhúskaffinu
Upplifun Leikhúsáhugafólk kynnist hugsuninni á bak við leikhúsverk.