Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 17

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratuga reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is mánudaginn 4. september, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is fimmtudag kl. 10–18, föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16 og mánudag 10–17 Jóhannes S.Kjarval Fyrsta uppboð haustsins Forsýning á verkunum fimmtudag til mánudags Jóhannes S.KjarvalG un nl au gu rB lö nd al Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Ráðherra innflytjendamála í Sví- þjóð, Hélene Fritzon, aflýsti fyrir- huguðum fundi með starfssystur sinni í Noregi á síðustu stundu í fyrradag og sakaði hana um að hafa dregið upp „ónákvæma mynd“ af ástandinu á svæðum þar sem inn- flytjendur eru fjölmennir. Sylvi Listhaug, ráðherra innflytj- endamála og þingmaður Framfara- flokksins í Noregi, segist hafa farið til Stokkhólms í því skyni að kynna sér vandamál varðandi samlögun innflytjenda í sænskt samfélag í hverfum þar sem þeir eru fjölmenn- ir. Ráðgert var að hún ætti fund með Hélene Fritzon, sem varð ráðherra innflytjendamála í stjórn Jafnaðar- mannaflokksins í Svíþjóð í júlí. Fritzon kvaðst hafa ákveðið að af- lýsa fundinum vegna þess að hún hefði komist að þeirri niðurstöðu að ferðin til Stokkhólms væri í raun lið- ur í pólitísku baráttunni í Noregi vegna þingkosninganna þar 11. sept- ember. Listhaug hefði notað ferðina til að draga upp ónákvæma mynd af Svíþjóð og breiða út „þvætting“ um landið. „Þetta varð ljóst til dæmis í viðtali við VG þar sem hún hélt því meðal annars fram að það væru 60 „no go-svæði“ í Svíþjóð, en það er al- ger þvættingur. Ég myndi með glöðu geði eiga fund með hinni norsku starfssystur minni eftir kosn- ingarnar, en ég vil ekki vera hluti af kosningabaráttu hennar,“ hefur fréttavefur VG eftir Fritzon. Sænski ráðherrann skírskotaði til viðtals við Listhaug í VG þar sem hún lýsti 60 svæðum innflytjenda í Svíþjóð sem „no go-svæðum“, þar sem „lögleysa“ ríkti og glæpamenn réðu lögum og lofum. Hún gaf til kynna að ástandið á þessum svæðum væri svo slæmt að lögreglumenn, bráðaliðar og slökkviliðsmenn þyrðu ekki inn á þau. Erna Solberg, forsætisráðherra og leiðtogi Hægriflokksins í Noregi, hefur gagnrýnt ummæli Listhaug. „Hún þarf að ganga úr skugga um að ummæli hennar séu í samræmi við það hvernig yfirvöld á staðnum meta ástandið,“ sagði Solberg. Hún skír- skotaði til þess að sænsk yfirvöld hafa alltaf neitað því að slík lögleysu- svæði séu til í sænskum borgum, eins og þjóðernissinnaðir netmiðlar og bloggarar hafa haldið fram. Forystumenn Hægriflokksins í Svíþjóð hafa einnig gagnrýnt um- mæli Listhaug. Vandamálin blásin út Sænsk yfirvöld hafa þó viðurkennt að lögreglan hafi á síðustu árum átt í miklum erfiðleikum með glæpagengi í hverfum þar sem innflytjendur eru fjölmennir. Í skýrslu sem sænsk yfirvöld birtu árið 2005 kemur fram að innflytjendur voru fjórum sinnum líklegri til að vera grunaðir um morð en innfæddir Svíar og 4,5 sinnum lík- legri til að vera grunaðir um nauðg- un, á árunum 1997 til 2001. Í skýrslu sem sænska lögreglan birti í júní segir að 61 svæði í sænsk- um borgum sé skilgreint sem við- kvæmt svæði eða áhættusvæði, þar af séu 23 „sérlega viðkvæm svæði“ þar sem erfitt sé fyrir lögreglumenn að annast löggæslu. Í sumum fjöl- miðlum hefur verið fullyrt að í skýrslunni segi að „lögleysa“ ríki nánast á þessum 23 hættusvæðum, en það er ekki rétt. Þar kemur m.a. fram að líkurnar á árásum glæpa- manna á lögreglumenn hafi aukist en fullyrðingar um að lögreglan telji að „lögleysa“ ríki þar eru ýkjur. Lögreglan segir að nauðsynlegt sé að fjölga lögreglumönnum á þessum svæðum í baráttunni gegn fíkniefna- sölu og vopnuðum glæpagengjum. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur því ákveðið að auka fjárframlögin til lögreglunnar um 7,1 milljarð sænskra króna, jafnvirði 95 milljarða íslenskra, á næstu þremur árum. Hann sagði þetta nauðsynlegt til að auka öryggi íbúanna vegna tíðra skotárása glæpagengja. Sænsk yfirvöld hafa þó neitað því að að lög- reglumenn hafi fengið fyrirmæli um að fara ekki inn á svæðin þar sem ástandið er verst, eins og þjóðernis- sinnar hafa haldið fram. Morðum hefur fækkað frá 1990 Mikil fjölgun innflytjenda á síð- ustu áratugum hefur valdið veruleg- um vandamálum í Svíþjóð. Í a.m.k. þrjá áratugi hefur verið varað við hættum sem fylgja því þegar mikill fjöldi innflytjenda einangrast í ein- stökum hverfum og samlagast ekki sænska samfélaginu. Talið er að um 300 sænskir ríkisborgarar hafi farið til Sýrlands eða Íraks til að ganga til liðs við samtökin sem kalla sig Ríki íslams og sænska öryggislögreglan telur að 150 þeirra hafi snúið aftur til Svíþjóðar. Óttast er að þeir fremji mannskæð hryðjuverk. Ástandið er þó ekki eins slæmt og sumir þjóðernissinnaðir fréttamiðlar og bloggarar hafa haldið fram. Þeir hafa hamrað á því að fjölgun flótta- manna frá Miðausturlöndum á síð- ustu árum hafi leitt til hrinu glæpa og orðið til þess að Svíþjóð hafi breyst úr friðsömu samfélagi í land skotárása, morða, nauðgana og ótta. Tölur frá sænskum yfirvöldum um ofbeldisglæpina benda til þess að þetta séu ýkjur. Til að mynda hefur morðum fækkað í Svíþjóð frá árinu 1990 þrátt fyrir mikla fjölgun inn- flytjenda síðan þá. Að sögn glæpavarnastofnunar Svíþjóðar (Brå) létu 106 manns lífið af völdum ofbeldis í Svíþjóð á síðasta ári, sex færri en árið 2015. Staðfest dauðsföll af völdum ofbeldis hafa verið frá 68 til 112 á síðustu tíu árum og frá árinu 2002 hafa dauðsföllin verið 92 að meðaltali á ári, að sögn stofnunarinnar. Brå segir að mann- drápum hafi fækkað í Svíþjóð frá árinu 1990, en hafa þarf í huga að morðunum hefur fækkað meira í mörgum öðrum löndum Vestur-Evr- ópu á þessum tíma. Þjóðernissinnaðir fréttamiðlar og bloggarar hafa kjamsað á fréttum um að Svíþjóð sé í næstefsta sæti á lista yfir lönd þar sem nauðganir séu algengastar miðað við mannfjölda. Sagt er að Lesótó sé eina landið þar sem nauðganir séu algengari. Stagl- ast er á þessu þótt bent hafi verið á að fréttirnar byggjast á alþjóðlegum samanburðartölum sem eru mark- lausar, m.a. vegna þess að skilgrein- ingar á nauðgunum eru mismunandi eftir löndum og í sumum löndum byggjast tölurnar á fjölda þeirra sem kæra nauðgun en í öðrum á fjölda kærðra nauðgana. Bloggararnir virða þessar ábendingar að vettugi, eins og tölur um fjölda manndrápa, vegna þess að það hentar ekki mál- stað þjóðernissinna og samræmist ekki pólitískum rétttrúnaði þeirra. Sögð hafa breitt út þvætting um Svíþjóð  Manndrápum hefur ekki fjölgað á síðustu áratugum þrátt fyrir gengjastríð  Þjóðernissinnar ýkja vandamálin Manndráp í Svíþjóð 2000 til 2015 Dauðsföll af völdum ofbeldis í Svíþjóð á hverja 100.000 íbúa 1,25 1,00 0,75 0,50 2000 2005 2010 2015 1,25 Heimild: Eurostat 0,72 1,0 1,15 Hættan ýkt » Sænski blaðamaðurinn Lars Åberg hefur skrifað bók um fé- lagslegu vandamálin í hverfum innflytjenda í Malmö og telur að Sylvi Listhaug hafi notað orð sem gefi ekki rétta mynd af ástandinu. » Åberg segir að rétt sé að lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkrabílar hafi orðið fyrir grjótkasti og öðrum árásum á sumum svæðum. Það sé stórt og alvarlegt vandamál sem mikið sé rætt í Svíþjóð. » Hann telur hins vegar rangt að tala um „no go-svæði“ sem lögreglan eða bráðaliðar þori ekki að fara inn á. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.