Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Honeywell borðviftur, gólfviftur
og turnviftur – gott úrval.
Hljóðlátar viftur í svefnherbergi.
Viftur sem gefa gust á vinnustaði.
Sími 555 3100 www.donna.is
Erum nú á Facebook:
donna ehf
Gott úrval af gæðaviftum
frá Honeywell. Margar stærðir
og gerðir. Nánari upplýsingar
hjá Donna ehf. vefverslun
www.donna.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vísbendingar eru um áframhaldandi
góða nýliðun í makrílstofninum.
Vísitala lífmassa makríls í Norð-
austur-Atlantshafi í sumar var 10,3
milljónir tonna og er það 13% aukn-
ing frá því í fyrra. Þetta er hæsta
vísitala lífmassa makríls frá því að
reglulegir makrílleiðangrar byrjuðu
2009, samkvæmt frétt Hafrann-
sóknastofnunar.
Magn og útbreiðsla makríls var
metin út frá afla í stöðluðum yfir-
borðstogum. Þau voru tekin með
reglulegu millibili á um 2,8 milljón
ferkílómetra hafsvæði. Heildar-
vísitala makríls var metin bæði fyrir
lífmassa og fjölda fiska.
Vísitala fyrir fjölda fiska var met-
in 24,2 milljarðar og var það 2%
minna en 2016, sem var hæsta gildi
sem mælst hefur. Fjórir árgangar
voru mest áberandi í mælingunni.
Það voru árgangur 2010 (19% af
heildarfjölda einstaklinga), 2011
(19%), 2012 (14%) og 2014 (15%).
Vísitala 2016 árgangsins var há í
sögulegu samhengi.
Íslendingar, Grænlendingar,
Færeyingar og Norðmenn fóru í ár-
legan makrílleiðangur í sumar.
Markmið hans var að kortleggja út-
breiðslu og meta lífmassa makríls,
síldar og kolmunna í Norðaustur-
Atlantshafi. Einnig var lagt mat á
ástand sjávar og þéttleika átustofna,
líkt og undanfarin ár.
Magn og útbreiðsla norsk-
íslenskrar síldar var metin með
bergmálsmælingum. Vísitala fyrir
lífmassa var 5,9 milljónir tonna. Það
er 11% minna en í fyrra. Vísitala
fjölda einstaklinga hækkaði um 2%
milli ára. Það skýrist af töluverðum
fjölda af smærri síld í mælingunni.
Aukin áhersla var lögð á að fylgj-
ast með útbreiðslu kolmunna annað
árið í röð og meta stærð stofnsins
með bergmálsmælingum. Kol-
munnavísitalan mældist 2,7 fyrir líf-
massa, sem er 19% minna en í fyrra.
Fjöldavísitalan hækkaði hins vegar
um 4% milli ára.
Niðurstöður leiðangursins eru
notaðar innan Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, ásamt öðrum gögnum,
við mat á stofnstærð makríls. Afla-
ráðgjöf fyrir næsta ár verður kynnt í
október. Vísitala makríls eftir lög-
sögum verður birt á næstu dögum.
Góð ný-
liðun hjá
makríl
Niðurstöður mak-
rílleiðangurs í sumar
liggja fyrir
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Mesta fjögurra daga úrkoma sem
mælst hefur í Reykjavík eru 112,
millimetrar, sem komu niður dag-
ana 28. til 31. desember 1903.
Þetta segir Trausti Jónsson veð-
urfræðingur.
Þetta er tíu sinnum minni úr-
koma en í Texas í vikunni en þar
var úrkoman 1000 til 1300 milli-
metrar á 3-4 dögum þar sem mest
var.
Trausti segir að samkvæmt
blaðafréttum frá árinu 1903 hafi
víða lekið í hús, ný sem gömul.
Skyndileysingar á snjó geti bætt
við áhrif mikillar úrkomu þannig
að meira flæði en úrkomumagn
eitt gefi til kynna.
Svo áköf úrkoma sem í Texas
mælist aldrei hér á landi. Vitað sé
um 1000 millimetra á einum mán-
uði og hugsanlega megi finna
dæmi um 400-500 mm á fjórum
dögum. Sólarhringsmetið á Ís-
landi er 293 millimetrar. Sú úr-
koma kom úr mælinum á Kví-
skerjum í Öræfum að morgni 10.
janúar 2002.
Mikið rignir í Bláfjöllum
Í Reykjavík hefur úrkoma
nokkrum sinnum mælst meiri en
50 millimetrar á sólarhring, (met-
ið er 56,7 mm) en vitað er um
meira en 200 mm á sólarhring á
Bláfjallasvæðinu og þar austur af.
„Setja má upp tilbúin dæmi um
veðurstöðu þar sem úrkoma þar í
fjöllunum yrði um 500 mm á fjór-
um sólarhringum (tæplega helm-
ingur þess sem nú mældist í Tex-
as),“ segir Trausti.
„Engar líkur eru á 1000 mm á
fjórum dögum í Reykjavík, en
félli slík úrkoma samt þar myndi
mikið vandræðaástand skapast og
stórkostlegt tjón verða. Fráveitur
taka ekki við nema broti af slík-
um vatnselg. Brunnar fylltust all-
ir. Það þýðir að flestir kjallarar
bæjarins myndu fyllast af vatni -
ekki aðeins þeir sem lágt standa.
Á sléttari svæðum myndi vatn
standa uppi langtímum saman,
götur yrðu ófærar og víða græfi
úr þar sem straumur væri á vatn-
inu. Víða myndi verða alldjúpt
vatn á neðstu hæðum húsa á slík-
um svæðum. Gríðarlegur fjöldi
bifreiða myndi skemmast eða
eyðileggjast. Vatn myndi streyma
inn af svölum fjölmargra húsa –
þar sem slíks gætir venjulega
ekki og sömuleiðis myndi fjöldi
þaka leka – m.a. fjöldi þaka sem
annars eru talin þétt,“ segir
Trausti.
Hann segir að væri vindur
hvass magnaðist vatnstjónið stór-
lega. Hætt væri við að dælubún-
aður alls konar myndi skaddast
eða stöðvast – jafnvel við Gvend-
arbrunna þannig að vatnsveita
væri í voða. Sömuleiðis væri hætt
við slitum á lögnum þar sem vatn-
ið leitaði framrásar.
„Óbeint tjón, vegna röskunar á
innviðum, yrði gríðarlegt og lang-
an tíma tæki að koma hlutum í
samt lag,“ segir Trausti Jónsson
að lokum.
Úrkoman 10% af Texasúrkomunni
Svo áköf úrkoma mælist aldrei hér Mesta fjögurra daga úrkoman í Reykjavík 112 millimetrar
Morgunblaðið/Eggert
Bláfjöll Sólarhringsúrkoma hefur
mest orðið 200 millimetrar þar.
Kornakrarnir á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum
líta vel út og stefnir Ólafur Eggertsson bóndi á
að hefja kornslátt í næstu viku, um tíu dögum
síðar en í fyrra. Ólafur segir að það hafi vantað
upp á hitann og sólina í júní og júlí en ágúst hafi
verið góður og kornið tekið góðan þroskakipp.
„Þetta lofar góðu og lítur út fyrir góða uppskeru
um allt land hef ég heyrt,“ segir Ólafur, sem
ræktar korn á 45 hekturum.
Lítur út fyrir góða kornuppskeru um allt land
Ljósmynd/Ólafur Eggertsson