Morgunblaðið - 31.08.2017, Page 31

Morgunblaðið - 31.08.2017, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Horfur – Prospects kallar myndlist- armaðurinn Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son viðamikla sýningu sem verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar – Duushúsum, í dag, fimmtudag, klukkan 18. Um er að ræða aðalsýn- ingu safnsins á Ljósanótt í ár. Í verkunum segist Helgi reyna, sem miðaldra karlmaður búsettur í Höfnum, að útskýra fyrir sjálfum sér ástandið í heiminum og hverjar horf- urnar séu. Hann notar miðla mynd- listarinnar til að þreifa á og gera til- raunir til að skilja og læra meira um veröldina. Helgi er fæddur árið 1968 og eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði hann nám við Kunstakademie Düsseldorf, AKI í Hollandi og San Francisco Art Insti- tute. Hann hefur verið virkur í sýn- ingarhaldi jafnt hér heima sem er- lendis og hefur jafnframt sinnt ýmsum störfum tengdum myndlist. Fánastangir tákn fyrir þjóðríki Í texta í sýningarskránni skrifar Helgi Þorgils Friðjónsson um nafna sinn og kollega og segir að þrátt fyrir „fegurðina og drifkraftinn og fram- tíðarsýnina“ í verkunum þá sé líka í þeim undirliggjandi ógn. Í þeim sé kyrrstaða milli „ógnar, sögu og feg- urðar.“ Helgi Hjaltalín er afar hagur lista- maður og beitir iðulega í verkum sín- um og á sýningum mörgum miðlum myndlistarinnar, allt eftir því hvers hugmyndirnar krefjast. Hann segir að í stóra salnum í Duushúsum hafi hann nú sett upp fjögur eða fimm tengd verk eða verkþætti. „Eitt eru skilti sem ég hef smíðað og vísa til skilta eins og menn þekkja frá Ameríku frá fjórða eða fimmta áratug síðustu aldar og á þau hef ég sett orð eins og „Redneck“ eða „Towelhead“, ljót orð sem eru notuð um fólk á ensku. Ég hef velt ýmsum slíkum upphrópunum um fólk fyrir mér og orðin eru gjarnan gagnsæjust á ensku og ég nota þau beint.“ Og hann nefnir dæmi um fleiri verk. „Ég hef um skeið verið að endurgera tré, og í raun endurgera tíma, með því að líma saman árhringi. Hér er ég með slíka samlímda fána- stöng og svo aðra sem ég er ekki byrjaður á að öðru leyti en því að ég hef límt hana saman og komið henni fyrir í stórum rennibekk. Það er sjö metra löng væntanleg fánastöng sem er á byrjunarstigi. Ég hef verið að velta fyrir mér hugmyndum um þjóð- ríki sem eru venjulega algjör feik, samlímd della. Dæmi um það eru Bandaríkin, sem eru tiltölulega nýtt ríki og margt í sögu þeirra er algjört bull. Við sjáum líka margt slíkt hjá okkur, ýkjusögur í besta falli. Um leið og maður fæðist er maður orðin Íslendingur og á að fara að hugsa og tala sem slíkur. Þessar fánastangir eru einhver birtingarmynd þessa; ég lími saman úr spýturuslahaugnum hjá mér einhverja heild sem ég renni síðan og bý til úr stöng sem stendur fyrir þjóðríkið.“ Skemmtun en um leið ógn Þá eru á sýningunni vatnslita- myndir af húsum og skúlptúrar af öðrum og öll eru þessi hús lokuð og án glugga og hurða, fyrir utan húsin standa síðan flaggstangir sambæri- legar við þær sem Helgi rennir. Tvö ljósmyndaverk getur líka að líta, annarsvegar röð mynda af hvolp- um að slást og hinsvegar myndir af ættingjum listamannsins að skjóta með riffli á skotmörk sem Helgi og Valgerður Guðlaugsdóttir kona hana gerðu í Norður-Dakóta þegar þau voru þar í gestavinnustofu. „Mynd- irnar sýna skemmtun en um leið er viss ógn í þeim,“ segir hann. Á vinnuskyrtunni að veifa fána Helgi segir að Horfur – Prospects sé þriðja og jafnframt lokasýning í verkefni þar sem hann hefur velt því fyrir sér hvernig fólki sé sífellt skipt í hópa. og hvernig það orsakar ofbeldi. „Ég vinn til að mynda með nokkrum köllum sem halda með Liverpool eða Manchester og þannig erum við alltaf að skipta okkur upp í einingar sem eru á móti hinum. Ég vinn hér á sýningunni í nokkuð marga miðla – enn einn eru nokkur grafíkverk, eftir bensínmótorum sem ég skar út í timbur og þrykkti síðan eftir – það er svolítið popplegt.“ Ein af vatnslitamyndum Helga er stór en sett saman úr mörgum litlum bútum. „Hún er gerð eftir mynd sem birtist í dagblaði, af Íslendingi sem veifar íslenska fánanum. Það er kall eins og ég á vinnuskyrtunni að veifa fána,“ segir hann. „Með því að nota svona marga miðla er ég á einhvern hátt að segja að fjölbreytileikinn myndi vissa heild.“ Daður við amerískt handverk Eins og fyrr segir er Helgi slyngur handverksmaður en hann forðast að festa sig í einni nálgun. „Já, ég hef forðast að tengjast handverkinu of sterkt en í þessum nýjustu verkum daðra ég við það sem konan mín kall- ar „county & quilt,“ þetta ameríska handverk, bútasauminn. Og finnst gaman að dansa á þeirri línu. Ég fel ekkert að ég sæki í þann myndheim en er jafnframt alltaf að basla við að gera verkin sjálfur, þau fá ekki glansáferðina af einhverju fjölda- framleiddu.“ Um ár er nú síðan Helga var boðið að halda sýninguna og segir hann hafa verið töluverða vinnu að koma henni saman, með úrvinnslu úr eldri hugmyndunum og vinnu við að binda verk sem hann hafði þegar byrjað að gera við önnur ný. „Þetta er annars frábærlega vel rekið safn og merkilegt að sjá hvað Valgerður Guðmundsdóttir sem stýr- ir því hefur náð að gera hér, með litlum pening og litlum stuðningi oft á tíðum. Það er gefin út skrá og mörg stærri og öflugri söfn gætu tekið Listasafn Reykjanesbæjar sér til fyr- irmyndar,“ segir Helgi. Ljót orð Helgi Hjaltalín Eyjólfsson með eitt skiltanna sem hann hefur búið til og vísa til þjóðvega- og fjöldamenn- ingar í Bandaríkjunum á liðinni öld. Hann veltir fyrir sér hvernig fólki sé sífellt skipt í og skipti sér sjálft í hópa. Fjölbreytileikinn myndar vissa heild  Stór sýning á verkum Helga Hjaltalín opnuð á Ljósanótt Auk sýningar Helga Hjaltalín Eyj- ólfssonar verða þrjár sýningar opn- aðar í Duushúsum kl. 18 í dag. Í Gryfjunni er einkasýning Elísabet- ar Ásberg. Um hana segir hún: „Hið óþekkta líf undirdjúpanna hef- ur ávallt heillað mig. Íbúar þeirra deila með okkur jörðinni en eru okkur að mestu huldir. Á þessari sýningu túlka ég þessa nágranna okkar og þeirra töfra veröld á hug- lægan hátt. Sýningin er óður minn til þeirra.“ Í Bíósal er sýningin Blossi með málverkum eftir Sossu og inn- römmuðum ljóðum eftir Anton Helga Jónsson sem snúast um ást- ar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sossa og Anton Helgi eiga það sam- eiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðar- ljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Blossi er samsýning þeirra á mál- verkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Loks er í Stofunni málverkasýn- ing Fríðu Dísar Guðmundsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar Klass- art, með 57 málverkum sem byggj- ast á þungunarprófum. Þau eru öll í sömu stærð og í tveimur litum: hvít- um og rauðum. Kallar hún sýning- una Próf/Tests. „Hvert málverk táknar einn mánuð í því 57 mánaða ferli sem það tók okkur hjónin að verða barnshafandi,“ segir hún. Þrjár sýningar til opnaðar í Duushúsum Ljóðskáldið Anton Helgi Jónsson. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 20:00 1. sýn Sun 10/9 kl. 20:00 7. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 13. sýn Fös 1/9 kl. 20:00 2. sýn Fim 14/9 kl. 20:00 8. sýn Fim 28/9 kl. 20:00 14. sýn Lau 2/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 15/9 kl. 20:00 9. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 15. sýn Fim 7/9 kl. 20:00 4. sýn Sun 17/9 kl. 20:00 10. sýn Sun 1/10 kl. 20:00 16. sýn Fös 8/9 kl. 20:00 5. sýn Fim 21/9 kl. 20:00 11. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 17. sýn Lau 9/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 12. sýn Lau 7/10 kl. 20:00 18. sýn Sýningin sem sló í gegn síðasta vor snýr aftur. 1984 (Nýja svið) Fös 15/9 kl. 20:00 Frumsýning Fös 22/9 kl. 20:00 3. sýn Sun 24/9 kl. 20:00 5. sýn Lau 16/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 23/9 kl. 20:00 4. sýn Stóri bróðir fylgist með þér Úti að aka (Stóra svið) Lau 16/9 kl. 20:00 1. sýn Lau 23/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 30/9 kl. 20:00 3. sýn Síðustu sýningar leikársins! Kartöfluæturnar (Litla svið) Fim 21/9 kl. 20:00 Frumsýning Fim 28/9 kl. 20:00 3. sýn Fös 6/10 kl. 20:00 5. sýn Fös 22/9 kl. 20:00 2. sýn Fös 29/9 kl. 20:00 4. sýn Fjölskyldukeppni í meðvirkni! Fjarskaland (Stóra sviðið) Lau 2/9 kl. 13:00 Sun 17/9 kl. 13:00 Sun 10/9 kl. 13:00 Sun 24/9 kl. 13:00 Nýtt íslenskt barnaleikrit eftir Góa! Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið) Fim 31/8 kl. 19:30 Lau 9/9 kl. 19:30 Sun 24/9 kl. 19:30 Lau 2/9 kl. 19:30 Sun 10/9 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 20:00 Sun 3/9 kl. 19:30 Fös 15/9 kl. 19:30 Fim 7/9 kl. 19:30 Sun 17/9 kl. 19:30 ATHUGIÐ SNARPUR SÝNINGARTÍMI. SÝNINGUM LÝKUR Í OKTOBER. Tímaþjófurinn (Kassinn) Lau 9/9 kl. 19:30 Sun 24/9 kl. 19:30 Sun 1/10 kl. 19:30 Sun 10/9 kl. 19:30 Fös 29/9 kl. 19:30 Sun 8/10 kl. 19:30 Einstakt verk um ástina ■ um óslökkvandi þrá, höfnun og missi Eniga Meninga (Stóra sviðið) Lau 28/10 kl. 13:00 Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Fös 20/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 27/10 kl. 19:30 3.sýning Fim 26/10 kl. 19:30 2.sýning Fös 3/11 kl. 19:30 4.sýning Óvinur fólksins (Stóra sviðið) Fös 22/9 kl. 19:30 Frumsýning Fim 28/9 kl. 19:30 3.sýning Lau 23/9 kl. 19:30 2.sýning Lau 30/9 kl. 19:30 4.sýning Faðirinn (Kassinn) Lau 7/10 kl. 19:30 Frumsýning Fös 13/10 kl. 19:30 Fim 12/10 kl. 19:30 Fös 20/10 kl. 19:30 Smán (Kúlan) Mán 11/9 kl. 19:30 Frumsýning Fös 15/9 kl. 19:30 Lau 16/9 kl. 19:30 Baby Wants Candy (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 2/9 kl. 21:00 Sun 3/9 kl. 21:00 Spuni Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 14/10 kl. 13:00 Lau 21/10 kl. 15:00 Lau 4/11 kl. 13:00 Lau 14/10 kl. 15:00 Lau 28/10 kl. 13:00 Lau 4/11 kl. 15:00 Lau 21/10 kl. 13:00 Lau 28/10 kl. 15:00 Brúðusýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.