Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
✝ SigurðurBenediktsson
fæddist á Drangs-
nesi í Strandasýslu
21. ágúst 1940.
Hann lést á Ási í
Hveragerði 21.
ágúst 2017.
Foreldrar Sig-
urðar voru hjónin
Benedikt Sigurðs-
son frá Brúará, f.
1.10. 1899, d. 8.10.
1965, og Hjálmfríður Lilja Jó-
hannsdóttir, frá Bakka í Bjarn-
arfirði, f. 22.11. 1913, d. 29.7.
2000. Sigurður átti 12 alsystk-
ini: Þau voru: Guðríður, f. 22.7.
1937, d. 9.6. 2003, Helga, f. 7.8.
1939, Ragnar, f. 16.12. 1941, d.
14.9. 2011, Jórunn Jóna, f. 1.5.
1943, d. 1946, Magnús Örn, f.
10.8. 1944, Jóhann
Karl, f. 29.12.
1945, Jón Stefán,
f. 6.7. 1947, d.
28.1. 1990, Ragn-
heiður, f. 7.6.
1949, Rósa Guð-
munda, f. 15.7.
1951, Guðný, f.
18.9. 1952, Svan-
hildur Erla, f. 31.5.
1954, d. 10.10.
2010, Hjálmar, f.
4.11. 1955.
Sigurður var sjómaður alla
sína tíð.Hann var hörkudug-
legur og vel liðinn. Hann flutti
að Ási í Hveragerði í janúar
2009 og var þar til dauðadags.
Útför Sigurðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 31.
ágúst 2017.
Sigurður var sjómaður alla
sína tíð. Hann var hörkuduglegur
og vel liðinn.
Hafðu hjartans þökk,
mér horfin stund er kær.
Í minni mínu klökk
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
þér glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur fram á leið.
Drottinn ljósa og lífs,
ljáðu huggun þeim
er líta í kvölum kífs
kaldan og dimman heim.
Láttu helga hönd
harma lækna sár,
sefa sjúka önd,
sviða þeirra tár.
(Páll Janus Þórðarson)
Guð blessi minningu þína,
elsku Siggi minn.
Þín systir,
Helga.
Sigurður
Benediktsson
Elsku Dolla mín.
Þessu hefði ég ekki
trúað að ég ætti
eftir að skrifa til
þín minningargrein
þegar við vorum upp í bústað
núna um miðjan maí. Við vitum
víst ekki morgundaginn og
kannski er það bara gott. Þú
varst hress eins og þér var
einni lagið, borðaðir grillkjötið
hans Badda með bestu lyst.
En Dolla mín. Ég ætla að
byrja á því að þakka þér og
Badda hvað þið tókuð mér inni-
lega vel í fjölskylduna. Ég ætla
líka að þakka ykkur Badda fyr-
ir allar ferðirnar sem við fórum
saman, allar útilegurnar, veiði-
ferðirnar og svo ótal ferðir á
Skagaströnd í húsið ykkar þar.
Mað allan krakkaskarann
okkar í útilegum kom það nú
bara einu sinni fyrir að einn
ljóshærður gleymdist í sjopp-
unni en allt blessaðist það nú
vel og hægt að hlæja að því eft-
ir á.
Það sem ég held að standi
upp úr er ferðin í Héðinsfjörð-
inn og Grafagerði þar sem ég
fékk vísuna frá Badda um
Svövu og silunginn.
Dolla mín. Þú varst ein af
bestu manneskjum sem ég hef
kynnst. Ég man ekki eftir að
þú hafir nokkurn tímann skipt
skapi en lést heldur ekkert
vaða yfir þig. Þú varst mikið
góð mamma, amma og
langamma þótt ung værir og ég
er viss um að þú vakir yfir
þeim öllum eins og þú varst
vön.
Elsku Baddi. Missir þinn er
mikill. Þið voruð eins og eitt,
þú og Dolla. Þið stóðuð alltaf
saman, sama á hverju gekk,
gegnum súrt og sætt. Alltaf
eins og klettar. Gummi, Hrann-
ar, Baldvin Þór og Arnar. Ég
Þórlaug
Guðmundsdóttir
✝ Þórlaug Guð-mundsdóttir
fæddist 25. desem-
ber 1954. Hún lést
6. ágúst 2017. Útför
Þórlaugar fór fram
21. ágúst 2017.
votta ykkur og fjöl-
skyldum ykkar alla
mína samúð. Baddi
minn. Ég og Örn
vottum þér alla
okkar samúð.
Dolla mín. Ég á
eftir að sakna þín
mikið.
Hvíl í friði.
Þín mágkona og
vinkona,
Svava.
Elsku Dolla frænka mín.
Skrítið að setjast niður og
skrifa um þig minningargrein.
Mér finnst það alltof snemmt
og ósanngjarnt.
Þegar ég hugsa um þig koma
minningar úr öllum ferðalög-
unum sem við fórum saman
fjölskyldurnar þegar ég var
krakki. Oft gekk mikið á og
alltaf var líf og fjör með allan
krakkaskarann sem þið systk-
inin eigið, þó við höfum kannski
ekki alltaf verið öll. Alltaf var
gaman og alltaf voruð þið glöð
og ánægð og hlutirnir ekkert
mál. Í seinni tíð var farið á
Skagaströnd í húsið ykkar þar
sem alltaf var tekið vel á móti
manni með opnum örmum og
ekki fór maður svangur heim, ó
nei!
Það verður skrítið að hugsa
til þess að þú sért ekki með
okkur hér lengur. Skrítið að
segja ekki Dolla og Baddi, því
það er eins og eitt og sama orð-
ið.
Jarðarförin þín var falleg og
á fjöldanum sem kom var aug-
ljóst hvað þú áttir stað í hjarta
hjá mörgum. Einnig sér maður
það á fallegu orðunum sem fólk
skrifar til þín.
Elsku Dolla mín. Takk fyrir
allt.
Elsku Baddi frændi minn,
Gummi, Hrannar, Baldvin Þór
og Arnar. Við vottum ykkur og
fjölskyldum ykkar okkar
dýpstu samúð.
Hvíldu í friði, elsku frænka
mín.
Berglind Eva og Sigmar.
Smáauglýsingar
Geymslur
Ferðavagnageymsla
Borgarfirði
Geymum tjaldvagna, fellihýsi, báta
og fleira í upphituðu rými. Gott verð.
Sími 899 7012.
Sólbakki.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Þessi glæsilegi svefnsófi frá
Línunni er til sölu
Nánast ekkert notaður, bakið leggst
niður með einu handtaki, vandaðar
springdýnur, stærð er 2 metrar á
lengd x 93 og svefnflötur er 119 cm.
Svakalega fallegur sófi sem hentar
bæði í stofu og líka í svefnherbergi,
Algjörlega frábært verð, aðeins kr.
80.000-,
Upplýsingar í síma 698-2598.
Bókhald
NP Þjónusta
Er bókhaldið í óreiðu hjá þér?
Kannski að ég geti bætt ástandið.
Hafið samband í síma: 861-6164.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Ýmislegt
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílar
Til sölu Ford Escape jeppi,
benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120
þús mílur. Vel með farinn bíll,
dráttarkrókur og vetrardekk fylgja
Tilboð óskast. Upplýsingar í sima
617-7330 og 437-1571
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Það er vorkvöld í
Reykjavík og ég er
á leiðinni heim úr
vinnunni. Ég renni í
hlaðið í Garðsenda
og við mér blasir afi minn uppi í
stiga að mála húsið. Eftir að hafa
bent honum á að hann sé 97 ára
býð ég honum að koma niður úr
stiganum og njóta elliáranna.
Þetta er ein sterkasta minning
sem ég hef um afa og lýsir honum
fullkomlega. Heilsuhraustur
dugnaðarforkur.
Ég var mjög heppinn að alast
upp hjá ömmu og afa. Á leik-
skólaaldri gekk ég að ýsu og
grjónagraut vísu í hádeginu og
nokkrum árum seinna fékk ég að
stelast í kaffi og kleinu. Afi var
alltaf til í að skutla hvert sem ég
þurfti að komast og á bílprófs-
aldrinum var lítið mál að fá bílinn
lánaðan. Þegar kom að því að
læra undir stúdentspróf fékk ég
borðstofuborðið í stofunni lánað
Bjarni Guðjónsson
✝ Bjarni Guð-jónsson fædd-
ist 7. september
1915. Hann lést 3.
ágúst 2017. Útför
Bjarna fór fram 22.
ágúst 2017.
og las þar í ró og
næði á meðan gömlu
hjónin horfðu á sjón-
varpið.
Þegar ég flutti til
útlanda sagði ég
vinnufélögum mín-
um frá 100 ára afa
mínum á Íslandi
sem var ennþá með
bílpróf að skutla
dömunum í dans á
Vesturgötunni. All-
ar vildu þær dansa við hann
vegna þess hve heilsuhraustur
hann var. Eftir það var ég reglu-
lega spurður hvað væri að frétta
af afa því það var ekki bara
merkilegt að hann væri 100 ára
og keyrandi heldur líka dansandi.
Í viðtali við Morgunblaðið á 100
ára afmælinu sagði hann að bíll-
inn sem hann keyrði, Chevrolet
Corsa, væri langbesti bíll sem
hann hefði átt. Hann var samt
alltaf til í að kíkja á bílasýningar
og sýna mér hvaða bíla hann var
að íhuga að kaupa.
Takk fyrir allar samveru-
stundirnar, afi. Ég er mjög þakk-
látur fyrir að hafa alist upp hjá
þér og ömmu. Þú varst alltaf
bestur og þín verður sárt saknað.
Bjarni Benediktsson.
Í dag, 31. ágúst,
eru 35 ár síðan þú
komst inn í líf okkar
– þú varst okkur svo
mikilvægur og
kenndir okkur margt alla þína
daga.
Elsku bróðir minn – ég man
eftir þér, rangeygum og sætum í
ömmustólnum á Vildanden í Sví-
þjóð – ég man þegar þú fórst í að-
gerð á auganu og augnleppunum
sem þú þurftir að vera með á
góða auganu til að styrkja veika
augað. Mamma okkar teiknaði
nýja mynd – að ég held á hverjum
degi – á einnota leppana til að þú
fengist til að hafa þá á þér. Oftast
teiknaði mamma myndir af Ein-
ari Áskeli sem skreyttu augn-
leppana en Einar var í miklu
uppáhaldi hjá þér á þessum tíma
og átti reyndar alla tíð sérstakan
sess hjá þér. Ég man líka svo vel
eftir uppáhaldsbangsanum þín-
um sem var með miða á ansi
óþægilegum stað, mitt á milli
lappanna, en miðann nuddaðir þú
óspart til að róa þig – svona
dæmigerður kækur sem börn oft
fá – en þetta róaði svo sannarlega
ekki taugar foreldra okkar sem
höfðu miklar áhyggjur af því
hvernig þetta kæmi meðvituðum
Svíum fyrir sjónir.
Ég man svo vel hversu stolt ég
var af þér þegar þú laukst stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík. Mér fannst og finnst
þú enn vera mér og öðrum svo
mikil fyrirmynd – þú varst ákveð-
inn í því að í þennan skóla skyld-
irðu fara þegar þú varst bara
fimm ára gamall – skólagangan
gekk ekki þrautalaust fyrir sig
því í tvígang féllstu á lokaprófi í
einu fagi sökum mikils prófkvíða
– féllst því á árinu og neyddist til
Ingibjörn
Guðjónsson
✝ Ingibjörn Guð-jónsson fæddist
31. ágúst 1982.
Hann lést 25. maí
2017. Útför Ingi-
björns fór fram 8.
júní 2017.
að taka árið aftur –
léstu það stoppa
þig? Nei, aldeilis
ekki! Þú varst
ákveðinn og þetta
var verkefni sem þú
skyldir klára! Og
það gerðir þú með
sóma eins og annað
sem þú tókst þér
fyrir hendur.
Erla tengdamóð-
ir þín sagði okkur
um daginn svo dásamlega sögu af
þér úr sveitinni – sögu sem er svo
lýsandi fyrir þig. Þú hafðir verið
að vinna á traktornum um daginn
og eins og þín var von og vísa
vandaðir þú til verka og varst
lengi að. En þegar fór að líða á
kvöldið fór fólkið að lengja eftir
þér og Eydís fékk bróður sinn til
að fara og líta eftir þér en ekki
varstu úti á akri … nei, þú varst
nefnilega kominn út á Hvolsvöll
en þangað hafðir þú keyrt á trak-
tornum á bílaþvottastöð til að
þrífa blessaðan traktorinn því
hann skyldi fá eðalmeðferð eins
og önnur farartæki sem í þínar
hendur komust.
Frá fyrstu tíð varstu nefnilega
alltaf vandvirkur og hugsaðir vel
um allt sem í þínar hendur komst.
Fínu bílarnir þínir og legódótið
þitt kemur í heilu lagi upp úr
kössum sínum og synir okkar
beggja njóta góðs af og leika sér
að dóttinu í hverri heimsókn sinni
hjá ömmu Jórunni og Guðjóni
afa.
Ég veit að við rifumst heilmik-
ið sem börn – bara líkt og systkini
gera – en ég man samt bara eftir
góðum stundum, því fyrir mér
vorum við alltaf góðir félagar og
hjálpuðumst alltaf að í lífinu. Ég
sakna þín alla daga og veit að
söknuðurinn er nú fastur hluti af
lífinu en minningarnar fylgja mér
líka alltaf og kalla fram bros þeg-
ar ég þarf á því að halda. Eins og
segir í laginu – við sjáumst að
nýju þegar minn tími kemur.
Þín systir
Auður.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar