Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 8

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 aða lausn Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is SMÁHJÁLPARTÆKI SEM AUÐVELDA DAGLEGAR ATHAFNIRR Veit á vand LYKLAGRIP KRUKKUOPNARI GOTT GRIP BAÐBURSTI Viðreisn stefnir að því leynt ogljóst að gerast hækja núver- andi meirihluta í borgarstjórn þeg- ar flokkarnir fjórir duga ekki leng- ur til að tryggja Degi B. Eggerts- syni áframhaldandi sumarfrí í ráðhúsinu og í Álaborg.    Ný skoðana-könnun, sem að vísu er ekki endilega mjög marktæk, bendir til að ekki sé útilokað að Viðreisn gæti náð inn manni og tryggt Degi fram- haldsfrí frá störfum.    Eitt dæmið umþessa yfirbygg- ingarástríðu vinstri meirihlutans er að utan um Halldór Auðar Svansson, sem gerðist hækja meirihlutans, var stofnað sérstakt ráð til að stuðla að bættum stjórn- arháttum og auknu gagnsæi.    Eins og Björn Bjarnason benti áí skrifum sínum í gær sjást engin merki um umbætur á þessu sviði. Ráð Halldórs er því miklu frekar óráð og fellur því vel að öðr- um störfum meirihlutans.    Annað sem Björn benti á er aðfurðulegt sé hve mikils fylgis VG njóti: „Í borgarstjórn hefur flokkurinn verið taglhnýtingur þeirra Dags B. og S. Björns Blön- dals, formanns borgarráðs, fulltrúa Bjartrar framtíðar. Þeir eru eins og á öðru tungli þegar hagsmunamál borgarbúa ber á góma.“    Þetta er athyglisverð ábending.Hvernig stendur á því að VG lætur Samfylkingunni og Bjartri framtíð eftir stjórn borgarinnar?    Er hækjuhlutverkið virkilegasvona eftirsóknarvert? Dagur B. Eggertsson Hækjuhlutverkið eftirsótta STAKSTEINAR S. Björn Blöndal Veður víða um heim 30.8., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 11 alskýjað Akureyri 12 heiðskírt Nuuk 9 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 19 súld Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 18 skýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 21 þrumuveður Dublin 16 léttskýjað Glasgow 15 skýjað London 13 rigning París 20 rigning Amsterdam 16 skúrir Hamborg 23 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 28 heiðskírt Moskva 13 léttskýjað Algarve 24 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 24 léttskýjað Winnipeg 21 heiðskírt Montreal 19 léttskýjað New York 19 heiðskírt Chicago 22 léttskýjað Orlando 29 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:09 20:48 ÍSAFJÖRÐUR 6:06 21:01 SIGLUFJÖRÐUR 5:49 20:44 DJÚPIVOGUR 5:36 20:20 Ekki varð af því að íslenskur vall- arþulur fylgdi ís- lenska liðinu í úr- slitakeppni Evrópumótsins í körfubolta, Euro- Basket 2017, sem hefst í Finnlandi í dag. Búið var að ákveða að kynnir fylgdi hverju landsliði í EuroBasket 2017, rétt eins og gert var á Evrópu- mótinu í knattspyrnu í Frakklandi í fyrra, sællar minningar. Páll Sævar Guðjónsson, jafnan kallaður röddin, átti að vera kynnir á leikjum Íslands. Páll Sævar tjáði Morgunblaðinu að ekki hefði tekist að uppfylla öryggisreglur í Finn- landi og því hefði verið horfið frá þessum áformum. Enskumælandi þulir munu kynna leikina. Þetta þýðir að Páll Sævar verður vallarþulur á knattspyrnulandsleik Íslands og Úkraínu á Laugardals- velli á þriðjudaginn. Hann hefur ver- ið „rödd“ Laugardalsvallar á nær öllum landsleikjum frá árinu 2000. „Ég mun fylgjast með okkar mönn- um í Finnlandi í sjónvarpinu og kem svo í banastuði á Laugardalsvöllinn á þriðjudaginn. Það verður skemmti- legt kvöld,“ segir hann. sisi@mbl.is „Röddin“ fór ekki til Finnlands Páll Sævar Guðjónsson Ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær að tekið yrði á móti 50 flóttamönnum á næsta ári, um 45 úr flóttamanna- búðum í Líbanon og Jórdaníu og fimm til tíu frá Kenía. Ekki liggur fyrir hverrar þjóðar fólkið er. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, lagði málið fram á ríkisstjórnarfundi í gær. „Við viljum gera þetta tímanlega svo við getum gert þetta á grundvelli þeirra fjárheimilda sem við sækjum í fjárlögum næsta árs og vonandi tekið á móti hópnum snemma,“ segir hann. Þorsteinn segir að stefnan sé að tekið verði á móti hundrað flótta- mönnum á ári, að nokkrum árum liðnum. „Við viljum líka leggja áherslu á að samræma móttökuskil- yrði kvótaflóttamanna og þeirra sem fá hér hæli,“ segir Þorsteinn. Ekki hefur verið ákveðið hvar flóttamennirnir munu búa þegar komið verður til Íslands. Sérstök áhersla á hinsegin fólk Þeir fimm til tíu flóttamenn sem hingað verður boðið frá Kenía eru hinsegin fólk sem hefur flúið til landsins frá öðrum ríkjum vegna of- sókna. Að sögn Þorsteins eru að- stæður þó einnig erfiðar þar fyrir umrædda einstaklinga. „Þetta rímar ágætlega við áherslur okkar um að horfa sérstaklega til fólk sem er í slíkri stöðu,“ segir hann. 50 flóttamenn til landsins á næsta ári  Fimm til tíu fá hæli vegna ofsókna vegna kynhneigðar  Búseta óákveðin Morgunblaðið/Eggert Ráðherra Þorsteinn Víglundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.