Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 33
Áttan hitar upp fyrir Pál Óskar
sem sér um skipulag tónleikanna.
Áttan mun flytja nokkur lög áður en
Páll Óskar tekur við sviðinu.
„Við í Áttunni erum svo hrærð yf-
ir því að hafa fengið að hita upp fyr-
ir Pál Óskar. Gífurlega mikill heiður
og erum við spennt að taka þátt í
einu flottasta „showi“ sem sett hefur
verið upp á Íslandi,“ er haft eftir
Áttunni í tilkynningu.
Páll Óskar Hjálmtýsson hefur fengið
Áttuna til að hita upp fyrir sig á um-
fangsmiklum tónleikum sínum í
Laugardalshöll 16. september nk.
Áttan er hópur ungmenna sem gefur
út fjölbreytt skemmtiefni á sam-
félagsmiðlum og hefur gefið út lög á
borð við „Neinei“ og „Ekki seena“
sem notið hafa mikilla vinsælda hjá
ungu kynslóðinni, eins og fram kem-
ur í tilkynningu frá
Senu Live
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
„Þátttakendur verða ótrúlega marg-
ir í ár og það komust færri að en
vildu,“ segir Guðrún Þórsdóttir
verkefnastýra A! Gjörningahátíðar
sem hefst í dag, fimtudag, og lýkur á
sunnudag. Hátíðin er haldin á Akur-
eyri og er þetta í þriðja sinn sem hún
fer fram. Að henni standa Listasafn-
ið á Akureyri, LÓKAL alþjóðleg
leiklistarhátíð, Reykjavík Dance
Festival, Menningarfélag Akureyr-
ar, Leikfélag Akureyrar og Kynn-
ingarmiðstöð íslenskrar myndlistar.
Að þessu sinni munu gjörningar
fara fram í Listasafninu á Akureyri -
Ketilhúsi, Sam-
komuhúsinu,
Hofi, Verksmiðj-
unni á Hjalteyri,
Kaktus, Rósen-
borg, Deiglunni,
Lystigarðinum
og úti á þjóðvegi
ásamt fleiri stöð-
um á Akureyri.
„Það kemur
fólk alls staðar
að, t.d. koma 18 listamenn frá Hol-
landi á vídeólistahátíðina Heim sem
hefur fylgt A! frá upphafi og er eins
konar systurhátíð. Þetta eru allt
nemendur Suchan Kinoshita úr
Listakademíunni í Münster í Þýska-
landi, en Kinoshita mun í Leikhús-
inu flytja gjörning ásamt Örnu Vals-
dóttur en þær fluttu hann áður fyrir
30 árum,“ segir Guðrún sem er
stödd í Ketilhúsinu þegar blaðamað-
ur heyrir í henni.
„Hér er verið að setja upp þá
gjörninga sem verða hér, en þeir
verða fjórir. Þar á meðal verður hún
Rúrí, sem við þekkjum öll og hefur
framið gjörninga í mörg ár, allt frá
Kína til Kanada.“
Alltaf góð aðsókn
„Í Verksmiðjunni á Hjalteyri
kemur fram fallegi norðlenski kór-
inn Hymnodia sem ætlar að flytja
gjörning tvisvar sinnum en það er
takmarkað pláss. Einungis 30
manns geta séð gjörninginn hvorn
daginn svo í heildina geta 60 manns
orðið vitni að þessu. Hægt er að fá
miða í Hofi,“ segir Guðrún.
„Á laugardaginn verður gjörn-
ingalistamaðurinn Örn Ingi Gíslason
heiðraður af Akureyrarbæ. Hann
var einmitt með rosalega flottan
gjörning á fyrstu A! hátíðinni fyrir
þremur árum þar sem hann lét vatn
fossa niður kirkjutröppurnar.“
Guðrún segir aðsóknina á gjörn-
ingahátíðina alltaf hafa verið mjög
góða. „Það er mikil hefð fyrir gjörn-
ingalist hér á Akureyri, allt frá tím-
um Rauða hússins. Héðan hefur
margt hæfileikaríkt gjörningafólk
komið, eins og t.d. Kristján Ingi-
marsson og Anna Richardsdóttir,
sem hefur einmitt komið fram á A!
Hér hafa listamenn gefið af sér til
næstu kynslóða, það er svo mik-
ilvægt að þetta samtal eigi sér stað
og þá er svona hátíð góður vett-
vangur. Akureyri er góð á staðsetn-
ing á svo margan hátt, stutt á milli
staða og af því að fólk þekkir gjörn-
inga vel og svo skemmir ekki fyrir
að gjörningar eru fyrir alla aldurs-
hópa,“ segir Guðný.
Hún kveðst ekki vilja halda því
fram að A! sé eina gjörningahátíðin
á landinu. „Þetta er kannski eina
gjörningahátíðin sem kallar sig
gjörningahátíð en þetta krossar allt
saman. Listin er allskonar. Við erum
í samstarfi við LÓKAL alþjóðlegu
leiklistarhátíðina og Reykjavík
Dance Festival þar sem eru framdir
ansi miklir gjörningar.“
Listamennirnir og hóparnir sem
taka þátt eru Arna Valsdóttir og
Suchan Kinoshita, Gabrielle Cerber-
ville, Gjörningaklúbburinn, Heiðdís
Hólm, Hekla Björt Helgadóttir &
Svefnleikhúsið – The Sleep Theatre,
Katrine Faber, Magnús Logi Krist-
insson, Voiceland – Gísli Grétarsson,
Mareike Dobewall og Hymnodia,
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir,
Rúrí, Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir
og Liv-K. Nome. „Svo er enn sem
komið er einn „off-venue“ viðburður
á dagskrá, úti á þjóðvegi 1 á laugar-
deginum og að er hann Antónín
Brinda frá Tékklandi sem stendur
fyrir honum,“ segir Guðrún að lok-
um. Ókeypis er á alla gjörningana á
hátíðinni A!
„Mikil hefð fyrir gjörn-
ingalist hér á Akureyri“
A! Gjörningahátíðin hefst í dag og fer fram í þriðja sinn
Guðrún Þórsdóttir
Nýtt verk Gjörningaklúbburinn flytur gjörning á laugardag.
Gjörningalistakonan
Rúrí mun flytja glæ-
nýjan gjörning sinn
Tortími II á laugardag.
Upphitun Áttan
mun hita upp gesti
á stórtónleikum
Páls Óskars.
Mikið úrval af vönduðum
emeleruðum vörum
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Bolli svartur
Verð 1.470
Bolli hvítur
Verð 1.595
Brauðdallur
Verð 9.800
Fata
Verð 5.170
Húsnúmer
Verð 8.900
Kaffikanna
Verð 5.980
Koppur
Verð 4.090
Skál 20 cm
með blómum
Verð 3.070
Vaskafat
með blómum
Verð 7.720
Mælikanna með
blómum 1L
Verð 3.340
Sápuskál með baki
Verð 2.770
SÝND KL. 10.30
SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 6
SÝND KL. 5.30
SÝND KL. 8, 10.30
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
ÍSL. 2D KL. 6