Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 26

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 26
Elín Sigurðardóttir heldur til Helsinki á morgun til að fagnafimmtugsafmæli sínu, en hún á afmæli í dag.„Þetta verður svona löng helgi í Helsinki. Við Böddi kær- astinn minn ætlum m.a. að skoða steinkirkjuna sem allir eru að tala um, förum á leik með íslenska körfuboltalandsliðinu á EM og kannski í siglingu til Suomenlinna. Ég hef ekki komið til Helsinki en ég fór til Turku að heimsækja pabba minn þegar hann bjó þar.“ Faðir Elínar er Sigurður Karlsson, leikari og ötull þýðandi finnskra bókmennta. Móðir hennar er Bergljót Stefánsdóttir, áður starfs- maður hjá Sameiginlega lífeyrissjóðnum. Elín starfar sem ritari í móttökumiðstöð Útlendingastofnunar og hefur unnið þar í rúmt ár. Hún hefur annars unnið mikið við umbrot. „Ég er búin að reyna að losa mig úr faginu síðan eftir hrun en það gekk heldur erfiðlega, datt alltaf inn í þetta aftur.“ Elín hélt upp á afmælið sitt á Menningarnótt. „Þá bauð ég 50 manns í partí út á Granda og það endaði með flugeldasýningu í boði Reykja- víkurborgar. Ætli ég kíki ekki í bröns í hádeginu í dag, fer síðan á happy hour og svo er mér boðið út að borða í kvöld.“ Börn Elínar eru Hávarr, f. 1993, leiklistarnemi við CISPA, og Berg- ljót, f. 1995, nemi við Fjölbraut við Ármúla, Hermóðsbörn. „Það eru engin barnabörn komin en ég hef verið að æfa mig með þriggja ára bróðurdóttur minni.“ Sú er dóttir Karls Sigurðssonar Baggalúts, hinn bróðir Elínar er Skúli Á. Sigurðsson lögfræðingur. Í Miðdal Elín á sólríkum degi í Árnessýslunni. Ætlar að taka langa helgi í Helsinki Elín Sigurðardóttir er fimmtug í dag Ó skar Jósefsson fæddist á Akureyri 31.8. 1957 en ólst upp á Þrastarhóli í Hörgárdal. Hann var í Barnaskólanum á Hjalteyri, Héraðsskólanum í Reyk- holti, lauk prófi í útvegstækni frá Tækniskóla Íslands 1988, B.Sc.-prófi í vélaverkfræði frá Ålborg Universi- tet 1991 og M.Sc.-prófi í véla- og rekstrarverkfræði þaðan 1993. Óskar var rekstrarráðgjafi hjá m.a. Hagvangi, Price Waterhouse- Coopers og IBM og Advance á ár- unum 1993-2003. Hann var forstjóri Landsíma Íslands 2001-2002, fram- kvæmdastjóri hjá Kaupþingi 2003- 2008 og forstjóri Ístaks 2014-2015, auk fleiri tímabundinna fram- kvæmdastjórastarfa. Hann er nú framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar Ferðamála: „Þar gefst mér, stjórn- inni og frábærum starfsmönnum ein- stakt tækifæri til þess að vinna að krefjandi og mikilvægum verkefnum fyrir íslenskt samfélag í heild.“ Óskar hefur setið í stjórn fjölda fyrirtækja sem stjórnarformaður og stjórnarmaður, m.a. Mílu, Reikni- stofu bankanna, Auðkennis, PwC, Tals, Tæknivara, Síldar & fisks, Center hotels, Hugar/Ax og Þarfa- þings. „Það er einkum tvennt sem hefur mótað mig; frumatvinnugreinarnar – sveitin og sjórinn. Fyrstu 15 árin sveitin og náin tengsl við landið, skepnur og menn þar sem maður fékk tilfinningu fyrir hringrás lífsins. Ég fór svo 14 ára á síðutogara á Ak- ureyri, Kaldbak EA 1, sem var gufu- togari. Í fyrsta túrnum vorum við sex strákar á aldrinum 14 og 15 ára. Það þótti sjálfsagt þá en telst barna- þrælkun í dag. Sjómennskan var síð- an minn starfsvettvangur þar til ég Óskar Jósefssson, verkfræðingur og framkv.stj. – 60 ára Hluti fjölskyldunnar F.v.: Gabríela Karmen, Einar Logi, Sverrir Ingi, Mikael Aron, Óskar og Ingibjörg. Góður stjórnandi með ræturnar í sveit og á sjó Hjónin Óskar og Ingibjörg á Spáni. 26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Frosti Tryggvason fæddist 19. ágúst 2016. Hann vó 4.205 gr og var 53 cm. Foreldrar hans eru Kristrún Dröfn Jóhanns- dóttir og Tryggvi Lárusson. Nýr borgari Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.