Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 27

Morgunblaðið - 31.08.2017, Síða 27
varð 28 ára. Þetta var góður skóli sem ég hef búið að síðan. Þar lærði ég að takast á við verkefni dagsins og finna á því farsælustu mögulegu lausnina, í samstarfi við aðra, og við aðstæður þar sem oft lágu undir líf og limir. Þá þarf að ræða hlutina um- búðalaust og koma þeim fumlaust í framkvæmd.“ Óskar og Ingibjörg, kona hans, eru mikið fjölskyldufólk: „Ég kem úr 11 systkina hópi, móðir mín átti 11 systkini, faðir minn fimm og konan mín átta. Fjölskyldutengslin eru sterk. Hefðbundnir fjölskyldu- viðburðir telja yfirleitt 150 manns og meira. En við höfum verið lánsöm því slys, veikindi og dauðsföll hafa ekki verið tíðir gestir í okkar ranni. Ég hef einnig verið gæfumaður í starfi. Eftir kynni af landbúnaði og sjómennsku fékk ég tækifæri til að takast á við fjölbreytt verkefni, stýra stórum og flóknum fyrirtækjum, oft á erfiðum tíma, og leiðbeina við að efla og bæta reksturinn.“ Fjölskylda Óskars á sumarhús á Þrastarhóli í Hörgárdal: „Þar dvelj- um við hvenær sem færi gefst. Þar eigum við með sjö systkinum mínum 10 ha. landskika en tvær yngstu syst- ur mínar búa á jörðinni. Þarna er fjölskyldutengslunum haldið við og vaxandi hópur barna og barnabarna kynnist við leik og störf. Með aldrinum skilst manni sífellt betur að hamingjan kemur innan frá og eiginkona, börn og barnabörn og fjölskyldan í stærra samhengi er það sem lífið snýst um.“ Fjölskylda Eiginkona Óskars er Ingibjörg Sverrisdóttir, f. 30.6. 1961, matráður. Þau giftu sig 14.7. 1984. Foreldrar Ingibjargar: Þorbjörg Ingibergs- dóttir f. 27.9. 1926, fyrrv. starfskona bráðamóttöku LHS, og Sverrir Traustason, f. 2 3. 1933, skipstjóri í Grindavík og vallarstjóri á Hlíðar- enda. Börn Óskars og Ingibjargar eru: 1) Sverrir Ingi Óskarsson, f. 30.3. 1982, nemi í Svíþjóð og kona hans er Elín Helgadóttir en sonur Sverris og Rakelar Pálsdóttur er Mikael Aron, f. 2007; 2) Davíð Óskarsson, f. 30.12. 1983, vélamaður í Reykjavík en kona hans er Guðrún Kristín Jóhanns- dóttir og dóttir þeirra Karítas Ósk, f. 2017; 3) Einar Logi Óskarsson, f. 15.5. 1991. Systkini Óskars eru Hreinn Páls- son, f. 20.1. 1951, járniðnaðarmaður á Akureyri; Salvör Jósefsdóttir, f. 19.2. 1955, skólastarfsmaður í Garða- bæ; Ingibjörg Valgerður Jósefs- dóttir, f. 24.6. 1956, leiðsögumaður í Reykjavík; Haraldur Jósefsson, f. 11.11. 1958, byggingarfræðingur og forstöðumaður á Akureyri; Sigrún Jósefsdóttir, f. 7.8. 1961, fjármála- stjóri í Garðabæ; Hildur Jósefs- dóttir, f. 27.2. 1965, lyfjaframleiðandi í Svíþjóð; Níels Pétur Jósefsson, f. 10.12. 1966, matreiðslumaður á Akureyri; Heiða Björk Jósefsdóttir, f. 4.2. 1969, viðskiptafræðingur í Reykjavík; Sigríður Hrefna Jósefs- dóttir, f. 2.4. 1972, sjúkraliði og bóndi á Akureyri, og Ólöf Harpa Jósefs- dóttir, f. 27.9. 1974, líffræðingur og bóndi. Foreldrar Óskars voru Vilborg Pedersen, f. 29.6. 1934, d. 15.12. 2013, bóndi á Þrastarhóli í Hörgárdal, og Jósef Tryggvason, f. 19.8. 1934, d. 17.2. 2007, bóndi á Þrastarhóli. Óskar Jósefsson Kristin Pedersen klossasmiður í Sundborg á Fjóni í Danmörku Nils Hafsteinn Pedersen steinsmiður í Rvík Salvör Jónsdóttir verkak. í Rvík Vilborg Pedersen b. Þrastarhóli Anna Jónsdóttir húsfr. í Rvík Jón Einarsson múrari í Rvík Magnús Magnússon sjóm. á Akureyri Stefán Trjámann Tryggvason raf- virki og sundlaugavörður í Kópavogi Magnús Valsteinn Tryggva- son húsasmíðam. á Aureyri Kristinn Åge Pedersen múraram. í Rvík Salvar Guðveirsson guðfræðingur í Rvík. Einar Stefánsson rafvirki í Kópavogi Ólafur Harðar- son prófessor í stjórnmálafræði Tryggvi Harðarson fyrrv. sveitarstjóri Vilmar Pedersen fyrrv. tæknistjóri Sjónvarpsins Hörður Zóphaní- asson, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði Guðgeir Pedersen rafveituvirki í Rvík Jóna Ingibjörg Pedersen húsfr. í Litla-Dunhaga, síðar á Akureyri Anna Guðmunds- dóttir bóndi á Hala í Suðursveit Sigríður Bergþórsdóttir húsfr. í Syðra-Tjarnarkoti og á Akureyri Stefán Jónasson b. í Syðra-Tjarnar- koti, síðar verkam. á Akureyri Tryggvi Stefánsson skósmiður á Akureyri, síðar b. á Þrastarhóli Sigrún Jónína Trjámannsdóttir húsfr. á Akureyri Sigurrós Sigurðardóttir húsfr. í Fagranesi á Akureyri Trjámann Príor Guðmundsson b. í Fagranesi í Öxnadal, síðar keyrari á Akureyri Úr frændgarði Óskars Jósefssonar Jósef Tryggvason b. á Þrastarhóli í Hörgárdal Feðgin Davíð og Karitas Ósk. 90 ára Ágúst Jóhannsson Kristín Jóhanna Eiríksdóttir 85 ára Geir Snorrason Þórey Mjallhvít H. Kolbeins 80 ára Bolli Kjartansson Elín Skarphéðinsdóttir Inga Valdís Tómasdóttir Júlía Sigurgeirsdóttir Margrét Teitsdóttir Sigrún Friðriksdóttir Sigurjón Þórarinsson 75 ára Guðmundur Steingrímsson Guðni Jónsson Hólmfríður Sigurðardóttir Hrafnhildur Baldvinsdóttir Jóhann Gilbertsson 70 ára Brynja Pálmadóttir Guðrún Ása Þorvaldsdóttir Haraldur Sigurðsson Ólafur Rúnar Jónsson Ragnar Jónasson Rannveig Hjaltadóttir 60 ára Elísabet Grethe Halldórsdóttir Gróa Grímsdóttir Guðný Grímsdóttir Gunnar Rúnar Pálsson Óskar Jósefsson Tómas Jóhannesson Þorbjörg Guðrún Jónsdóttir Þorgerður Jónsdóttir 50 ára Einar Vignir Hansson Elín Sigurðardóttir Eva Lilja Árnadóttir Guðrún Ragnheiður Ragnarsdóttir Josephine Meja Sistoso Jón Albert Jónsson Kolbrún Ósk Albertsdóttir Maciej Pawel Swiatecki 40 ára Guðmundur Rúnar Jónsson Ingólfur Már Grímsson Ingunn Jónsdóttir Karen G. Elísabetardóttir Krzysztof Pstragowski Magnús Óskar Helgason María Birgisdóttir Ragnar Þórisson Somphop Saedkhong Sveinn Þ. Finster Úlfarsson Vignir Óskarsson Þórarinn Óli Ólafsson 30 ára Anton Ingi Sigurðsson Gintare Kasparaviciute Guðmundur Rúnar Guðmundsson Halldóra R. Guðmundsdóttir Hildur Sóley Sveinsdóttir Hjördís Sif Viðarsdóttir Ingvar Ingvarsson Ingvar Magnússon Jón Júlíus Karlsson Maríanna Lind Mánadóttir Monika Malgorzata Zwierkowska Patrycja Katarzyna Peplowska Ratchanok Sapngoenyuang Sif Björnsdóttir Sigrún Erla Ólafsdóttir Til hamingju með daginn mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 30 ára Hjördís ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk BS-prófi í hagfræði frá HÍ og stundar MS-nám í fjár- málum við HÍ. Maki: Egill Kári Helgason, f. 1982, netagerðarmaður. Sonur: Baldur Óliver Eg- ilsson, f. 2014. Foreldrar: Sigríður Bald- ursdóttir, f. 1960, skrif- stofustjóri hjá Alliance, og Viðar Kristinsson, f. 1960, verslunarmaður hjá Bræðurnir Ormsson. Hjördís Sif Viðarsdóttir 30 ára Ingvar ólst upp í Hafnarfirði, býr þar, lauk matreiðsluprófi frá MK og er kokkur á Hilton Hotel. Maki: Auður Björt Skúla- dóttir, f. 1991, starfar við prjónaverslunina Hand- prjón. Börn: Katrín Emilía, f. 2013, og Ingvar, f. 2016. Foreldrar: Anna Sigrún Hreinsdóttir, f. 1958, verslunarmaður, og Ingv- ar Ingvarsson, f. 1951, vél- virki hjá ALCAN.. Ingvar Ingvarsson 30 ára Sigrún lauk MA- prófi í uppeldis- og menntunarfr. frá HÍ og er í fæðingarorlofi. Maki: Albert Hauksson, f. 1989, hugbúnaðarráðgjafi hjá Tempo Softwear. Dætur: Elísabet Anna, f. 2013, og Margrét María, f. 2017. Stjúpsonur: Guð- mundur Kári, f. 2012. Foreldrar: Dóra Soffía Þorkáksdóttir, f. 1959, og Ólafur Haraldsson, f. 1958. Sigrún Erla Ólafsdóttir ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Jón Eiríksson fæddist 31.8. 1728,sonur Eiríks Jónssonar, bóndaí Skálafelli í Suðursveit og síð- ar í Hólmi á Mýrum í Hornafirði, og k.h., Steinunnar Jónsdóttur frá Hofi í Öræfum. Eiginkona Jóns var Christine María Lundgaard en börn þeirra sem upp komust voru Jens, sekreteri í rentukammerinu; Eirík- ur, sekreteri í rentukammerinu; Anna Margrét, gift Tycho Jessen sjóliðsforingja; Ludvig amtmaður; Steinunn, gift Posth kommandör; Hans, læknir í Kaupmannahöfn, og Bolli William, tollstjóri í Marstal. Jón lærði hjá Vigfúsi Jónssyni, presti í Stöð, móðurbróður sínum, var tvo vetur í Skálholtsskóla þar sem hann kynntist velgjörðarmanni sínum, Ludvig Harboe biskupi, tók stúdentspróf í Niðarósi 1748, stund- aði nám við Hafnarháskóla, varð baccalaureus 1750 og lauk lögfræði- prófi með fyrstu einkunn 1773. Jón varð prófessor í lögfræði við Sóreyjarskóla 1773, varð skrif- stofustjóri í norsku stjórnardeildinni 1771, forstjóri í toll- og verslunar- stjórninni 1773 og í rentukammerinu 1777, assessor í hæstarétti Dan- merkur 1779 og yfirbókavörður kon- ungsbókhallarinnar 1772-81. Jón Eiríksson konferenzráð náði lengst Íslendinga í metorðum innan danska ríkisins á 18. öld og var þá sá, ásamt Árna Magnússyni og Skúla fógeta, sem mestu þokaði í framfara- átt hér á landi. Hann var félagi í norska og danska vísindafélaginu, varð etats- ráð 1775 og konferenzráð 1781. Jón hafði umtalsverð stjórnbóta- áhrif á málefni Íslands, einkum verslunarmálin, en hann skrifaði fræga ritgerð um þau 1783 og sat í fjárhags- og verslunarnefnd Íslands. Jón var heilsuveill síðustu árin, fleygði sér fram af brú í Kaup- mannahöfn 29.3. 1787 og lést af höf- uðáverka sem hann hlaut í fallinu. Sveinn Pálsson náttúrufræðingur skrifaði ritgerð um ævi Jóns sem birtist í bókaflokknum Merkir Ís- lendingar. Merkir Íslendingar Jón Eiríksson HERRASKÓR SKECHERS ALVARO HERRASKÓR ÚR LEÐRI MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 41-47,5. FÁST EINNIG BRÚNIR. VERÐ 14.995 KRINGLU OG SMÁRALIND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.