Morgunblaðið - 31.08.2017, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017
REYKJANESBÆ
Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbær | Sími 421 7104
Verslunin
HÆTTIR
Cintamani
Under Armour
Siemens - Adidas
Nú höfum við hækkað afsláttinn í
70% af fatnaði og skóm og
20% af smáraftækjum
Opið kl. 10-18
alla virka daga
ALLT Á AÐ SELJAST
Gleðilega
LJÓSA-
NÓTT
SÍÐUMÚLA 9 · SÍMI 530 2900LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800
FYRIR HEIMILIN Í LANDINU
SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu SPARIDAGARfyrir heimilin í landinu
LOKADA
GAR
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ljósanótt í Reykjanesbæ verður
sett formlega í dag, fimmtudag. Sú
þróun þykir áberandi að bæjar-
búar séu virkir í að skapa hátíðina
eftir eigin höfði og standi sjálfir
fyrir ýmsum viðburðum. Margt er
þó skipulagt af bæjarfélaginu, svo
sem setning hátíðarinnar í dag
þegar öll grunnskólabörn bæjarins,
um 2000 talsins, auk elstu barna
leikskólans, syngja inn hátíðina.
Á fjórða tug sýninga
Opnun fjögurra nýrra sýninga í
Duushúsum síðdegis í dag markar
upphaf sýningahalds Ljósanætur.
Það hefur verið eitt af aðals-
merkjum hátíðarinnar en á fjórða
tug list- og handverkssýninga hafa
verið auglýstar. Er hefð fyrir því
að fólk bregði sér í bæinn á þess-
um degi, enda margt um að vera
og verslanir opnar.
Á morgun, föstudag, ber hæst
bryggjuball við smábátahöfnina.
Þar kemur að stærstum hluta
fram heimafólk með Bæjarstjórn-
arbandið fremst í flokki. Þá verða
svonefndir Heimatónleikar í gamla
bæjarhlutanum í Keflavík. Þar er
fólki boðið í heimahús á tónleika
og hefst dagskrá kl. 21 og aftur
kl. 22:00. Gestir geta gengið á
milli húsa að vild, en á þeim koma
fram Parðar, Jónína Aradóttir,
Bjartmar Guðlaugsson, Már
Gunnarsson, Geir Ólafsson og
Kristján Jóhannsson, Jón Jónsson,
hljómsveitirnar Pandóra og Ofris
og Svebbi og Eyvi. Uppselt er á
Heimatónleikana sem nú eru í
þriðja sinn.
Staðið á fimmtugu
Mest er um að vera á Ljósanótt
á laugardag. Þar ber hæst Ár-
gangagöngu svonefnda, en þá hitt-
ist fólk sem alið er upp í bænum
við það húsnúmer við Hafnargötu
er samsvarar fæðingarári þess og
fer í skrúðgöngu niður á hátíðar-
svæði. Þar safnast það saman fyr-
ir framan aðalsvið hátíðarinnar,
þar sem eru ýmsu viðburðir, tón-
leikar, sýningar, barnadagskrá og
fleira. Að venju er fólk sem
stendur á fimmtugu, í aðalhlut-
verki í árgangagöngunni.
Stórtónleikar Ljósanætur eru
hápunktur hátíðarhalda. Þar
koma fram Emmsjé Gauti, Jana
María og hljómsveit, KK og
Maggi Eiríks, Hljómsveitin Valdi-
mar og Jón Jónsson og hljóm-
sveit. Tónleikunum er útvarpað á
Rás 2.
Lokapunkturinn er svo flug-
eldasýning en að henni lokinni
eru ljósin á Berginu kveikt, en af
þeim dregur hátíðin einmitt nafn
sitt. Ljósin loga svo fram á vor og
varpa hlýlegri birtu yfir Stakks-
fjörðinn á sama tíma og skamm-
degið bankar upp á, segir í kynn-
ingu aðstandenda hátíðarinnar.
Stemning Bæjarhátíðir eru vettvangur brottfluttra sem hittast að nýju og í því tilliti er árgangagangan á Ljósanótt
alltaf merkilegur viðburður. Dagskráin er annars mjög fljölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ljós og hlýleg birta
Ljósanótt í Reykjanesbæ sett í dag Sýningar-
hald og tónleikar Árgangaganga í aðalhlutverki
Bæjarhátíð sumarið 2017
Efnið fipronil, sem bæði er notað
sem sníklalyf fyrir gæludýr og
skordýraeitur fannst nýverið í
eggjarauðudufti sem notað var til
framleiðslu á nokkrum tegundum
matvara hjá Ora.
Magn efnisins í vörunum var
mjög lítið, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Matvælastofnun,
og því ekki heilsuspillandi fyrir
neytendur. Hins vegar er óleyfi-
legt að nota hráefnið í samsett
matvæli og því voru þessar til-
teknu vörur innkallaðar. Þær voru
seldar undir vöruheitunum Lúxus
Bernaise, Bernais sósa Bónus,
Graflaxsósa og HM Plokkfiskur.
Upp komst um notkun fipronils
í eggjabúum í Hollandi fyrir
nokkrum vikum og var á annað
hundrað búa lokað í kjölfarið og
milljónir eggja voru fjarlægðar úr
hillum verslana víðs vegar um
Evrópu.
Fipronil fannst í bernaisessósu frá Ora