Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.08.2017, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 skornirthinir.is LYT NS 4 SEASONS LE FLORIANS 4 SEASONS 100% vatnsheldir am sóli 22.995 ðir: 36-47 6 litir Vibr Verð: Stær OS LE FLORIA VATNSHELDIR SKÓR OP IÐ HÚ S SKÓGARVEGUR 12A - 108 RVK OPIÐ HÚS FIM. 31. ÁGÚST KL. 17:00–17:30 Glæsileg og rúmgóð 3ja herbergja jarðhæð með stæði í bílgeymslu á besta stað með suðurgarði í Fossvoginum. Afar vönduð íbúð í nýju fallegu 4ra hæða fjölbýlishúsi með lyftu. Íbúðinni fylgir stæði í bíla- geymslu. Íbúðin sem er merkt 0106 er 101 m² og geymsla 10,7 m², samtals 111,7 m². V. 62,8 millj. SÍMI 512 4900 - HLÍÐARSMÁRI 2 - LANDMARK.IS SVEINN EYLAND Löggiltur fasteignasali S. 690 0820 ÞÓRARINN THORARENSEN Sölustjóri S. 770 0309 Vestnorræna ráðið er samstarfsráð Al- þingis, Lögþings Fær- eyja og Landsþings Grænlands. Ráðið á rætur að rekja til árs- ins 1985 en stofnun þess var fyrst og fremst byggð á sam- eiginlegum bakgrunni landanna á ýmsum sviðum; bæði með hliðsjón af nánum sögulegum og menn- ingarlegum arfi sem og sameiginlegum hagsmunum í um- hverfis-, efnahags- og samgöngumálum. Markmið Vestnor- ræna ráðsins er að stuðla að auknu sam- starfi Vestur- Norðurlanda um mik- ilvæg málefni á svæð- inu ásamt því að treysta stöðu land- anna alþjóðlega, ekki síst þegar kemur að málefnum norðurslóða. Vestnorræna ráðið fær áheyrn- araðild að Norðurskautsráðinu Utanríkisráðherrar aðildarríkja Norðurskautsráðsins samþykktu á fundi sínum í Alaska í maí síðast- liðnum að veita Vestnorræna ráðinu áheyrnaraðild að Norðurskauts- ráðinu. Áheyrnaraðildin hefur mikið gildi fyrir Vestur-Norðurlönd og íbúa svæðisins því nú fá kjörnir fulltrúar þeirra frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi tækifæri til að hafa aukin áhrif á pólitískar ákvarð- anir sem snerta norðurslóðir. Þetta er mikilvægur áfangi í starfi Vest- norræna ráðsins sem nú hefur verið starfrækt í 32 ár. Áheyrnaraðildin veitir Vestnorræna ráðinu tækifæri til að láta í sér heyra og stuðla að því að velferð íbúa norðurslóða verði í forgangi. Vestnorræna ráðið hefur lengi lagt áherslu á málefni norð- urslóða enda tilheyra 20% af land- massa norðurslóða Vestur- Norðurlöndum og íbúar landanna eru um 10% af heildaríbúafjölda norðurslóða. Líklegt er að alþjóðleg þróun næstu áratugina, m.a. þegar kemur að hækkandi meðalaldri þjóða, þéttbýlismyndun, auðlindaskorti, vaxandi kaupmætti og loftlags- breytingum, komi til með að hafa mikil áhrif á Vestur-Norðurlönd, ekki síst hvað varðar al- þjóðlega stöðu þeirra. Í ljósi þessa hefur Vest- norræna ráðið kallað eftir auknu vestnor- rænu samstarfi um mál- efni norðurslóða, nú þegar norðurslóðaríki eru í auknum mæli að auka samstarf sín á milli til að vernda og styðja hagsmuni sína. Ársfundur Vest- norræna ráðsins Á fimmtudag og föstudag í þessari viku fer ársfundur Vestnor- ræna ráðsins fram hér á Íslandi. Utanrík- isráðherrar landanna þriggja funda með ráðinu á fyrri fundadegi, þar sem sérstök áhersla verður lögð á stöðu Vestur-Norðurlanda á norð- urslóðum. Önnur málefni til umræðu á ársfundinum eru m.a. aukið sam- starf Vestur-Norðurlanda um frí- verslun, samgöngur og innviði, sjáv- arútvegsmál og jafnrétti kynjanna. Nýfengin áheyrnaraðild að Norð- urskautsráðinu verður jafnframt eins og gefur að skilja ofarlega á blaði. Sérstök umræða verður jafn- framt um umfang plasts í Norður- Atlantshafi og áhrif þess á lífríki hafsins. Eftir að ársfundi lýkur stendur Vestnorræna ráðið fyrir vestnor- rænu menningarkvöldi í Norræna húsinu, þar sem Reykvíkingum og nærsveitungum stendur til boða að kynnast betur þessum nágranna- löndum okkar, Færeyjum og Græn- landi. Boðið verður upp á tónlistar- atriði, vestnorrænan mat og kynningu á nágrannalöndunum. Ver- ið hjartanlega velkomin! Vestnorræna ráðið Eftir Bryndísi Haraldsdóttur Bryndís Haraldsdóttir »Markmiðið er að stuðla að auknu sam- starfi landanna um málefni svæðisins og að treysta stöðu landanna alþjóð- lega, sérstaklega í málefnum norðurslóða. Höfundur er þingmaður og formaður Vestnorræna ráðsins. bryndish@althingi.is Frelsisflokkurinn er nýtt og ferskt stjórn- málaafl sem vill láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Stofn- fundur flokksins var haldinn í sumar og hann lögskráður sem stjórnmálaafl með starfandi öfluga stjórn sem sett hefur fram drög að grunnstefnu og vinnur að stefnumótun og skipu- lagi og undirbúningi fyrsta lands- fundar flokksins. Flokkurinn hefur ákveðið að boðið verði fram til borg- arstjórnar næsta vor og skoðað verður að bjóða fram víðar. Formað- ur flokksins er undirritaður og for- maður borgarmálahóps er Margrét Friðriksdóttir, ritari Frelsisflokks- ins, en hún fer fyrir hópi fólks sem móta mun borgarmálastefnu flokks- ins. Markmið okkar verður að losa borgarbúa undan óhæfri og spilltri valdstjórn vinstri og pírata í Reykja- vík. Málsvari frelsis og réttlætis Frelsisflokkurinn styðjur ein- staklings- og persónufrelsið og þess vegna tölum við máli þjóðfrelsis og réttlætis og viljum verja fullveldis- rétt þjóðarinnar. Þess vegna höfnum við ESB-aðild, viljum endurskoðun EES-samningsins og boðum úrsögn úr Schengen. Við höfnum þöggun og ritskoðun og styðjum skoðana- og tjáningarfrelsið. Við munum því ekki falla fyrir þungum straumi hins póli- tíska rétttrúnaðar sem tröllríður samfélaginu. Frelsisflokkurinn er óháður helstu hagsmuna- og valda- öflum samfélagsins og er því ekki háður fjármála- og stórfyrirtækjum eða lífeyrisfurstum. Við styðjum frjálst framtak og atvinnu- og at- hafnafrelsi einstaklinga. Við viljum sem mesta valddreifingu og erum gegn hverskonar miðstýringu, hvort sem það er embættis- eða stofnana- vald, eða tilskipunarvald yfirþjóð- legra stofnana. Við erum hvorki til vinstri eða hægri í íslenskum stjórn- málum. Við styðjum velferðarþjóðfélagið og viljum bæta kjör aldr- aðra og öryrkja. Við höfnum auðræði og „corporisma“ en viljum fjölbreytt og öflugt at- vinnulíf og öfluga ný- sköpun og ein- staklingshyggju og einkaframtak sem byggir upp góð fyrir- tæki smá og stór. Við vörum við hinu al- þjóðlega fjármála- og bankavaldi sem við teljum eina verstu meinsemd hins vestræna heims. Aðhaldssöm stefna í innflytjendamálum Frelsisflokkurinn vill gerbreytta og aðhaldssamari stefnu í málum innflytjanda. Núverandi stefna og galopin löggjöf er að koma okkur í koll og straumur hælisleitenda til landsins er að verða óviðráðanlegur og kostnaður vex veldisvexti milli missera. Slíkt mun aðeins leiða til ófriðar og skerðingar á lífskjörum og frelsi eins og því miður margar nágrannaþjóðir okkar hafa fengið að kenna á. Við viljum engar öfgar, að- eins að skynsemin ráði för og að stigið verði á bremsurnar og að við hendum okkur ekki út í fúafen óheftrar fjölmenningar, eins og ráðamenn og menningarelítan hér virðist helst vilja. Við sem viljum fara hægar höfum líka rétt á okkar skoðunum án þess að vera úthrópuð og þögguð niður. Og enn og aftur, ekki öskra á okkur, við erum alls ekki á móti útlendingum eða að ís- lensk menning megi ekki blandast menningarstraumum annarra. Íslensk þjóðmenning er fjölbreytt og margvísleg og þjóðin hefur verið dugleg við að tileinka sér nýja hluti á sviði tækni og vísinda og menningar og handverks og lista hvers konar. Þess vegna hafa fjölmennir hópar Pólverja og Asíufólks og margra annarra þjóða sem hingað hafa flust undanfarin ár, styrkt og auðgað land okkar og þjóð. Þetta fólk heilt yfir vill starfa hér og virðir þjóðina og vill í rólegheitum samlagast íslensku samfélagi. Við þurfum reyndar að gera miklu meira í að hjálpa því til sjálfshjálpar og að samlagast ís- lensku samfélagi með tungumála- og sögu- og menningaruppfræðslu. Innan raða Frelsisflokksins er nú þegar fólk af erlendum uppruna sem styður grunngildi stefnu okkar og enn fleiri munu bætast í hópinn. Við vörum hins vegar við óheftri fjöl- menningarhyggju sem virðist helst felast í því að flytja eigi hingað sem flesta og að þeir megi óhindrað fylgja öfgastefnum eins og íslam og að þeir eigi ekki að samlagast okkur heldur eigum við að samlagast þeim. Nágrannaþjóðir okkar hafa allar fengið að kenna á vaxandi vanda- málum íslamsvæðingarinnar, s.s. vaxandi hryðjuverkaógn, glæpa- og ógnaröldu, sniðgöngu samfélagsins með innleiðingu sharía-laga og svo framvegis og framvegis. Orða- tiltækið sem sífellt er farið með eftir hvert hryðjuverkið á fætur öðru um að „þetta hafi ekkert með íslam að gera“ stenst enga skoðun þegar þús- undir eru drepnar árlega í hryðju- verkum um allan heim sem framin eru í nafni íslams, eða fyrir íslam og helstu lærifeður hinna ungu ódæðis- manna reynast svo vera sjálfir æðstu prelátarnir í moskum hins „friðsama íslams“. Höfnum bænakallsturni Þess vegna mótmælir Frelsis- flokkurinn harðlega samþykkt borg- arstjórnar Reykjavíkur að heimila hinum afturhaldssama og öfgafulla söfnuði Salafista-múslima á Íslandi að reisa „stórmosku“ með bæna- kallsturni við Ýmishúsið í Skógar- hlíðinni, eflaust fjármagnaða með fjármunum frá öfgaíslamistum í Sádí-Arabíu. Frelsisflokkurinn heitir því að berjast gegn þessu með öllum ráð- um og við skorum á fólk að þora að ganga gegn hinum pólitíska rétt- trúnaði með því að veita okkur lið- sinni. Heimasíða flokksins er frelsis- flokkur.is Frelsisflokkurinn býður fram til borgarstjórnar næsta vor Eftir Gunnlaug Ingvarsson » Frelsisflokkurinn mótmælir samþykkt borgarstjórnar að leyfa hinum afturhaldssama söfnuði Salafista að reisa stórmosku með bænakallsturni í Reykjavík. Gunnlaugur Ingvarsson Höfundur er formaður Frelsisflokksins. gunnlauguringvarsson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.