Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 14

Morgunblaðið - 31.08.2017, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 Verkfærasalan - Síðumúla 11 - Dalshrauni 13 - 560-8888 - www.vfs.is Hörku herslulyklar frá Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dröfn RE 35 hefur verið seld til Gín- eu í Vestur-Afríku. Hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn 22. ágúst áleiðis til Las Palmas á Kanaríeyjum. Dröfnin sigldi í gær suður með vest- urströnd Portúgals. Við suðurhorn landsins verður kúrsinn tekinn til Kanarí. Reiknað er með að skipið komi þangað um hádegi á sunnudag. „Það er búið að vera blíðuveður á okkur nema fyrsta hálfan annan sól- arhringinn. Þá var kaldi í hafinu. Þetta er ljúft líf meðan veðrið er svona gott,“ sagði Gunnar Jóhanns- son, skipstjóri og útgerðarmaður, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann siglir skipinu út ásamt Ólafi Haraldssyni yfirstýrimanni og Ótt- ari Ingimarssyni vélstjóra. Þeir eru með gervihnattasíma og nota hann til að tilkynna sig. Valið var að sigla nærri ströndum Portúgals til að geta sótt tölvupóst og verið í far- símasambandi. Gunnar sagði að far- símasambandið næði ekki nema um sjö sjómílur út frá ströndinni og lík- lega væru íslenskir sjómenn ekki ánægðir með svoleiðis þjónustu. Veiðir við Afríkustrendur „Skipið var afhent í Reykjavík en við tókum að okkur að sigla því út. Það verður tekið af íslenskri skipa- skrá á Kanaríeyjum,“ sagði Gunnar. Skipið á að fara í slipp á Kanarí- eyjum og þar verða gerðar á því ýmsar breytingar fyrir nýju eigend- urna. „Það er spennandi verkefni framundan hjá þeim sem ætla að gera hana út. Skipið er í góðu lagi og hefur verið í fínu viðhaldi alla tíð. Þeir fá góðan bát,“ sagði Gunnar. Honum var ekki kunnugt um hvern- ig fiskveiðar skipið ætti að stunda við Afríkustrendur. Hann sagði að mikið grunnsævi væri út af Gíneu og fyrir utan landgrunnskantinn tæki við hyldýpi. Dröfn RE er þekkt skip, á merki- lega sögu og hefur þjónað mörgum hlutverkum í gegnum tíðina. Skipið var smíðað hjá Vélsmiðju Seyðis- fjarðar 1981 og hét fyrst Otto Wathne NS. Það er 24,7 metra langt og 155 brúttórúmlestir. Gunnar eignaðist Dröfn RE um áramótin 2004-2005 og keypti hana af Hafrannsóknastofnun sem þá hafði átt skipið í um 15-16 ár. Stofn- unin lét breyta Dröfn til hafrann- sókna. Bætt var við íbúðum og vinnuplássi en fiskilestin minnkuð. Rannsóknir og skólaskip „Ég hef unnið mikið fyrir Haf- ransóknastofnun vegna ýmiskonar rannsóknarstarfa og síðar einnig fyrir Nýsköpunarmiðstöð Íslands við þróun á veiðarfærum,“ sagði Gunnar. „Þetta var líka lengi skóla- skip sem Hafrannsóknastofnun hélt úti ásamt sjávarútvegsráðuneytinu og Fiskifélagi Íslands. Við fórum hringinn í kringum landið og fórum á sjó með grunnskólanema úr flest- um grunnskólum í ein 14-15 ár. Þeir eru orðnir margir sem hafa stigið sín fyrstu skref til sjós hér um borð. Þetta hætti 2009, í hruninu.“ Dröfn RE var einnig lengi vita- skip og þjónustaði þá vita sem ekki var hægt að komast í af landi. Hún stundaði líka vísindaveiðar á hrefnu í tvö ár frá 2005. Gunnar útbjó skipið til rækjuveiða og til að geta soðið rækjuna um borð. Rækjuútgerðin gekk ekki sem skyldi og var henni hætt. Hafrannsóknastofnun ákvað ný- verið að hætta að nota Dröfn RE og þá ákvað Gunnar að selja skipið. Hann sagði að samstarfið við Haf- rannsóknastofnun hefði verið far- sælt og gott í gegnum árin. Gunnar er óráðinn í því hvað nú taki við. Hann sagði að hann ætlaði að hafa augun opin fyrir fýsilegum tækifær- um. Sögufræg Dröfn RE seld til Vestur-Afríku  Togarinn sem varð rannsóknaskip, vitaskip og skólaskip Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Lagt úr höfn Dröfn RE fór frá Íslandi 22. ágúst 2017 áleiðis til Las Palmas á Kanaríeyjum. Skipið var smíðað á Seyðisfirði og hefur verið selt til Gíneu. Áhöfnin á Dröfn RE F.v.: Ólafur Haraldsson, Gunnar Jóhannsson og Óttar Ingimarsson. Sókn aðila sem eru ekki með fasta bú- setu í sveitarfélögum í íbúðir á ýms- um stöðum á landinu gæti sett vinnu- markaðnum skorður vegna skorts á húsnæði fyrir þá sem vilja búa og starfa á staðnum. Þetta fyrirbæri er kallað fjarbúa- spenna í rannsókn sem Samtök sveit- arfélaga á Vestur- landi (SSV) lét framkvæma og var styrkt af Byggðarannsókn- arsjóði Byggða- stofnunar og Rannsóknarsjóði Háskólans á Akureyri. Samkvæmt mati skýrslunnar er fjarbúaspennan mjög breytileg meðal sveitarfélaga, eða á bilinu 3,9-40,2%. Spenna í öllum sveitarfélögum Fjarbúaspenna er fjöldi annarra heimila í sveitarfélaginu deilt með heildarfjölda íbúða þar. Önnur heimili eru íbúðir í eigu fjarbúa sem bjóðast ekki á almennum markaði til leigu eða sölu. Í skýrslunni kallast fólk fjarbúar ef það á íbúð í einu sveitarfélagi en lögheimili í öðru. Vísbendingar eru um að fjarbúa- spenna setji öllum sveitarfélögum skorður, mest í Skagabyggð, Kjósar- hreppi, Húnavatnshreppi, Fljótsdals- hreppi, Helgafellssveit, Skaftár- hreppi, Hrunamannahreppi, Rang- árþingi eystra, Borgarfjarðarhreppi og Eyja- og Miklaholtshreppi. Al- mennt gildi að hlutfallslega séu fleiri íbúðir í eigu fjarbúa í fámennari sveit- arfélögum og þeim sem eru nær Reykjavík, því megi segja að fólk sem er í leit að frístundahúsi eða öðru heimili horfi frekar til smærri þétt- býla en stærri og að þau séu ekki of fjarri höfuðborginni. Húsnæðisskortur víða Höfundur skýrslunnar er Vífill Karlsson hagfræðingur hjá SSV. „Ég fékk hugmyndina að skýrslunni eftir að hafa talað við oddvitann á Drangs- nesi, sem kvað atvinnulífið í blóma en húsnæði skorta fyrir fólk sem vildi vinna eða setjast að. Eins sá ég að börnum fækkaði til sveita á árunum 1998-2014 og var orðinn forvitinn um ástæðurnar,“ segir hann og telur að niðurstöður skýrslunnar geti nýst sveitarfélögum og Byggðastofnun vel. Fram kemur að vinsældir svæða sem frístundabyggða hækki fast- eignaverð og þá sé líklegra að barna- fjölskyldur flytji brott en aðrir íbúar eftir að hámarks fasteignaverði sé náð. Fjarbúum fylgi þó ýmsir kostir og því þurfi samfélagslegur ábati af fjarbúð ekki endilega að vera nei- kvæður. Íbúar og sex forsvarsmenn sveitar- félaga sem rætt var við í rannsókninni höfðu lítið út á þróunina að setja, en frægt er orðið að víða erlendis eins og t.d. í Barcelona, Feneyjum og Sviss eru íbúar orðnir þreyttir á ruðningsá- hrifum frístundaíbúða og ferða- manna. Morgunblaðið/Ómar Fjarbyggð Stykkishólmur er afar vinsæl byggð fjarbúa. SSV rannsakar „fjarbúaspennu“  Ruðningsáhrif frístundaíbúða könnuð Dr. Vífill Karlsson Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Rekstrarniðurstaða Íbúðalánasjóðs var jákvæð um 614 milljónir króna en launakostnaður sjóðsins hefur lækkað um 22% á milli ára og leikur þar stórt hlutverk. Eiginfjárhlutfall- ið er það hæsta frá stofnun sjóðsins en þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá Íbúðalánasjóði. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er nú 7,8% en langtímamarkmið hans er að hlutfallið sé yfir 5,0%. Launa- kostnaður lækkar um 22% og stöðu- gildum fækkar úr 85 á fyrri helm- ingi ársins 2016 í 70 í ár. Vanskil helmingast á einu ári Útlán í vanskilum nema nú 2,4% af heildarlánum en voru 4,8% á sama tíma árið 2016. Góðar efnahagsaðstæður og skilvirkir inn- heimtuferlar hafa minnkað áhættu vegna lánasafnsins. Uppreiknaðar eftirstöðvar allra útlána sjóðsins í vanskilum voru 13.600 millj. kr., þar af voru vanskil 2.854 millj. kr. Á af- skriftareikningi útlána voru 6.740 millj. kr. í lok tímabilsins og dróst afskriftareikningur saman um 740 millj. kr. frá áramótum. Um 98,6% af bókfærðu virði lánasafns Íbúða- lánasjóðs liggur á veðbili innan við 90% af fasteignamati við lok tíma- bilsins. Fasteignaverð hefur hækk- að umfram verðlag á tímabilinu og vanskil minnkað umtalsvert sem bætt hefur tryggingastöðu lána- safnsins. Í samræmi við væntingar Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir í tilkynning- unni að afkoman sé í samræmi við væntingar. „Afkoma sjóðsins á fyrri hluta ársins er í takti við væntingar og við sjáum til að mynda í lægri launakostnaði árangur þeirra að- haldsaðgerða sem gripið hefur verið til hjá sjóðnum. Um leið er jákvætt að sjá hversu vel hefur gengið að innleiða ný hlutverk sjóðsins en hann gegnir nú mikilvægu hlutverki í að bregðast við stöðunni á húsnæð- ismarkaði. Innleiðing húsnæðisáætl- ana hjá sveitarfélögum, veiting stofnframlaga til byggingar hag- kvæmra leiguíbúða, greiningarvinna hagdeildar ásamt aukinni upplýs- ingagjöf til almennings eru á meðal margra nýrra verkefna sjóðsins.“ Rekstur Íbúða- lánasjóðs batnar  Vanskil útlána mun minni milli ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.