Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Side 16
ÍÞRÓTTIR 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 Í slendingar voru býsna bjartsýnir fyrir vin- áttuleik í knattspyrnu við Dani í Kaup- mannahöfn í ágúst 1967. Þetta var 300. landsleikur Dana og mikið um dýrðir. Þær raddir heyrðust hér heima að jafnvel væri komið að fyrsta sigrinum á gömlu herra- þjóðinni og þjálfarinn, Reynir Karlsson, tefldi fram ungum og sókndjörfum leikmönnum, að kröfu stjórnarmanna Knattspyrnusambands Ís- lands. Þegar til kom reyndist það ekki vænlegt til árangurs, svo ekki sé fastar að orðið kveðið; 14:2 er versta tap Íslands fyrr og síðar. Jóhannes Atlason, síðar landsliðsþjálfari, lék í vörninni á Idrætsparken. „Ég spilaði bara annan hálfleikinn; ég veit svei mér ekki hvort það var sá betri eða verri! Staðan í hálfleik var 6:0 en við gerðum þó tvö mörk í seinni hálf- leiknum!“ segir Jóhannes þegar hann rifjar leikinn upp nú, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hann meiddist seint í fyrri hálfeiknum og Keflvíkingurinn Sigurður Al- bertsson kom í hans stað eftir hlé. Maður gleymist ekki! „Það fennir vissulega í sporin, en þessi leikur gleymist þó aldrei. Mig grunar að margir vilji helst ekki tala um hann en elskan mín, mér hef- ur aldrei fundist það erfitt; þetta er frægur við- burður sem ég tók þátt í og því verður ekki breytt,“ segir Jóhannes. Hann hefur reglulega rifjað leikinn upp. „Maður gleymist þá að minnsta kosti ekki!“ segir hann og hlær. „Ég hef verið í þessum helv … viðtölum hér og þar á tíu ára fresti síðan leikurinn fór fram, en ætli þetta fari ekki að verða gott!“ Jóhannes sá leikinn sem sagt frá tveimur sjónarhornum og hann segir það hafa verið erf- itt að horfa á ósköpin úr varamannaskýlinu í seinni hálfleik. „Risið var skiljanlega ekki hátt á mönnum inni í klefa í hálfleik og það var agalegt að horfa á Reyni þjálfara því hann var alveg miður sín. Samt var engu breytt, hvorki leik- aðferðinni né skipt inn á nema vegna þess að ég meiddist. Menn voru bara í sjokki.“ Sumarið 1967 mætti landslið 23 ára og yngri Norðmönnum og Svíum í vináttuleikjum á Melavellinum, í tilefni 20 ára afmælis KSÍ, og stóð sig með mikilli prýði. Í kjölfarið var ákveðið að kjarninn úr því liði spilaði gegn Dönum. „Menn voru mjög bjartsýnir eftir þessa tvo leiki 23 ára liðsins. Fyrst unnum við Norðmenn mjög örugglega, 3:0, og lentum svo í hasarleik við Svía sem við að vísu töpuðum,“ segir Jóhannes. Hann telur að ein ástæða þess að ákveðið var að stilla upp ungu og mjög sókndjörfu liði hafi ver- ið sú að þetta var fyrsti leikur landsliðsins sem sýndur var í heild í Ríkissjónvarpinu. Ekki beint – það gerðist ekki fyrr en löngu seinna – heldur var leikurinn á dagskrá tveimur dögum síðar, seint á föstudagskvöldi. „Fyrst leikurinn var sýndur í sjónvarpinu held ég að menn hafi alls ekki viljað bjóða upp á ein- hvern varnarleik! Enda tíðkaðist það svo sem ekki á þessum árum. Við notuðum leikkerfið 4-2-4; vor- um með tvo tengiliði og fjóra í framlínunni.“ Nokkrum árum síðar, þegar Ríkharður Jóns- son var landsliðsþjálfari, mættu Íslendingar áhugamannalandsliði Frakklands. „Það var mjög gott lið og Rikki ákvað að bæta manni við á miðj- una; spila með djúpan miðjumann eins og það er kallað núna, í hlutverki eins og Aron Einar skilar svo vel. Leikurinn endaði 0:0 og Rikka var ekki beinlínis hrósað í hástert fyrir leikaðferðina í blöðunum. Menn vildu meiri sóknarleik!“ Aftur að leiknum í Kaupmannahöfn. „Það var hugur í mönnum, en við vorum varla búnir að ná andanum þegar staðan var orðin 4:0,“ segir Jó- hannes. Helsti munurinn á liðunum var einmitt sá, skv. umfjöllun á sínum tíma, hve fljótir Dan- irnir voru og hve hratt þeir léku boltanum á milli sín. Íslendingar áttu ekki slíku að venjast. John Steen Olsen gerði fyrsta markið á 4. mínútu, Finn Laudrup bætti marki við þremur mín. síðar, Kresten Bjerre skoraði úr víti á 13. mín. og þegar stundarfjórðungur var liðinn gerði Tom Søndergaard fjórða markið. „Þetta byrjaði sem sagt mjög skrautlega og leikurinn var reyndar ekki einu sinni hafinn þegar fyrsta óhappið varð. Ég átti langa send- ingu í upphituninni, varð fyrir því óláni að skjóta í hnakkann á Elmari Geirssyni sem vankaðist og gat ekki verið með. Kári Árnason kom á vinstri kantinn í staðinn, en Elmar hefur senni- lega verið mér mjög þakklátur eftirá!“ Miðjumennirnir tveir gegn Dönum voru fyr- irliðinn, Eyleifur Hafsteinsson, sem var aðeins tvítugur, og Guðni Jónsson, 24 ára. „Hvorugur var þekktur sem sérstakur varnarmaður enda átti að leggja áherslu á að sækja og því má ekki gleyma að við skoruðum tvö mörk …“ Danska liðið var mjög gott á þessum tíma „og í þessum leik gekk hreinlega allt upp hjá þeim, það var sláin inn og stöngin inn. Gummi mark- maður hefði kannski getað varið tvö af þessum skotum en átti enga sök á neinu af hinum mörk- unum“, segir Jóhannes. Fæstir þeirra sem léku á Idrætsparken áttu mikla framtíð í landsliðinu. „Einhverjir spiluðu aðeins meira en við vorum bara nokkrir sem lifðum þetta af, ef svo má segja. Þetta var fyrsta árið mitt í liðinu, þriðji landsleikurinn, og ég var svo fastamaður í liðinu í sex ár.“ Öll mörkin og fáein önnur atriði úr leiknum má sjá á netinu, á youtube.com með því að slá inn „1967 Danmark - Island 14 - 2“ í leitar- glugga síðunnar. Nordfoto John Steen Olsen, fyrir miðri mynd, gerir sjötta mark Dana á 40. mín. eftir frábæran undirbúning Finns Laudrups. Guðmundur Pétursson markmaður og Jóhannes Atlason eru bjargarlausir. Hálf öld frá 14:2- martröðinni Miðvikudagurinn 23. ágúst árið 1967 er sem meitlaður í stein í íslenskri knattspyrnusögu. Þá gjörsigruðu Danir ungt landslið Íslands í vináttuleik á Idrætsparken í Kaupmannahöfn, 14:2. Næsta miðvikudag verður hálf öld liðin frá leiknum sögufræga Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Guðmundur Pétursson markvörður horfir á eftir knettinum í netið. Tom Søndergaard skorar þarna fjórða mark leiksins á 15. mínútu án þess að varnarmennirnir Jón Stefánsson og Jóhannes Atlason fái rönd við reist. Fyrirsögn íþróttasíðu Tímans daginn eftir leik. KR-ingurinn Guðmundur Pétursson stóð í markinu. Í vörninni voru Jóhann- es Atlason úr Fram, Jón Stefánsson, leikmaður ÍBA á Akureyri, Framarinn Anton Bjarnson og Guðni Kjartansson úr Keflavík. Tveir leikmenn voru á miðjunni, Skagamaðurinn Eyleifur Hafsteinson fyrirliði og Akureyring- urinn Guðni Jónsson en fjórir í fremstu víglínu; Skagamaðurinn Björn Lár- usson á hægri kantinum, miðherjarnir voru Valsarinn Hermann Gunnarsson og Helgi Númason úr Fram og á vinstri kantinum lék Kári Árnason frá Ak- ureyri, sem kom inn í byrjunarliðið eft- ir að Framarinn Elmar Geirsson vank- aðist í upphitun þegar Jóhannes Atlason spyrnti boltanum í höfuð hans. Lið Íslands

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.