Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 28
FERÐALÖG Rijksmuseum er stærsta safn Hollands og meðal flott-ustu listasafna í heimi. Þar má finna þúsundir heims- frægra verka og er heimsókn þangað alveg ómissandi. List í Amsterdam 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.8. 2017 www.solning.is Nína Á heitum dögum er tilvalið að fá sér ís. Ís- búðin Banketbakkerij van der Linde er þekkt fyrir sinn einfalda ís. Ísinn er dúnmjúkur en hann er blanda af rjóma og vanilluís, aðeins ein bragðtegund. Það er næstum alltaf röð út úr búð- inni en þótt röðin sé löng þá gengur hún hratt fyrir sig vegna þess hve skil- virk þjónustan er. Velja þarf á milli þriggja stærða og hægt að velja um að fá hann í formi, boxi eða í sam- loku. Athugið að einungis er hægt að borga með peningum. Meira en kynlíf og kannabis Gömlu húsin og göturnar í miðbæ Amsterdam eru einkar sjarmerandi. Þar eru til að mynda allir staðirnir sem bent er á í þessari grein og hægt að eyða mörg- um dögum í að ráfa milli forvitnilegra áfangastaða. Miðbær Amsterdam samanstendur af 90 litlum eyjum sem tengdar eru saman með rúmlega 400 brúm. Auðvelt er að ferðast um bæinn og þá sér- staklega á hjóli. Margar götur líta þó eins út og því er gott að hafa kort með sér til að villast ekki. Þó að Amsterdam sé þekkt fyrir löglega vændis- sölu og grasreykingar þá er margt annað sem borgin býður upp á, má þar nefna sögufræg söfn og góða veitingastaði. Að öðru leyti er Amsterdam fögur og skemmtileg borg. Texti og ljósmyndir Nína Ingólfsdóttir nina@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.