Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.08.2017, Qupperneq 37
20.8. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 TÓNLIST Priscilla Presley, eiginkona Elvis Presley til 6 ára, segir heiminn heppinn að hafa átt Elvis Presley. Priscilla heimsótti Graceland á dánardegi goðsins, 16. ágúst, í tilefni þess að 40 ár voru liðin frá láti hans. Í viðtali við Entertainment Tonight sagði hún að í heimsókninni hafi henni verið hugsað til að þrátt fyrir allt sem Elvis Presley hafi afrekað, og alla fræðgina, hafi hann aldrei tapað sjálfum sér. „Hann var alltaf guðhræddur, hann naut þess alla tíð að koma fram. Hann var afar, afar örlátur. Hann var algjörlega falslaus.“ Priscilla sagði einnig að þegar hann lést, 1977, hafi það verið henni mikið reiðarslag, henni hefði aldrei dottið í hug að hann færi svo skjótt. Lisa Marie, dóttir Elvis tók líka þátt í minningarathöfnini á Graceland ásamt börnum sínum. Var algjörlega falslaus Priscilla Presley segist enn eiga erfitt með að trúa því að Elvis Presley sé farinn. KVIKMYNDIR David Lowery, leikstjóri nýrrar kvikmyndar um Pétur Pan, segir sitt nýjasta verkefni mikla áskorun en myndin er lifandi leikin útfærsla á teiknimyndinni ástsælu. Í viðtali við Den of Geek sagði Lo- wery að ábyrgðin væri sérstaklega mikil þar sem hann væri með krúnudjásn Disney í höndunum. Framleiðendur væru því sér- staklega varkárir í að ofbjóða ekki aðdáend- um sögunnar, passa sig að halda sig vel við atburðarás en koma áhorfendum samt á óvart, það væri vandmeðfarinn meðalvegur en handritið er langt á veg komið. Með krúnudjásn í höndunum David Lowery gerði lifandi leikna útfærslu af annarri Disney-kvikmynd, Peter the Dragon, sem sýnd var á síðasta ári. Plötusnúðurinn Silja Glømmimun þeyta skífum í anddyrihótelsins Hlemmur Square í dag, laugardag, á milli kl. 14 og 16. „Ég spila mikið diskó, fönk og sækadelískt rokk og popp og yfirleitt eldri lög en þó í bland ný lög sem ég hef verið að uppgötva. Ég spinn þetta yfirleitt á staðnum en er alltaf búin að búa til nokkra lagalista. Í dag mun ég spila frekar fjölskylduvæna tónlist þannig að ég verð minnst í dansvænni klúbbatónlist. Ég er að fara að spila eitthvað allt annað,“ segir Silja. Að tala saman og dilla sér „Ég er alltaf með fjölbreytta tónlist með mér til að bregðast við stemning- unni á staðnum og ég gref upp tónlist sem er ekki endilega á topp-tíu-listum útvarpsstöðvanna. Ég spila t.d. mikið af afrískri tónlist frá árunum 1960-70 og allskonar evrópska sækadelíu. Ég hef farið að grúska meira með ár- unum og út frá nýrri tónlist kynnist maður oft eldri áhrifavöldum,“ segir Silja sem hefur verið á kafi í tónlist síðan hún var níu ára og eignaðist sitt fyrsta útvarps- og kassettutæki og fór að taka upp lög úr útvarpinu. „Ég á eldri bróður sem kynnti mig fyrir hip-hop-tónlist sem hefur haft mjög mikil áhrif á mig. Þaðan koma eiginlega þessi diskó-, fönk- og djassáhrif því sú tónlist hef- ur haft mikil áhrif á hip hop. Minn stíll gengur út á að búa til notalega stemningu, svo fólk geti talað saman en samt líka dillað sér. Millivegur á milli kaffihústónlistar og dansgólf- stónlistar.“ Silja hefur verið plötusnúður í bráðum 15 ár. „Þetta hefur alltaf verið hliðarstarf hjá mér en það hefur verið ótrúlega mikið að gera undanfarin ár. Ég fór m.a. til Kosice í Slóvakíu í mars að spila á listahátíð. Það var glimrandi góð stemning, Slóvakarnir á svæðinu ótrúlega opnir fyrir tónlistinni, mjög vinalegir og áhugasamir, sérstaklega þegar ég spilaði eitthvað íslenskt.“ Vínyllinn meira lifandi – Hvað færðu út úr því að vera plötu- snúður? „Ánægjuna. Gleðina. Það að sjá fólk komast í fíling. Þetta er svo skemmtilegt og ég elska tónlist, hún er mitt helsta áhugamál. Ég safna plötum og reyni að spila mest af vínyl, en það er tímafrekara og krefst meiri undirbúnings, plötur eru þungar og fyrirferðarmiklar. Það er mjög auð- velt að vera bara með tölvuna í bak- poka svo það kemur fyrir að ég geri það.“ – Af hverju kýstu vínylinn? „Plötur eru áþreifanlegri, ég hef eitthvað í höndunum, mér finnst ég hafa meira að gera og allt verða meira lifandi. Það kemur þéttari hljómur frá plötum, en hitt er líka gott ef hljómgæðin eru í lagi. Ég blanda þessu alltaf saman því ég á bara einn plötuspilara sjálf.“ Þeir sem missa af Silju í kvöld geta reynt að hitta á hana á sunnudags- kvöldum á Kaffibarnum, en hún leik- ur líka oft á Barananas, Húrra, Bravó og á pítsustaðnum á Hverfisgötu 12 og hún svíkur engan. „Ég elska að sjá fólk lifna við og að búa til góða stemningu. Ég fer ekki sátt heim nema mér hafi tekist það.“ hilo@mbl.is „Ég spinn á staðnum“ Silja Glømmi hefur meira en nóg að gera við að þeyta skífum um alla borg „Minn stíll gengur út á að búa til þægilega og nota- lega stemningu,“ Silja. LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR * Til að DHA skili jákvæðum áhrifum þarf að neyta 250 mg á dag. OMEGA-3 FYRIR SJÓN OG AUGU Omega-3 augu er ný vara frá Lýsi sem er einkumætlað að viðhalda eðlilegri sjón. Omega-3 augu inniheldur lútein, zeaxanþín og bláberjaþykkni. Ásamt omega-3 fitusýrunni DHA*, sinki og ríblóflavíni (B2 vítamín) sem stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar. Fæst í öllum helstu apótekum landsins. –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 21. ágúst fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 25. ágúst 2017 Heilsa& lífsstíll SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.