Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 2

Fréttatíminn - 03.02.2017, Side 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Hælisleitendur Íranska hælisleit- andanum Amir Shokrgozar var vísað úr landi í gærmorgun en hann var handtekinn fyrir utan geðdeild Landspítalans þar sem hann hafði dvalið í tvo daga vegna þunglyndis. Þingmaður Pírata, sem sjálfur hefur leitað sér aðstoðar á geðdeild, segir þung skref út af deildinni. Hann vill skoða verklagsreglur varðandi handtöku hælisleitenda. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Hann var búinn að vera á geðdeild í tvo daga þegar þeir gripu hann,“ segir íslenskur unnusti Amir. Hann segir Amir hafa verið orðinn mjög þunglyndan og úr varð að honum leist ekki á blikuna og þeir leituðu aðstoðar upp á Landspítala. „Læknirinn vildi þá hafa hann yfir nótt, sem urðu svo að tveim- ur dögum,“ segir unnustinn. Amir og unnustinn voru á leiðinni út á bílastæði á miðvikudaginn þegar óeinkennisklæddir lögreglumenn komu aðvífandi og handtóku Amir. Unnustinn segir að skýringarnar hafi verið þær að óttast hafi verið að Amir myndi flýja eða fara í felur. Nokkuð sem þeir höfðu ekki íhug- að. Eins og fram hefur komið var Amir vísað úr landi á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar. Í greinargerð til Útlendingastofnunar kom fram að Amir mátti þola hrotta- legt kynferðisofbeldi í flóttamanna- búðum á Ítalíu árið 2010. Síðar átti hann eftir að framfleyta sér með vændi þar sem enga vinnu eða hús- næði var að hafa. Unnustinn segir að Amir hafi brugðist harkalega við handtökunni þegar komið var á lögreglustöðina og úr varð að hann fékk ekki að hitta neinn áður en honum var vís- að úr landi snemma á fimmtudags- morguninn. Þingmaður Pírata, Gunnar Hrafn Jónsson, segir málið tilefni til þess að spyrja á hvaða forsendum hæl- isleitendur eru handteknir og vistaðir í fangageymslum áður en þeim er vísað úr landi. Aðspurður um að handtaka menn fyrir utan geðdeild Landspítalans, svarar Gunnar: „Ég hef farið inn á geð- deild. Og það eru þung kref inn, og þung skref út. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera handtek- inn á planinu fyrir utan.“ Gunnar Hrafn segir raunveruleika samkynhneigðra í Íran vera skelfi- legan og ef það leiki minnsti vafi á því að viðkomandi verði sendur aft- ur til upprunalandsins, þá þurfi að koma í veg fyrir það. „En það er erfitt að tjá sig um einstök mál, en ég vil skoða þessar verklagsreglur og athuga hvort það sé hægt að hafa þær mannlegri,“ segir Gunnar Hrafn. „Því þótt niður- staðan hafi verið sú að það ætti að vísa honum úr landi, þá myndi ég halda að þessar aðgerðir séu ekki til þess fallnar að bæta ímynd kerf- isins,“ segir Gunnar Hrafn. Amir hand tekinn við geðdeildina Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, hefur sjálfur leitað sér aðstoðar á geðdeild Landspít- alans. Hann segir skrefin þung út af deildinni. Pétur Gunnlaugsson hefur staðið í ströngu undanfarið. Amir Shokrgozar flúði Íran vegna kynhneigðar sinnar. Manndráp Rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur hefur meðal annars beinst að því hvort hún hafi verið látin áður en henni var komið fyr- ir í sjó eða hvort ummerki séu um drukknun. Niðurstöður krufn- ingar gætu gefið vísbendingu um hvernig líki hennar var komið fyrir í sjó. Nikolaj Olsen hefur verið sleppt en farið var fram á áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi Möller- Olsen í gær. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Nikolaj Olsen hefur enn réttarstöðu grunaðs þótt hann sé laus úr haldi. Ekki þótti ástæða til að fara fram á farbann. Talið er að Thomas Möller Olsen sé höfuðpaurinn í málinu en Nikolaj hefur jafnan borið við minnis- leysi vegna mikillar ölvunar. Réttarmeinarannsóknir í málinu hafa meðal annars beinst að því hvort Birna hafi verið látin þegar henni var komið fyrir í sjó. Þá er kannað hvort vökvi hafi verið í líffærum hennar, en slíkt myndi benda til drukknunar og gæti jafnvel gefið vísbendingu um hvernig henni var komið fyrir í sjó. Ferskvatn í líffærum myndi benda til að henni hafi verið hent í á, það- an sem lík hennar hefur borist út á sjó. Saltvatn segði aðra sögu. Endan- legar niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. Ekki voru sjáanleg beinbrot á lík- inu, sem gæti bent til þess að henni hafi verið kastað á dýpi. Til dæmis fram af bjargi eða brú. Ein tilgáta sem lögregla vinnur eftir er hvort Birnu hafi verið hent fram af Óseyrarbrú. Brúin kemur til greina vegna þess að þaðan hefði morðinginn ekki þurft að fara með hana langa leið frá bílnum. Krýsu- víkurbjarg hefur einnig verið nefnt sem mögulegur staður en ýmislegt útilokar það. Fyrir fáeinum árum fyrirfór karl- maður sér með því að kasta sér fram af Óseyrarbrú. Lík hans rak á fjöru aðeins nokkur hundruð metrum vestar við brúna. Lík Birnu Brjáns- dóttur fannst hinsvegar rúmum 25 kílómetrum vestan við Óseyrarbrú. Að mati sérfræðinga, sem Frétta- tíminn hefur rætt við, er nær ómögu- legt að gera prófanir á því hvernig lík berst í sjó. Ef slíkar prófanir ættu að fara fram yrðu þær að vera gerðar við nákvæmlega eins veður og vindskil- yrði og voru þegar lík Birnu var kom- ið fyrir í sjónum. Vindur hefur meira að segja en hafstraumur um hvernig líkið berst. Krufningin dregur fram atburðarásina Ragnar Jónasson með fjögurra bóka samning í Bandaríkjunum Bókmenntir Snjóblinda endur- prentuð tvisvar áður en hún kom út. Spennusagnahöfundurinn Ragn- ar Jónasson hefur gert fjögurra bóka samning við bandaríska út- gáfurisann St. Martin’s Press. Samningur- inn er gerður í kjölfarið á því að Bandaríkja- menn hafa tek- ið Snjóblindu Ragnars opnum örmum. Bókin kom út vestanhafs á dögun- um og var endurprentuð tvíveg- is áður en formlegur útgáfudagur rann upp. St. Martin’s Press kaupir fyrstu tvær bækurnar í nýrri seríu Ragnars um lögreglukonuna Huldu, Dimmu og Drunga, en einnig tvær bæk- ur hans um lögreglumanninn Ara Þór, Myrknætti og Rof. Áður hafði forlagið tryggt sér Náttblindu en hún var einmitt valin besta þýdda glæpasagan í Bretlandi á liðnu ári. Aðalritstjóri St. Martin’s Press, Marcia Markland, segir: „Við erum himinlifandi með að kynna þenn- an stórkostlega glæpasagnahöfund fyrir bandarískum lesendum. Hann er ótrúlega hæfileikaríkur.“ | hdm Ragnar Jónasson er óðum að ná fót- festu á bókamarkaði vestanhafs. Hann hefur gert fjögurra bóka samning við St. Martin’s Press. Mynd | Hari Viðskipti Mark aðsvirði Icelandair lækkaði um 24 prósent, fór úr 189 millj örðum króna í 83 millj arða, eftir sögulegt hrap bréfa félagsins. Þetta gerðist eftir að afkomutil- kynn ing var send til Kaup hallar á þriðjudag og greint þar frá versn- andi afkomu rekstr ar ins. Fleiri gamalgróin flugfélög eiga í erfiðleikum, þannig hrapaði virði norræna flugfélagsins SAS um 48 prósent í fyrra. Þar áforma stjórnendur að skera niður rekstrarkostnaði um átján milljarða íslenskra króna á næstu þremur árum til að bregðast við aukinni samkeppni frá lággjaldafé- lögum. Þá hefur verið í skoðun hjá SAS að flytja reksturinn að nokkru leyti til annarra landa þar sem kostnaður er lægri en á Norður- löndum. Aukin samkeppni í flugi til Bandaríkjanna á hlut að máli og hærra olíuverð og sterkt gengi krónunnar hefur einnig áhrif, að sögn stjórnenda Icelandair Group. Stærsti einstaki hluthafi Icelandair er Lífeyrissjóður verzl- unarmanna, með 14,7 prósent hlut, en vegna fréttanna sendi hann frá sér tilkynningu í gær þar sem kemur fram að 65 prósent af hlutafé sjóðsins í Icelandair Group hafi verið keypt árið 2010 á gengi sem var mun lægra en lokagengi hlutabréfa flugfélagsins í gær. Verðmæti bréfanna sé því fjórfalt kaupvirði þeirra. | þká Sögulegt hrap bréfa í Icelandair Lífeyrissjóður verslunarmanna segir bréfin fjórfalt verðmætari en kaup- verðið. Dómsmál „Það stendur til að áfrýja þessu, þarna er um tilhæfu- lausa ærumeiðingu gegn mér að ræða og ég sætti mig ekki við það að vera úrskurðaður nánast æru- laus,“ segir Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur. Hann hefur ákveðið að áfrýja meið- yrðamáli sem hann sótti gegn Þor- björgu Lind Finnsdóttur, sem deildi hlekk á Facebook síðu sinni þar sem sagði að Pétur væri „kúkur mánað- arins“ og átti rætur að rekja til vef- síðunnar Sandkassinn.com. Var Pétri að auki gert að greiða henni 800 þúsund krónur í málskostnað. Meðal forsenda í mál- inu var að Þorbjörg mætti hafa ríku- legt svigrúm til þess að tjá skoðan- ir sínar um Pétur. Tvö mál eru nú á leið til Hæstaréttar tengd Pétri, en hitt er ákæra vegna hatursorð- ræðu sem var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. „Ég er bjartsýnn á að frávísun- in verði staðfest,“ sagði Pétur um seinna málið. Talið er að Thomas Möller-Olsen sé höfuðpaurinn í málinu en hinum hefur verið sleppt. Hatursorðræða og „kúkur mánaðarins“ fyrir Hæstarétt Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. H eim sfe rð ir á ski lja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra. SKÍÐI 11. febrúar í 7 nætur Netverð á mann frá kr. 96.995 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herb. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Stökktu Stökktu Frá kr. 96.995 m/hálfu fæði Frá kr. 121.495 m/hálfu fæði Hotel Speiereck Á SPOTTPRÍS Flugsæti Frá kr. 59.900 m/tösku og skíðum

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.