Fréttatíminn - 03.02.2017, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 03.02.2017, Qupperneq 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Bjartara framundan Vinur við veginn Þú færð rúðuvökva og allar hinar vetrarvörurnar fyrir bílinn hjá Olís. 10% afsláttur af bílavörum til lykil- og korthafa Svíar hafa gerbreytt heilbrigð- iskerfinu hjá sér á síðustu tuttugu árum með auknum einkarekstri. Fyrsta einkarekna sjúkrahúsið opnaði fyrir tæpum 20 árum og stendur nú til að Klíníkin opni slíkt sjúkrahús á Íslandi. Starfsemi einkareknu heilbrigðisfyrirtækj- anna í Svíþjóð er umdeild vegna eignarhalds í skattaskjólum, arðgreiðslum og snúningum þeirra sem eiga að minnka skatt- tgreiðslur til ríkisins. Sjúkrahús Klíníkurinnar mun fela í sér eðlisbreytingu á íslenska heil- brigðiskerfinu þar sem um verður að ræða einkasjúkrahús sem er í eigu fjárfesta að hluta. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Í hverfinu Kungsholmen í Stokk- hólmi er einkarekið sjúkrahús sem er í eigu fjárfestingarsjóðs í skatta- skjólinu Jersey á Ermarsundi sem heitir Nordic Capital. Sjúkrahúsið heitir St. Görans og er fyrsta einka- rekna sjúkrahúsið í Svíþjóð. Það er af hluti alþjóðlegu einkareknu heil- brigðisfyrirtæki, Capio, sem á 100 einkarekin heilbrigðisfyrirtæki um alla Evrópu. Capio er á endanum stýrt frá Jersey og hagnaður sam- stæðunnar endar þar. St. Görans þjónustar á hverju ári um 80 þúsund sjúkratryggða einstaklinga í Svíþjóð og því er greitt fyrir þjónustuna með skattfé. Árið 2015 skilaði sjúkrahúsið rúmlega tvö hundruð milljóna króna hagn- aði en greiddi ekki út arð til hluthafa þess. Capio-samstæðan greiddi hins vegar út arð til hluthafa sinna upp á 71 milljón sænskra króna , tæplega 940 milljónir íslenskra króna, árið 2015 en stefna fyrirtækisins er að greiða um 30 prósent af hagnaðin- um í arð til hluthafa á hverju ári. Nýtt sjúkrahús Klíníkurinnar setur einkavæðingu á dagskrá Löglegir skattasnúningar Arðgreiðslurnar út úr Capio segja þó ekki alla söguna því sænski skattur- inn barðist lengi við Capio fyrir dómstólum vegna þess að fyrirtæk- ið er fjármagnað með lánum til 49 ára frá lúxemborgísku móðurfélagi sínu, Cidra S.á.r.l., og greiddi heil- brigðisfyrirtækið af því 13 prósenta vexti á ári. Taldi skatturinn í Svíþjóð að Capio hefði með þessu komið 500 milljónum sænskra króna, rúmum 6.5 milljörðum íslenskra króna, óskattlögðum úr landi. Til saman- burðar má geta þess að Norðurál á Grundartanga, sem beitir sams kon- ar aðferðum og sænska fjárfestingar- félagið til að taka fjármuni frá Íslandi, borgaði bandarísku móður- félagi sínu 8 prósent vexti árið 2014. Sænski skatturinn taldi að með þessu væri Capio að nota lán- veitingar til að koma tekjum og hagnaði frá Svíþjóð til lágskattarík- is í Mið-Evrópu til þess að losna við að greiða skatta í Svíþjóð en Capio hefur í gegnum árin verið gagn- rýnt fyrir að borga nær enga fyrir- tækjaskatta í landinu. Skatturinn tapaði málaferlunum gegn Capio á endanum vegna þess hversu erfitt getur verið að sýna fram á og sanna hvað séu óeðlilegir vextir. Capio hefur því fengið að halda áfram að vera fjármagnað af móður- félagi sínu í lágskattaríki þannig að tölur um hagnað og eða arðgreiðsl- ur fyrirtækisins segja bara hálfa söguna. Saga Capio sem einkarek- ins fyrirtækis í almannaþjónustu í Svíþjóð er því einnig sagan af því hvernig stjórnendur fyrirtækisins notast við erlend fyrirtæki í skatta- skjólum og á lágskattasvæðum til að lágmarka opinber gjöld sín í landinu sem treystir þessu fyrirtæki fyrir þeirri almannaþjónustu sem rekstur á sjúkrahúsi er. Deilt um arðgreiðslur og skatta Einkarekstrarvæðing St. Görans- -sjúkrahússins er einungis eitt dæmi af stórfelldum breytingum sem gerðar voru á ríkisrekstri og rekstri sveitarfélaga á fyrirtækjum í Svíþjóð frá síðustu aldamótum. Fjölmörg fjárfestingarfélög skráð í skattaskjólum eða á lágskattasvæð- um hafa haslað sér völl í fyrirtækj- um sem sjá um að reka innviði sam- félagsins, eins og skóla, elliheimili, heilsugæslustöðvar, sjúkrahús og tímabundin heimili fyrir innflytj- endur og flóttamenn; allt starfsemi sem fjármögnuð er af sænskum skattborgurum í gegnum sænska ríkið. Fjögur af stærstu fjárfestingar- félögunum heita Altor, EQT og IK, auk áðurnefnds Nordic Capital sem á Capio og St. Görans-sjúkrahúsið. Stofnendur og hluthafar þessara fyrirtækja hafa auðgast ævintýra- lega á liðnum árum þó vitanlega sé starfsemi fjárfestingarfélaganna ekki bara bundin við rekstur vel- ferðarfyrirtækja. Þannig fékk stofnandi og fyrrver- andi forstjóri Nordic Capital, Robert Andreen, greiddar 276 milljónir sænskra króna, rúma 3.5 milljarða íslenskra króna, frá fyrirtækinu á árunum 2010-2012. Stofnandi Altor, Harold Mix, fékk 312 milljónir, rúma fjóra milljarða króna, í þóknun vegna hlutabréfa sinna og starfa fyr- ir félagið. Á sama tíma hafa skatta- yfirvöld í Svíþjóð endurákvarðað skatta á rúmlega 70 eigendur slíkra fjárfestingarfélaga upp á 3.4 millj- arða sænskra króna, 45 milljarða ís- lenskra króna, frá árinu 2010. Fjárfestingarfélögin og eigendur og stjórnendur þeirra reka því fyr- irtæki í almannaþjónustu sem rík- isvaldið og sveitarfélög greiða fyrir og reyna svo eftir fremsta megni að greiða eins lítið af sköttum og opin- berum gjöldum til ríkisins og þau mögulega geta komist upp með. Innkoma þessara fjárfestingarfé- laga í rekstur fyrirtækja sem reka innviði samfélagsins í Svíþjóð hefur leitt af sér áralangar og heitar um- ræður um „arðgreiðslur velferðar- fyrirtækja“ (vinster i välfärden) en Vinstri flokkurinn í Svíþjóð lofaði því fyrir síðustu þingkosningar að hann myndi banna arðgreiðslur út úr einkareknum velferðarfyrirtækj- um ef hann kæmist til valda. Ríkis- stjórn Sósíaldemókrataflokksins og Umhverfisflokksins hefur hins vegar unnið að því reyna að setja reglur um hversu mikinn arð megi greiða út úr einkareknum velferðarfyrir- tækjum og kom meðal annars með hugmynd í haust um að 7 prósent af hlutafé árlega gæti verið heppi- leg málamiðlun. Ekkert hefur þó enn verið ákveðið um þak á arð- greiðslurnar. Getur hagnaðarvon drifið heilbrigðiskerfið áfram? Robert Andreen, stofnandi og fyrrver- andi forstjóri fjárfestingarfélagsins Nordic Capital, sem meðal annars á einkarekna velferðarfyrirtækið Capio, fékk 3.5 milljarða króna frá fyrirtæk- inu á árunum 2010-2012. Fyrirtækið á meðal annars eina einkarekna sjúkra- húsið í Svíþjóð, St. Görans. M ynd | H ari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.