Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 03.02.2017, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 3. febrúar 2017 Í rannsóknum sínum á aflvök­um sögunnar hefur rússnesk bandaríski sagnfræðingurinn Peter Turchin viðað að sér upplýsingum um flest það sem tengist mannfélaginu í von um að geta greint hvert sagan stefnir og hvað rekur hana áfram. Úr þess­ um rannsóknum hefur orðið til ný fræðigrein, sagnfræðileg aflfræði eða cliodynamics, stærðfræði­ leg úrvinnsla og tölfræðigreining sagnfræðilegra gagna. Turchin komst í fréttir nýlega þegar rifjað var upp að hann hafði greint frá því fyrir nokkrum árum að miðað við hversu mikið ójöfnuður hefði aukist í Bandaríkjunum og almenn velsæld hrörnað mætti gera ráð fyrir borgarastyrjöld þar einhvern tímann á næsta áratug. Þetta er ekki spá, sagði Turchin, heldur einfaldlega vísindaleg ályktun af þeim gögnum sem liggja fyrir. Niðurstaða Turchin um borg­ arastyrjöld var að sjálfsögðu rifj­ uð upp í tilefni af embættistöku Donalds Trump og fyrstu dögum hans í embætti. Bæði kjör hans og tilskipanir hafa aukið enn á sundr­ ung innan bandarísks samfélags. Trump er ekki maður sátta heldur talar hann og hegðar sér eins og sá sem vill þröngva vilja sínum upp á aðra. Hann talar úr öðru horni bandarískra stjórnmála og hrópar á fólkið í hinu horninu. En prófessor Turchin sá auðvit­ að ekki persónuleika Trump fyrir. Það sem hann telur sig geta lesið út úr gögnum sínum er að þegar auður færist á æ færri hendur og æ færri tilheyra elítunni sem flýtur ofan á samfélaginu, þegar almenn lífskjör fara versnandi og venjulegt launafólk missir trú á að kjör sín muni batna í bráð, þegar æ fleiri telji sig hafa getu til og eigi rétt á að komast í elítunna en finna að hún er orðin lokaður klúbbur og þegar félagsleg verð­ mæti hafa verið eyðilögð og sú til­ finning verður ríkjandi að samfé­ lagið vinni gegn fólki en styðji það ekki; þegar allt þetta spilar saman þá er samfélagið orðið að púður­ tunnu sem bíður þess að springa. Og púðurtunnur sem bíða þess eins að springa, þær springa. Eða það hafa þær gert hingað til. Og ekkert sem bendir til að sú púð­ urtunna haldi sem kynnt hefur verið undir síðan að brestir fóru að myndast í þeim samfélagssátt­ mála sem einkenndi blómatímann frá seinna stríði þar til hugmynda­ stefna nýfrjálshyggjunnar varð ofan á. Ég ætla að segja ykkur betur frá rannsóknum Turchin seinna, en mig langar að staldra við eitt atriði nú. Turchin hefur dregið saman upplýsingar um allt milli himins og jarðar og fundið út hvernig margir þættir sem gefa til kynna lífsgæði, traust á samfé­ laginu, félagslega virkni, heilsufar og margt annað helst í hendur og ferðast í gegnum söguna í sveiflum sem eru spegilmynd ójafnaðar. Þegar ójöfnuður eykst eyðileggj­ ast samfélagsleg verðmæti, traust minnkar, bjartsýni gefur eftir, almenn lífskjör dragast saman og heilsufar versnar. Þetta er svo sterkt afl að fólk minnkar meira að segja í ójöfnuði eða stækkar þegar jöfnuður er meiri. Það lifir lengur og giftir sig yngra, hefur sterkari trú á ástinni og lífinu. Efnahagslegur ójöfnuður er því bölvað eitur samkvæmt Turchin, og ætti það svo sem ekki að koma neinum á óvart. Í raun má segja að stjórnvöldum ætti að duga einn mælir í mælaborð sitt á þjóðar­ skútunni, mælir sem mælir ójöfn­ uð. Það myndi duga stjórnvöldum að stefna á eins mikinn jöfnuð og mögulegt er til að bæta almenn lífskjör og heilsu, auka traust og bjartsýni, lengja líf og breiða út kærleika og ást. Eitt af því sem Turchin hefur skoðað sérstaklega er fjöldi fólks sem starfar innan frjálsra félaga­ samtaka sem vilja auka mannúð í samfélaginu, styðja við þá sem lakar eru settir, þá sem eru veikir, fatlaðir eða fátækir, týndir eða örvinglaðir. Eftir því sem fleira fólk starfar í þess konar félög­ um því meira er traust er í sam­ félaginu, því betri eru almenn lífskjör og því heilbrigðara er fólk. Auðvitað má snúa þessu við og segja að því lakari sem almenn kjör eru og því minna traust er í samfélaginu því færri gefa sig fram til að vinna fyrir samfélagið og gefa af sér til annarra. En hvort sem þetta snýr í vestur eða austur er ljóst að það ætti að vera markmið stjórnvalda að ýta undir þátttöku fólks í góðgerða­ félögum, mannúðarfélögum og öðrum frjálsum félagasamtökum. Slíkt starf getur af sér miklum mun meiri samfélagsleg gildi en kaup fólks á hlutabréfum, sem stjórnvöld hafa oft og iðulega reynt að örva með skattaafslætti. Gunnar Smári ÓJÖFNUÐUR ER SAMFÉLAGSLEGT EITUR lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.