Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 56

Fréttatíminn - 03.02.2017, Page 56
Fagstörf innan matvæla- og veitingagreina Innan MATVÍS eru fjórar megin iðngreinar; bakaraiðn, framreiðsla, kjötiðn og matreiðsla. Unnið í samstarfi við MATVÍS Nám í matvælagreinum er mjög fjölbreytt. Það nám sem boðið er upp á í Hótel- og matvæla- skólanum í MK er bakaraiðn, framreiðsla (þjónanám), kjötiðn, matreiðsla (kokkanám) og matar- tæknir. Nemendur sækja almenna og faglega menntun sína bæði í atvinnulífi og skóla. Þar fá þeir menntun til að takast á við þau verkefni og annað sem tilheyrir viðkomandi greinum. Nemendur læra að vinna við og þekkja ýms- ar vélar og tæki og annan búnað sem unnið er með í atvinnulífinu. Einnig er unnið með margskonar hráefni sem fylgir greinunum og er stór þáttur í náminu einmitt sá að vinna við og útbúa ýmsar af- urðir úr bakaríi, eldhúsum og kjöt- vinnslum sem síðan eru bornar fram víða, t.d. á veitingahúsum. Miklir atvinnumöguleikar eru fyrir þá sem ljúka námi í greinun- um og í raun er úr nægri vinnu að velja eftir að námi lýkur. Fagmenn vinna á hinum ýmsu stöðum í greinum sínum, bæði hér á landi og erlendis. Nemendur sem sækja í námið þurfa að vera á námssamningi og eru félagsmenn í Matvís, en það er skammstöfun á Matvæla- og veitingafélagi Íslands. Fé- lagið hefur að gera með hagsmuna- mál nemenda og geta þeir leitað þangað með hvað- eina sem þá vantar upp- lýsingar um. Miklir avinnu- möguleikar er u fyrir þá sem ljúka n ámi í greinunum og í raun er úr nægri vin nu að velja eftir a ð námi lýkur. Myndir | Hari Nýsveinahátíð í ellefta sinn Nýsveinahátíð Iðnaðarmannafé- lagsins í Reykjavík verður haldin hátíðleg í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun, laugar- daginn 4. febrúar, klukkan 14. Þetta verður ellefta nýsveina- hátíð IMFR til heiðurs nýsveinum sem hafa lokið sveinsprófi með afburðaárangri. Á hátíðinni verða verðlaun veitt nýsveinum úr lög- giltum iðn- og verkgreinum fyrir afburðaárangur í sinni iðngrein á sveinsprófi. Hátíðin er einn af hornsteinun- um í starfi félagsins og er mikil áhersla lögð á að umgjörðin sé glæsileg, nýsveinum, meisturum þeirra, iðnfélögunum og verk- menntaskólum landsins til heilla. Það eru formenn sveinsprófs- nefndanna sem tilnefna afburða nýsveina til verðlaunanna. Frá nýsveinahátíð Iðnaðarmanna- félagsins í fyrra. Mynd | Motiv Blómlegt starf hjá Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík Nemar í málmsuðu í Iðnskólanum í Reykjavík. Myndir | Motiv Nemar í hárgreiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík. Frá nýsveinahátíð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Hátíðin er einn af hornsteinum í starfi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík Stoltir nemar í Iðnskólanum í Reykjavík. 8 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2017IMFR 150 ÁRA

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.